14.vikur

myndir_038.jpg

Jæja þá er ég komin 14. vikur á leið ég og Davíð fórum saman í fyrstu mæðraskoðun í dag og kom allt svona líka vel út.  Við fengum að heyra hjartsláttinn en hann var sterkur og góður og slær núna tvöfalt hraðar en minn.  Ég hef verið heilsuhraust en þó farin að finna fyrir að orkan hjá mér er farin að minnka en þó ekki óeðlilega en í þeirri merkingu að loksins sé maður farinn að sofa á skikkanlegum tíma á kvöldinKoss

Síðan var ég að fá grænt ljós á það að 1. Júní verð ég færð í vinnunni frá veitingastaðnum yfir í lobbýið, ég ákvað semsagt að  óska eftir þessum flutningi þar sem líkamlegt álag á veitingastaðnum verður mikið þegar bumban fer að standa út í loftið og þá sleppi ég líka við þessi löngu vinnukvöld tala nú ekki um reynsluna sem mun bætast við mig.

 

Ég og Davíð fórum í heimsókn til vinar hans í gær kvöldi sem er nýbakaður pabbi oh þetta var rosa kjút hamingjan sem var þarnaBrosandi Hann tók upp hluta af fæðingunni á video cameru og síndi okkur en mínus klobbamyndir æji þið vitið hausinn koma út og það,  en það sem ég sá var SVO dúlló það var semsagt vinur hans HÁGRENJANDIGráta að rembast við að klippa naflastrenginn þessa stóri töffarastrákur.

Hann kom líka með mjög góðan punkt hann sagði að það væri ekkert sem gæti undirbúið mann undir þessa lífsreynslu sem ég held að sé doldið mikið satt sérstaklega ef þetta er fyrtsa barn.

Ég get ekki ímyndað mér tilfininguna þegar móðir og faðir eru búin að horfa,finna og sjá líf eða barnið sitt þroskast í 9 mánuði og síðan einn daginn er manni "rétt" það í hendurnar það hlýtur að vera MAGNAÐ.

Hér smá um þroska barns á 14.viku 

 Næstu 3 mánuði mun barnið vaxa og vaxa.  Flest kerfi líkamans eru nú komin í gang og þurfa nú aðein að þroskast og stækka.  Líffæri eru einnig orðin þroskuð á þessum tíma .

Hjartsláttur barsins er nú tvöfaldur á við þinn. Hendurnar halda nú áfram á þroskast og getur nú barnið beygt fingur og krept hnefann.  Í þessari viku tvöfaldar barnið stærð sína.  Barnið er nú 14cm langt og 110gr.

 

Þar hafið þið það annars er allt gott að frétta lítið en allt gott það eru búnar að vera smá hormónasveiflur í skapinu en allt að klárast eða allavega fara í lægð og svo það sé á hreina Davið á skilið Nóbelsverlaun fyrir að umbera sveiflurnar heheheheSaklaus

Annars er lítið en gott að frétta af okkur við fórum út að borða um daginn á Caruso mmmm nammi við fórum og ætluðum bara að fá okkur desert en sáum svo girnilegt salat og JEREMÍAS hvað það var gott einfalt en gott í því var eitthvað grænt salat sem ég man ekki hvað heitir og kjúllabitar, furuhnetur og himnesk sinnepsdressing.

Síðan var komið að desertnum ég fékk krapís sem var góður svo sem einfalt en þó góður en Davíð pantaði sér epla köku og þar hélt himnasælan áfram sko mér finnst eplakökur ekki góðar út af eplabitunum en þessi var með svona hálfgerðumauk hlaupi jahérna hér.

Ég mæli allaveg með þessu ef ykkur langar að gera eitthvað rómó með ykkar maka skellið ykkur út farið á einhvern veitingastað þarf ekki að vera 5stjörnu frekar en eitthvað annað skellið ykkur á sitthvorn desertinn eða einn og deilið tvo kaffi eða eitthvað, þetta þarf ekki kostað en getur verið rómó og special stund.

 

Jæja lengra verður það ekki í bili ég vil minna ykkur á að það er ekki bannað að skrifa í athugasemdir ef þið hafið eitthvað að segja og heldur ekki bannað að kvitta í gestabókina hafið þið ekki gert það,  annars vil ég þakka fyrir hlíjar kveðjur sem þegar eru komnar í gestabókina.

Síðan ætla ég að fara að byrja að taka bumbumyndir og fyrsta ætti að birtast hér fyrir ofan og fleiri seinna  endilega kíkiði líka í mynda almbúmið því ég reyni að setja allsskonar myndir inn á næstuni.

 

Verið hress ekkert stress, bless blessSvalur

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæj frænka ;) yndislegt að heyra að það sé allt gott að frétta hjá ykkur og vonandi hafið þið það bara sem allra best :) ossalega nett og sæt kúla ha ;) trúi því varla ennþá að þú sért ólétt og barasta að verða mamma, finnst alltof stutt síðan að við vorum litlar að fíflast á lyngheiðinni og leika í barbie haha :) en já, verum endilega í betra bandi.. heyrumst vonando fljótlega.. knús og kossar.. Dagbjört :)

Dagbjört Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 22:36

2 identicon

Hæ skvís já við höfum það mjög gott og vonandi þú líka, er búið að skríra hjá ykkur????JÁ alveg sammála það er einsog í það hafi verið í gær að við vorum að leika okkur í garðskálanum í dúkkuhúsinu eða skrifstofuleik hjá afa heheh: )já ég er til reyni að heyra kannski í þér næsta mánud knús frá mér Erla Júlía ;)

erla júlía (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 21:09

3 identicon

Heyrðu já, það er búið að skíra.. hún heitir Díana Sól :) mamma auðvitað að rifna úr stolti hehe :) ..skrifstofuleikurinn hjá klikkaði aldrei haha :) en já, endilega hringdu í mig við tækifæri.. svo væri auðvitað geggjað ef þú myndir kíkja norður eina helgi í sumar.. hvað segirru um það ? :)

Dagbjört Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 11:17

4 identicon

Já ég get vel trúað því amman að fá nöfnu: )já ég slæ á þráðin á morgun annað kvöld. Já mér líst vel á það að kíkja eina helgi og taka kallinn með: )

Erla (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

240 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 104853

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband