Nýjar myndir.

DSC03431

 

 

 

 

 

 

 

Jæja mín skellti nokkrum myndum inn í jan-feb albúmið. Eftir að ég fór að vinna aftur þá hef ég verið afskaplega ódugleg að taka myndir svo hefur margt annað spilað inn í líka en hvað um það.

Héðan er allt gott að frétta mér og Davíð tókst að næla okkur í þessa ógeðslegu magakveisu sem er búin að vera ganga og ég var með hana í 4 daga og Davíð eitthvað svipað. Sem betur fer að þegar ég var að koma til að þá byrjaði Davíð þannig að við láum ekki bæði handónýt á sama tíma. Krakkarnir hafa sloppið hingað til nema Emma Guðrún er búin að vera með smá hita en ekkert alvarlegt.

Orðaforðinn hjá Jóhann Otta er orðinn svo mikill að maður getur eiginlega haldið uppi samræðum við hann og það er rosalega fyndið þegar hann fær stundum munnræpu og talar og talar um allt og ekkert. Það gengur ennþá vel með gleraugun þannig að þar eru engar fréttir. Næsta fimmtudag erum við að fara í fyrsta foreldraviðtal á leikskólanum og það er mikill eftirvænting í að fara í það.

Emma situr orðið alveg þó að annað slagið hendi hún sér á magann en það er mjög sjaldan. Hún fer orðið upp á fjóra fætur og ruggar sé fram og til baka að öðru leyti þegar hún er á gólfinu þá er hún samt á fleygiferð. Hún er annars bara dúlla og þeim systkinum kemur vel saman og þetta gæti ekki verið betra.

Þar hafið þið fengið smá fréttir og myndir jeijCool

Erla og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að heyra af krúttsystkyninum. ég þakka ennþá æðri máttarvöldum að hafa ekki fengið Gullfoss/Geysi veikina ykkar, 7.9.13:)

Hvernig fór með myndatökuna hjá Jottanum?

Jóhann F. (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

227 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104883

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband