Halló halló er ekki komin smá tími á fréttir

Nú er ég sko búin að vera ódugleg við að sinna síðunni en það er góð og gild ástæða fyrir því. Fyrir viku síðan byrjaði ég að vinna aftur og Davíð er heima núna út febrúar. Það er voða ljúft að fara vinna aftur þetta gerist jú fyrr eða síðar, það er búið að ganga vel og á þriðja degi var meiri hlutinn af uppryfjunni kominn. Davíð er búin að vera heima með gullin okkar Jóhann Otti er þó á leikskólanum til 14:30 og þá er hann sóttur.Svo er frekar skrítið að koma heim og allir aðrir eru heima en það er samt svo gott því að litli gulmolinn minn hann Jotti kemur á móti mér og segir kúsa sem þýðir að knúsa og gefur mér faðmlag og koss, ég meina er hægt að enda vinnudaginn betra. Don´t think so.

Við skötuhjúin erum alveg rosalega dugleg að finna tíma til að hreyfa okkur, Davíð er byrjaður að æfa fótbolta 3x í viku og svo er ég í dansnámskeiði 2x í vikur og hleyp síðan alla hina dagana. Hlaupinn ganga vel að vanda og ég er meira að segja farin að auka við mig vegalengd sem ég var svolítið smeyk við að gera því að ég var ekki viss um að ég gæti það líka út af kuldanum því að maður verður stífari þegar það er kalt og líka í öndun. Þetta hefur þó heppnast rosalega vel að bæta við sig vega lengd og ég get ekki beðið eftir að það fari að hlýna og helst mundi ég vilja að það gerðist bara í gær. Ég vil síðan deila því með ykkur að ég of Davíð við leigðum okkur dvd og það ver leikritið Pabbinn sem er með sama leikara og gerði Hellisbúann oh ég man ekki hvað hann heitir en þetta var ekkert smá fyndið ég hló frá upphafi til enda. Ég mæli með þessum disk en það þýðir ekkert að horfa á þetta nema vera foreldri það er alveg á hreinu.

Emma er yndi eins og alltaf, hún er 7 og 1/2 mánaðar og vá hvað tíminn líður hratt. Hún er rosalega duglega að rúlla sér um alla stofu og hlaupa um í skriðdrekanum(göngugrindinni) svo situr hún næstum því en það er líka alltaf gott að henda sér á magann. Svo þegar það er eitthvað stamt undir henni þá fer hún stundum á fjórar fætur og vaggar sér fram og tilbaka. Hún er farin að sýna bróðir sínum sýnilegan áhuga og hann er oft að glensa eitthvað með henni og þá brosir hún sýnum sólskinsbrosi og þá hlýnar á manni hjartað ansi oft.

Jotti er kannski komin með lungnabólgu nr 4 hann er búin að vera með ljótan hósta í hátt í tvær vikur og ekkert að lagast þrátt fyrir það að hann sé að fá tvær tegundir af pústi þarf af er eitt sterapúst svo er hann að verða búinn með hóstasaftflöskuna og hann fékk sýklalyf síðasta mánudag út af eyrnabólgu sem hann er ekki vanur að fá.  Við fórum með hann til læknis í dag og hann skrifaði beiðni fyrir lungnamyndatöku sem við förum með hann í kl 8:00 í fyrramálið og við fáum svarið strax þannig að ég skrifa svarið í athugasemdir við þessa bloggfærslu. Með þessu hefur fylgt lystarleysi og þær hafa nefnt það á leikskólanum því að hann er yfirleitt svo duglegur að borða þar og hjá okkur.

Það verður eins skrítið og það kann að hljóma spennandi að fá niðurstöður á morgun því að ef hann er með lungnabólgu þá er þetta í annað skiptið þar sem hann fær hana án  þess að það heyrist nokkuð við hlustun af lækni. Það er alltaf leiðinlegt að þurfa að vera gefa þessum dúllum sýklalyf endrum og eins en svona er þetta. Ef hann er með lungnabólgu þá hættir hann á sýklalyfinu sem hann er á núna og fer á annað sem heitir keflex. Maður spyr sig hvort að það sé ekki hægt að gera eitthvað en það er því miður ekki málið þetta verður að vaxa af þeim. Jotti fékk þó á sýnum tíma auka bólusetningu til að athuga hvort hann mundi skána eitthvað en svo var ekki og það getur líka gerst.

En jæja ég ætla að safna aðeins myndum til að setja inn í myndaalbúmið og aldrei að vita nema ég skelli inn um helgina næstu.

Erla og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Júlía Jónsdóttir

Engin lungnabólga : )

Erla Júlía Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

227 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104883

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband