Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
31.5.2009 | 10:56
LOKSINS LOKSINS LOKSINS NÝJAR MYNDIR Í NÝJU ALBÚMI
20.5.2009 | 20:46
NÝJAR FRÉTTIR,NÝJAR FRÉTTIR, NÝJAR FRÉTTIR, NÝJAR FRÉTTIR..............
Það er margt búið að gera síðan síðast. Jotti fór í fyrsta skipti í til tannlæknis eða réttara sagt tannlæknanema. Það hefur verið í boðið nokkra laugardaga upp í tanngarði sem er kennsluálma fyrir tannlæknanema. Þeir hafa undir leiðsögn tannlækna verið að bjóða upp á ókeypis þjónustu fyrir börn 2-18 ára. Við ákváðum að nýta okkur þetta þar sem að Jotti hefur aldrei farið til tannlæknis. Við mættum og biðum í 1 1/2 klst og svo fórum við inn og þar skoðaði kona hann og Jotti var nú frekar smeykur en leyfði henni með smá klækjum að skoða upp í hann og vitir menn það var ALLT alveg 100%. Þetta var nú mikið gleðiefni fyrir foreldrana. En það vorum mjög margir sem þurftu á þessari þjónustu að halda. Þetta framlag er mjög flott og ég er afar þakkláta fyrir það.
Jóhann Otti ern annars búin að vera með ljótan hósta undanfarna daga sem er ekki gott því að þá má svo lítið á bera að þá er hann bara slæmur af hósta og verður slappur líka. En okkur finnst þetta vera skána og við erum bara dugleg að púst hann og leikskólinn. Hann er búin að vera kynnast stelpu sem býr í sömu húsa lengju og við og hún heitir Laufey Brá og er fædd í desember sama ár og Jóhann og þeim er að koma saman bara vel sem er æðislegt því þá kannski geta þau leikið saman í örðum hvorum garðinum, svo sakar ekki að eignast vin.
Emma Guðrún megapæja er bara yndisleg eins og alltaf. Þessi stóra skvísa verður eins árs í næsta mánuði sem er ssvvvooo spennandi mér finnst þetta svo skemmtilegur áfangi. Við höfðum hugsað okkur að ef veður leyfir að halda pulsupartý í heiðmörk en svo ef veður leyfir ekki þá erum við með plan b. Það væri samt best ef við gætum átt skemmtilegan dag í heiðmörk grillað pulsur og fengið okkur kökur og spilað fótbolta o.fl. Hún er hvorki meira né minna en komin með 8 tennur og þær eru að koma að góðum notum.Emma er ekki farin að labba enda rétt að verða 11 mánaða en hún stendur upp og labbar með eins og herforingi og það er stutt í að við getum bara leitt hana.
Við erum hress og svolítið ánægð með að Davíð hefur verið ráðinn til Egils Árnasonar aftur en þó bara í mánuð og hann verið ráðinn einn mánuð í einu næstu 6 mánuði sem er bara frábært. Mér finnst þetta tækifæri bara yndisleg. Hann byrjar sennilega á fullu næsta mánudag og þá verður vinnutími sá sami 9-18, en við erum svo heppin að Emma kemst líklega strax inn til dagmömmu sem er bara gott og hún hefði líka bara gott af því að vera ekki aðalprinsessan á heimilinu. Við sjáum hvað setur en núna er sumarið að byrja og við vorum allan síðasta laugardag og sunnudag út í garði að leika,liggja í sólbaði,moka,sparka á milli. Þegar það er gott veður þá er garðurinn alger paradís að þið trúið því varla. Við fengum alveg fullt af gestum í garðinn og það gerði þetta ennþá betra. Af einhverri ástæðu þá er myndavélin í lagi því pabbi komst með puttanna í hana og ýtti á einhverja takka og þá vara bara eins og ekkert hefði gerst sem er frábært og nú bíður fullt af myndum eftir að vera settar hér inn sem verður mmjjöögg fljótlega.
En núna ætla ég að fara kúra smá...untill next time.
Erla og co.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 21:47
Fréttir
Sæl öll sömul, ég held að það sé komin tími á smá fréttir af litlu fjölskyldunni.
Jotti er hress og kátur og það gengur alltaf jafn vel með gleraugunn, annars er gaman að segja frá því að maður hefur heyrt raddir segja að hann Jóhann Otti sé svolítið líkur honum Árna Snæ þegar hann var lítill og satt besta að segja þá verð ég að taka undir það. Við fórum í sveitaferð með leikskólanum hans Jotta og það var ekkert smá gaman. Jotti naut sín alveg í botn, hann fék að halda á dags gömlu lambi og pínu litlum kettling, svo gaf hann á garðinn(beljunum, þetta er víst gamalt orðatiltæki) og klappaði beljunum og líka þeim sem framleiða kókómjólk. Þessi ferð var yndisleg og ekki sakaði að afi Nonni var með og tók myndir af þessu öllu og fékk að deila þessari upplifun með okkur. Eftir þetta allt þá settumst við niður í gamalt hún sem var buggt við fjósið og fengum okkur heitt kakó sem afi lagaði og sammlokur og kex.
Emma er að þroskast hraðar en ljóshraði nei en svona næsti bær við. Manni finnst hún allavega vera farinn að skilja mann pínu lítið og svo er ég ekki frá því að hún sé farin að mynda orð eins og ma ma, bæ bæ. Svo baðar hún út höndonum ef hún vill komast til manns. Hun er alltaf jafn dugleg við að labba með. Svo erum við búin að komast að því að skvísan er popp sjúk, hún elskar popp. Jotti, Davíð og Emma voru ein heima í gærkveldi og það var haldin kósýstund ein og við gerum stundum á laugardagskvöldum Það var poppað og náð í djús og Cars teiknimyndinn var sett í og kúrt upp í sófa og Emma stóð á beit í skálinni han Jotta og sú var að fýla þetta. Emma er komin með átta tennuur og eins og ég hef kannski sagt áður þá hefur þetta ekkert angrað hana. Nú fer að styttast í fyrsta afmælisdaginn hennar og mér hlakkar svooo til því að mér finnast að veraða eins ár sé rosalega merkilegur áfangi og það verður sko gaman því þá er líka há sumar og það skemmir ekki fyrir ef það verður gott veður.
Annars er þetta svona það helsta og ég reyni að blogga sem fyrst aftur.
Erla og co.
P.S það verður farið í að reyna að redda þessu myndavélaleysi ehhhemm
27.4.2009 | 18:55
Fréttir og algert myndaleysi.
Þá er komin tími á smá fréttir og þær fyrstu eru að við erum myndavélalaus þar sem að myndavélinn er biluð, þannig að það verða engar myndir núna í brá en vonandi samt sem fyrst. Kosningar loknar og ég ætla svo sem ekki að spekulera niðurstöðurnar mikið en ég er sátt við hana við getum orðað það svo.
Jóhann Otti er bara flottur, hann er alltaf duglegur í leikskólanum og lærir þar fullt af nýjum lögunm sem hann syngur fyrir okkur eins og t.d. puttalgið og krummi krúnkar úti. Hann talar orðið það mikið að maður getur haldið uppi samræðum við hann og hann er sko kominn á það stig að það þarf að passa sig hvað maður segir því að hann er apaköttur með meiru og er ótrúlegar fljótur að grípa ný orð.
Emma Guðrún stækkar með hverri mínútu sem líður og vitið þið hvað, nú er apríl að ljúka þá kemur maí og svo verður hún bara 1.árs 30.júní stóra skvísan. Hún er farin að labba með fram hlutum og eaðeins afrin að labba á milli sófans og stofuborðsins, bilið er þó ekki mikið. Annars er hún komin með einar átta tennur og er þar af búin að fá 5.stk á sama tíma og hún er búin að standa sig því lýkt vel í gegnum þetta tímabil og bara einu sinni fengið sólahrings háan hita that´s it þannig að þetta er vel sloppið. Hún er að örðru leyti alger gleðipinni eins og bróðir sinn og er ekkert annað en brosið. Það verður sko fjör þegar hún byrjar að labba og stundum vildi bróðir hennar að hún væri farinn að labba því að hann ætlar kannski að vera voða sætur og lika við hana og tekur í hendina á henni og segir "koddu koddu" en það er ekki alveg að virka en það verður fjör þegar það fer að virka. Þau fara oft saman í bað og þá er oft mikið fjör og mikið hlegið þannig að það vantar ekki kærleikann á milli þeirra.
Nu er Emma að vilja að knúsa og ég ætla að skella mér í það.
Erla myndavélalausa.
10.4.2009 | 13:44
Fleiri nýjar myndir í mars-apríl albúmi.....
Sæl verið þið öll sömul.
Ég hef alls ekki verið nógu dugleg hérna á síðunni að mata ykkur á fréttum eða myndum en ég ætla að taka mér tak
Emma Guðrún er búin að taka þvílíkt þroskastökk að það hálfa væri hellingur. Hún er farin að skríða og standa upp við alls kyns hluti svo er hún komin með þrjár tennur og þrjár eða fjórar aðrar á leiðinni en tanntakan virðist ekki angra hana mikið við finnum eiginlega ekkert fyrir þessu. Hún borðar orðið bara það sem er á borstólnum þar að segja allan þann mat sem við borðum nema kannski ef við fáum okkur pizzu eða e-h svoleiðis. Hún er farinn að klappa saman lófunum alveg eins og herforingi.
Jóhann Otti er bara sama músin okkar hann talar orðið mjög mikið og heldur orðið uppi samræðum. Hann er að læra helling í leikskólanum eins og t.d. litina, klæða sig í sjálfur, að klippa með skærum o.m.fl. Jóhann Otti fór út um daginn með pabba sínum og systir að hjóla og það gekk alveg ágætlega hann fattar alveg hvað á að gera við petalana en hann hjólar samt svolítið spes en það er allt í lagi. Við erum búi að fara tvær sundferðir núna með stuttu millibili og þá höfum við farið öll fjölskyldan en við höfum ekki tekið Emmu mikið með í sund því það hefur verið svo kalt en núna er veðrið að skána og þá kemur hún með. Emmu líkar mjjjööggg vel í sundi og buslar með bæði höndum og fótum alveg grimmt. Það þarf nú varla að ræða Jóhann Otta ( fiskinn) hann elskar að vera í sundi og er orðinn alveg svell aldur og það er alveg frábærar framfarir því að fyrir svona einu og hálfu ári síðan þá var hann frekar smeykur og þorði ekki að gera neitt.
Það fer vel á milli þeirra systkynana en lífið er engin smjörklípa að sjálfsögðu þegar skottan er komin á skrið og farinn að tosa í mann og vera stundum soldið fyrir þá er hún ekkert vinsæl og það er bara partur af prógramminu. Við höfum passað okkur að eiga líka bara kósí stundir með Jotta ein og t.d. um daginn þá fór Davíð á skrallið og það var bara ég og krakkarnir og Emma vara farin að sofa en ég og Jotti poppuðum og kúrðum heillengi með sæng í sófanum og hann fékk að vaka til 22:15 bara með mömmu sinni og þessar stundir eru alveg ómetanlegar.
Davíð er því miður búin að missa vinnuna það var öllum sagt upp hjá fyrirtækinu um áramótin með fyrirvara um endurráðningu í mars en því miður var það ekki hægt. Það var reynt að bjarga því en það vara bara því miður ekki hægt. En nú tökum við þetta bara mánuð fyrir mánuð. Ég og við ætlum ekki að leggjast í eitthvað volæði ég sé ekki ástæðu til þess strax en við sjáum hvað gerist þegar líða tekur á árið. Svo eru það gleði fréttir að við fengum úthlutað bústað í viku í sumar 31/7-7/8 og við tælum að sjálfsögðu að grípa það maður verður að taka sér sumarfrí og eiga fjölskyldu stundir. Sá bústaður er í munaðarnesi og hann er með potti sem skiptir höfuðmáli. Okkur hlakkar rosalega til að fara.
En jæja Emma er farinn að garga á mig hún er orðin rosalega þreytt.
Kveðja Erla og co.
15.3.2009 | 10:37
Nýjar myndir í Nýju albúmi.
Þá er komið nýtt albúm sem heitir mar-apríl ég er búin að skella inn myndum þar.
Af okkur er allt gott að frétta, Emma situr orðið aðlveg og næstum því skríður það vantar ekki mikið upp á. Hún er að taka sína fyrstu tönn og það virðist ekki hafa mikil áhrif á hana annað það að henni klæjar í góminn. Tönnin er frammtönn í neðri góm. Hún er að þroskast mikið og nú er hennar persónuleiki að koma meiri framm. Emma fór í ungbarnaeftirlit um daginn og því miður kom í ljós að hún hafði ekki þyngst nóg frá síðustu skoðun, en það líðu tveir mánuðir á milli skoðana og hún hafði ekki þyngst um nema 250 gr sem er alveg í það minnsta. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Þetta er samt soldið skondið því að hún er farin að borða oft á dag og bara flest allan mat þá meina ég mannamat ekki krukkumat. En við tökum smá rispu á hana og gefum henni smá rjóma út á skyrið sitt, brauð með lifrakæfu og það er bara hið besta mál.
Jóhann Otti er sprækur að vanda hann er farinn að syngja alveg heilann helling og það þykir afa Nonna ekki leiðinlegt þar sem að þeoir hafa einstaklega gaman af því að raula lög saman. Við fórum í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólanum um daginn og hann fékk mjög góðar umsagnir hjá fóstrunum og bara allt til fyrirmyndar. Það var þó sérstalega talað um hvað hann hefði breyst til hins góðs eftir að hann fékk gleraugun sem er bara frábaært.
Svo fer að líða að páskum og það er svo sem ekkert sérstakt á prjónunum annað en að elda kannski góðan mat hérna heima og hvort sem það verður á páskadag eða ekki kemur í ljós en núna ætlum við að reyna að halda upp á hátiðarnar sjálf sem fjölskylda eins og t.d. næstu jól verðum við heima hjá okkur og eldum sjálf.Svona breytast tímarnir og hefðir sem er bara flott og gaman að upplíifa eitthvað nýt eins og t.d. síðustu áramót á Akureyri.
Jæja reyni að vera duglegri að skella inn myndum og fréttum.
Erla og co.
23.2.2009 | 21:50
Nýjar myndir.
Jæja mín skellti nokkrum myndum inn í jan-feb albúmið. Eftir að ég fór að vinna aftur þá hef ég verið afskaplega ódugleg að taka myndir svo hefur margt annað spilað inn í líka en hvað um það.
Héðan er allt gott að frétta mér og Davíð tókst að næla okkur í þessa ógeðslegu magakveisu sem er búin að vera ganga og ég var með hana í 4 daga og Davíð eitthvað svipað. Sem betur fer að þegar ég var að koma til að þá byrjaði Davíð þannig að við láum ekki bæði handónýt á sama tíma. Krakkarnir hafa sloppið hingað til nema Emma Guðrún er búin að vera með smá hita en ekkert alvarlegt.
Orðaforðinn hjá Jóhann Otta er orðinn svo mikill að maður getur eiginlega haldið uppi samræðum við hann og það er rosalega fyndið þegar hann fær stundum munnræpu og talar og talar um allt og ekkert. Það gengur ennþá vel með gleraugun þannig að þar eru engar fréttir. Næsta fimmtudag erum við að fara í fyrsta foreldraviðtal á leikskólanum og það er mikill eftirvænting í að fara í það.
Emma situr orðið alveg þó að annað slagið hendi hún sér á magann en það er mjög sjaldan. Hún fer orðið upp á fjóra fætur og ruggar sé fram og til baka að öðru leyti þegar hún er á gólfinu þá er hún samt á fleygiferð. Hún er annars bara dúlla og þeim systkinum kemur vel saman og þetta gæti ekki verið betra.
Þar hafið þið fengið smá fréttir og myndir jeij
Erla og co.
9.2.2009 | 22:11
Halló halló er ekki komin smá tími á fréttir
Nú er ég sko búin að vera ódugleg við að sinna síðunni en það er góð og gild ástæða fyrir því. Fyrir viku síðan byrjaði ég að vinna aftur og Davíð er heima núna út febrúar. Það er voða ljúft að fara vinna aftur þetta gerist jú fyrr eða síðar, það er búið að ganga vel og á þriðja degi var meiri hlutinn af uppryfjunni kominn. Davíð er búin að vera heima með gullin okkar Jóhann Otti er þó á leikskólanum til 14:30 og þá er hann sóttur.Svo er frekar skrítið að koma heim og allir aðrir eru heima en það er samt svo gott því að litli gulmolinn minn hann Jotti kemur á móti mér og segir kúsa sem þýðir að knúsa og gefur mér faðmlag og koss, ég meina er hægt að enda vinnudaginn betra. Don´t think so.
Við skötuhjúin erum alveg rosalega dugleg að finna tíma til að hreyfa okkur, Davíð er byrjaður að æfa fótbolta 3x í viku og svo er ég í dansnámskeiði 2x í vikur og hleyp síðan alla hina dagana. Hlaupinn ganga vel að vanda og ég er meira að segja farin að auka við mig vegalengd sem ég var svolítið smeyk við að gera því að ég var ekki viss um að ég gæti það líka út af kuldanum því að maður verður stífari þegar það er kalt og líka í öndun. Þetta hefur þó heppnast rosalega vel að bæta við sig vega lengd og ég get ekki beðið eftir að það fari að hlýna og helst mundi ég vilja að það gerðist bara í gær. Ég vil síðan deila því með ykkur að ég of Davíð við leigðum okkur dvd og það ver leikritið Pabbinn sem er með sama leikara og gerði Hellisbúann oh ég man ekki hvað hann heitir en þetta var ekkert smá fyndið ég hló frá upphafi til enda. Ég mæli með þessum disk en það þýðir ekkert að horfa á þetta nema vera foreldri það er alveg á hreinu.
Emma er yndi eins og alltaf, hún er 7 og 1/2 mánaðar og vá hvað tíminn líður hratt. Hún er rosalega duglega að rúlla sér um alla stofu og hlaupa um í skriðdrekanum(göngugrindinni) svo situr hún næstum því en það er líka alltaf gott að henda sér á magann. Svo þegar það er eitthvað stamt undir henni þá fer hún stundum á fjórar fætur og vaggar sér fram og tilbaka. Hún er farin að sýna bróðir sínum sýnilegan áhuga og hann er oft að glensa eitthvað með henni og þá brosir hún sýnum sólskinsbrosi og þá hlýnar á manni hjartað ansi oft.
Jotti er kannski komin með lungnabólgu nr 4 hann er búin að vera með ljótan hósta í hátt í tvær vikur og ekkert að lagast þrátt fyrir það að hann sé að fá tvær tegundir af pústi þarf af er eitt sterapúst svo er hann að verða búinn með hóstasaftflöskuna og hann fékk sýklalyf síðasta mánudag út af eyrnabólgu sem hann er ekki vanur að fá. Við fórum með hann til læknis í dag og hann skrifaði beiðni fyrir lungnamyndatöku sem við förum með hann í kl 8:00 í fyrramálið og við fáum svarið strax þannig að ég skrifa svarið í athugasemdir við þessa bloggfærslu. Með þessu hefur fylgt lystarleysi og þær hafa nefnt það á leikskólanum því að hann er yfirleitt svo duglegur að borða þar og hjá okkur.
Það verður eins skrítið og það kann að hljóma spennandi að fá niðurstöður á morgun því að ef hann er með lungnabólgu þá er þetta í annað skiptið þar sem hann fær hana án þess að það heyrist nokkuð við hlustun af lækni. Það er alltaf leiðinlegt að þurfa að vera gefa þessum dúllum sýklalyf endrum og eins en svona er þetta. Ef hann er með lungnabólgu þá hættir hann á sýklalyfinu sem hann er á núna og fer á annað sem heitir keflex. Maður spyr sig hvort að það sé ekki hægt að gera eitthvað en það er því miður ekki málið þetta verður að vaxa af þeim. Jotti fékk þó á sýnum tíma auka bólusetningu til að athuga hvort hann mundi skána eitthvað en svo var ekki og það getur líka gerst.
En jæja ég ætla að safna aðeins myndum til að setja inn í myndaalbúmið og aldrei að vita nema ég skelli inn um helgina næstu.
Erla og co.
25.1.2009 | 22:00
Ný myndbönd og myndir og nýtt blogg hér fyrir neðan.
22.1.2009 | 14:00
Fréttir...
Heil og sæl,
mín var byrjuð að blogga og svo eyddist það allt út takk fyrir, þannig að þetta er taka tvö.
Það er margt að gerast þessa dagana og það sem að sjálfsögðu stendur upp úr eru mótmælin, það er ljótt ástand hérna 12.000 mans atvinnulausir. Það er eins og það hafi verið uppi tjald allan tíman á meðan allt lék í lyndi og svo er því svipt niður og ljóti sannleikurinn kemur fram og slær okkur í andlitið. Staðreyndin er sú að nú er hugsunarháttur Íslendinga að fara að breytast FOREVER við látum ekki taka okkur í þurran rassalinginn aftur og aftur. Forsætisráðherra vill meina það að ef að ríkisstjórnin segi af sér að þá verði Ísland stjórnlaust í fleiri vikur eða mánuði, ég verð að segja að því trúi ég tæplega og mér fannst þetta eiginlega fyndin ummæla hjá honum.
Jæja nóg um pólitík og annað. Krakkarnir eru annars hressir ég bætti inn örfáum nýjum myndum í nýja albúmið. Jotta gengur vel að vera með gleraugun þetta angrar hann mjög lítið en hann er afskaplega sætur með þau. Orðaforðinn hans eykst með hverjum degi eins og vanalega og hann verður móttækilegri á að apa upp eftir manni orð já og svo er hann farin að búa til setningar. Það er samt eins og hann heyri ekki allt rétt sama hversu skýrt maður segir orðið eins og t.d. smjör er mös hjá honum og smakka er maksa en þetta kemur hann er sífellt að læra og þroskast.
Emma stækkar og stækkar og nú er hún að verða 7 mánaða vá litla beibíið mitt. Hún rúllar sér um öll gólf hérna og er meira segja aðeins farin að prófa að vera í göngugrind sem hún fýlar vel. Hún er ekki farin að sitja en það styttist í það. svo bíðum við bara eftir að fara sjá tönn það virðist þó ekkert bóla á því en það sést greinilega að henni klæjar í góminn og slefar slatta. Svo núna 2. feb þá verður ekkert mæðgnakúr hérna á daginn því að ég byrja að vinna þá en þá verður Davíð heima í febrúar og hann tekur að sér húsmæðrahlutverkið. Það verður fínt að fara að vinna aftur þó að það sé nú alltaf jafn næs að vera heima en svo er líka bara staðreyndin sú að fæðingarorlofspeningur er hálfgert klink í vasann hjá manni.
Jæja þá er komið smá uppdate af okkur og nú ætla ég að fara kúra eins og mér er einni lagi best.
Erla.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða