Fleiri nýjar myndir í mars-apríl albúmi.....

Sæl verið þið öll sömul.

 Ég hef alls ekki verið nógu dugleg hérna á síðunni að mata ykkur á fréttum eða myndum en ég ætla að taka mér takWink

Emma Guðrún er búin að taka þvílíkt þroskastökk að það hálfa væri hellingur. Hún er farin að skríða og standa upp við alls kyns hluti svo er hún komin með þrjár tennur og þrjár eða fjórar aðrar á leiðinni en tanntakan virðist ekki angra hana mikið við finnum eiginlega ekkert fyrir þessu.  Hún borðar orðið bara það sem er á borstólnum þar að segja allan þann mat sem við borðum nema kannski ef við fáum okkur pizzu eða e-h svoleiðis. Hún er farinn að klappa saman lófunum alveg eins og herforingi.

Jóhann Otti er bara sama músin okkar hann talar orðið mjög mikið og heldur orðið uppi samræðum. Hann er að læra helling í leikskólanum eins og t.d. litina, klæða sig í sjálfur, að klippa með skærum o.m.fl. Jóhann Otti fór út um daginn með pabba sínum og systir að hjóla og það gekk alveg ágætlega hann fattar alveg hvað á að gera við petalana en hann hjólar samt svolítið spes en það er allt í lagi. Við erum búi að fara tvær sundferðir núna með stuttu millibili og þá höfum við farið öll fjölskyldan en við höfum ekki tekið Emmu mikið með í sund því það hefur verið svo kalt en  núna er veðrið að skána og þá kemur hún með. Emmu líkar mjjjööggg vel í sundi og buslar með bæði höndum og fótum alveg grimmt. Það þarf nú varla að ræða Jóhann Otta ( fiskinn) hann elskar að vera í sundi og er orðinn alveg svell aldur og það er alveg frábærar framfarir því að fyrir svona einu og hálfu ári síðan þá var hann frekar smeykur og þorði ekki að gera neitt. 

Það fer vel á milli þeirra systkynana en lífið er engin smjörklípa að sjálfsögðu þegar skottan er komin á skrið og farinn að tosa í mann og vera stundum soldið fyrir þá er hún ekkert vinsæl og það er bara partur af prógramminu. Við höfum passað okkur að eiga líka bara kósí stundir með Jotta ein og t.d. um daginn þá fór Davíð á skrallið og það var bara ég og krakkarnir og Emma vara farin að sofa en ég og Jotti poppuðum og kúrðum heillengi með sæng í sófanum og hann fékk að vaka til 22:15Blush bara með mömmu sinni og  þessar stundir eru alveg ómetanlegar.

Davíð er því miður búin að missa vinnuna það var öllum sagt upp hjá fyrirtækinu um áramótin með fyrirvara um endurráðningu í mars en því miður var það ekki hægt. Það var reynt að bjarga því en það vara bara því miður ekki hægt. En nú tökum við þetta bara mánuð fyrir mánuð. Ég og við ætlum ekki að leggjast í eitthvað volæði ég sé ekki ástæðu til þess strax en við sjáum hvað gerist þegar líða tekur á árið.  Svo eru það gleði fréttir að við fengum úthlutað bústað í viku í sumar 31/7-7/8 og við tælum að sjálfsögðu að grípa það maður verður að taka sér sumarfrí og eiga fjölskyldu stundir. Sá bústaður er í munaðarnesi og hann er með potti sem skiptir höfuðmáli. Okkur hlakkar rosalega til að fara.

En jæja Emma er farinn að garga á mig hún er orðin rosalega þreytt.

 

Kveðja Erla og co.

DSC03524

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

227 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband