Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er sumarið?

svini_sem_fraendi_minn_a_heitir_mini_me.jpg

Ég hef allavega ekki séð það!!! Það er skíta kuldi úti þó það sé sól tippical gluggaveðurÖskrandi

Ég lofaði bloggi í dag og blogg skuluð þið fá það lítið að frétta við þrjú erum öll hress höfum engu yfir að kvarta.  Ég pantaði af netinu Baby Sam vörulista og alla malla það var svo margt flott þarna en dýrt líka jú þetta kostar allt saman en summt finnst mér sammt ekki meika sens eins og t.d. skiptiborðskommóða einföld,  flott,  rúmgóð o. fl. á 35000kr HA? Ég get fengið svipaða kommóðu í IKEA þó það sé ekki endilega skiptiborðsk helmingi ódýrari uh jæja maður getur víst endalaust kvartað og kveinað yfir verðlagi en eitt er víst að það kostar að lifa.

Ég,  mamma og Sæunn eru að spá í að stinga af til Galtalækjar fyrstu helgina í Júní með krakkakrumpurnar með okkur og hafa það bara næs,  það verður geggjað að komast aðeins út úr bænum og hlaða batteríin fyrir sumarið og það er auðvitað búið að leggja inn pöntunn um sól,  steikjandi hita og logn þessa helgi er það ekki annars!!!Svalur Þetta er líka svo kósí staður að það er ekki hægt annað en að líða vel þarna.

Eins og þið öll vitið (held ég) reykti ég áður en ég varð ólétt en snar hætti þegar ég komst að því og vitið hvað ég hef ekki einu sinni haft löngun og ég sver mér hefur ekki og mun ekki detta það í hug að stelast og vititð hvað ég er nokkuð stolt af mér þó ég segji nú sjálf frá,  mér finnst nú sammt skondið að mér hefur tvisvar sinnum dreymt að ég væri að stelast í sígó.  

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lang í dag en hér ætla ég að láta fylgja nokkrar uppskriftir af salat dressingum með blogginu til gangs og gamans.

Salatdressing 1

1/2 hvitlauksgeiri,  1 teskeið sjávarsalt,  3 matskeiðar extra-virgin ólífuolía,  1 matskeið nýkreistur sítrónusafi.

Salatdressing 2 með balsam ediki

Ferskt oregano,  ferskt timjan,  1 bolli ólífuolía,  1/4 bolli balsamic edik,  salt og pipar

Salatdressing 3 með hunangi

1/2 bolli balsamic edik,  2 teskeiðar hunang,  1 teskeið dijon sinnep,  4 teskeiðar kalt vatn 6-8 teskeiðar ólífuoæía,  salt og pipar,  1/2 dill eða basil.

Þessar dressingar eru líka tilvaldar til að útbúa í litlar flöskur sem er haægt að kaupa í IKEA t.d. og gefa sem tækifærisgjafir fyrir þá sem nenna að dunda sér.

Næsta blog er á þriðjudaginn og þá eru 17.vikur JEIJJJJ

Hastala vista   Erla 

 

 

 

 

 

 


16. vikur og síðan gerðust hlutirnir 15. Maí

Hvar á ég að byrja úúúfffff.  Þetta byrjaði í gær með óendanlegri bið á niðurstöðum úr greiðslumati.  'A meðan biðini stóð vorum ég og Davíð í ´því á hringja í hvort annað að drepast úr spenningi síðan í eitt skiptið sem Davíð hringdi  í mig þá skellir hann sprengjunni framan í mig.   ég var að koma úr atvinnuviðtali ég er búin að fá nýja vinnu og er á leiðinni að segja upp vinnunni minni HA,    þá fékk hann upp í hendurna tækifæri á að vinna hjá Agli Árnasini sem sölumaður og ákvað að grípa það svipaður vinnutími en mikklu betri laun sem er bara af hinu góða þannig að þar mun hann byrja að starfa eftir´1mánuð.

Síðan tók biðin endalausa á enda og við fengum lán fyrir Vallartröð 8 krúttlegasta íbúð í KópavoginumGlottandi það eru komnar myndir af henni inn á síðuna eins og þið sjáið og við erum alveg í skýjonum yfir þessu öllu hvað er annað hægt þetta virðist ætla að vera árið okkar,  við höfum nú ekki verið heppnasta par í heiminum innbrot, 1 stk bíll ónýtur en NEI nú er komið að okkur. Ef allt stendur á þá fáum við íbúðina afhenta ekki seinna en 14.  'Agúst geri ekki ráð fyrir að það verði fyr(það væri sammt gaman hehe)

Annars er ég komin 16. vikur á leið og bumban að vaxa hægt en þó eitthvað smá,   þetta kemur allt saman búin að vera mjög heilsuhraust þannig en pínu viðkvæm í hjartanu mínu emotional yfir ölluGráta  sem er bara partur af meðgöngunni.  Ég var að horfa á fyrstu skrefin um daginn þegar það var verið að sína þegar keisaraskurður var gerður á einni,  ég segji nú bara ef ég lendi í þessari aðstöðu þá verð ég feginn að það sé tjald á milli mín og maganns, auðvitað er fallegt að sjá barnið sitt koma í heiminn en þetta finnst ekki eitthvað sem maður þarf að sjá blóðið,  saumana o.fl. en við vonum að allt muni ganga eðlilegt fyrir sig.

Hér er smá fróðleikur um barn á 16. vikur

Barnið hefur nú lært að sjúga.  Rannsóknir hafa sýnt að ef bitur vókvi kemst í legið hættir barnið að kyngja ef vökvinn er sætur kyngir barnið tvöfalt meiru magni.  Barnið getur einnig fengið hiksta um þetta leiti.  Barnið byrjar að bregðast við sjónrænu áreiti og notar hendur sínar til að verja augun fyrir sterku ljósi utan móðurkvið.  Barnið er farið að hreyfa sig talsvert og hefur nú meira pláss en áður í kviðum.  Algengt er að mæður finni vel fyrir hreyfingum þegar hingað er komið ( ekki fundið fyrir hreyfingum enn þá).  Þyngd barnsins er 160 grömm og stærð 17.5 cm.

Þar hafið þið það að sinni blogga aftur á föstudaginn

ciao bella  ErlaKoss

 

 

 

 

 

 

 


Allt að gerast

Ný vinna hjá Davíð,  við erum að festa kaup á íbúð í Kópavogi og 16. vikur það er allt að gerast hjá okkur ég mun blogga úr mér augun á morgun um allt þetta Hlæjandi

 RÍFANDI hamingja hjá okkur farvel Erla 


15. vikur

fyrsta_teppi_mitt_sem_mamma_er_a_hekla.jpg

Þá eruð það komnar 15.vikur og 5. vikur þangað til næsta sónar ég hefði nú ekkert á móti því að það

væru bara 5 dagar  Þögull sem gröfin.  En hér hefur allt verið rólegt sumarið að byrja ohh hva það er næææsss en kannski það leiðinlega er ég hef heyrt að það sé ekkert sniðugt að vera mikið í sólbaði þegar maður er óléttur ekki nema setja handklæði yfir bumbuna.   Ææææ ég veit það ekki þó það myndi nú ekki sjást þá þætti mér það ekki kúl að vera eins og einhver sebrahestur þannig að mig langar að prufa að fara í spray tan það er spurning um að splæsa á sig soleiðis eða hvað!!!!  Þetta er ekki eins dýrt og ég hélt en svo er spurning hvað þetta endist.  

Svona ykkur til fróðleiks ætla ég að fara að setja tengla inn á síðuna,  tengla inn á alls konar blogg og ýmsar skemmtilegar heimsíður og einnig ætla ég að hlaða inn allskonar uppskriftum meðal annar uppskrift af besta kartöflu rétt eða gratín (veit ekki hvort ég get kallað) í HEIMINUM eða þessum frægar sætkartöflurétti sem var í fermingunni hjá litla bróðir mínum.  Ég þarf einnig að fara tæma úr minni myndavél inn á síðuna því á henni er myndir síðan úr Danmerkurferðinni í nóvember afmælisferðinni sjálfri sem var sú ein GEGGJAÐASTA    og varð líka til þess að ég er ástfangin af Köben.

OHHH að hugsa sér jú þetta er nú "stórborg" miðað við Ísland en þeir hafa svo margt t.d. metróið er mesta snild í heimi eitt stykki svoleiðis á Ísland TAKK.  Þetta er lestarkerfi sem gengur um alla köben alla nóttina  þú kaupir þér klippi kort sem kostar skíð og ingen og ferð framm og til baka á no time,  sumir kjósa líka að borga ekki fyrir að fara með lestinni en þú getur verði gripinn því það eru komnir verðir sem fara á milli lesta og athuga svo minnir mig að það lengsta sem við biðum voru tjah 3-5 mín halló ef þú missir af strætó þá þarftu að bíða í 20mín svo held ég að fargjaldið í strætó sé næstum janf dýrt og eitt skipti í metróinu.  Svo er það gatan sem allir þekkja Strikið ég ætla nú ekki að byrja á því ég hefði getað grenjað þegar ég steig fæti á það þegar við komum til köben hvaða Íslendingur gæti ekki orðið gjaldþrota á Strikinu ég meina 3 H&M en engin eins og það er bara dropi í hafið. 

En ég verð að segja ykkur frá búðini sem ég vogaði mér að fara inn í Louis Vutton,  ég er notla töskufrík og þarna varð ég bara ástfanginn aftur þetta var GEGGJAÐ ég þorði ekki að spyrja havð töskurnar kostuðu en ég gerði smá internet rannsókn á því síðar og komst að því að ég á ALDREI eftir að eignast ekta svona tösku það næsta sem ég kemst er að kaupa eftirlíkingu.   Við erum að tala um að það þarf að snarhækka yfirdrátt eða taka skuldabréfalán til að eignast svona grip HALELÚJA.

www.louisvuitton.com

jæja meira um ferðina síðar.

Ég ákvað í dag í vinnuni að fara út í göngutúr um bæin ég nennti ekki að hanga inni og tík vinnufélaga minn með mér og við fórum að tala um ófrískar konur ég semsagt var að segja honum það að nú þegar ég er sjálf ólétt að þá kviknar á svona radar hvert sem þú lítur að þá sérðu bara óléttubumbur.  Hann svona jájá æ ég skil það nú ekki mér finnst þetta vera meira tíska,  ha tíska ,  já vera með bumbuna út í loftið og sína hana svona mikið gera hana sem sagt meiri áberandi.

Þá fór ég að hugsa í den þegar mamma mín var ólétt af mér þá höfðu konur svo sem ekkert val um annað en að fela bumbuna það var bara  gengið í tjöldumBrosandi ég meina þær löbbuðu ekkert inn í fatabúð sem sérhæfði sig í meðgöngu fatnaði en núna er úrvalið orði tíu sinnum meira og það er farin að skapast tíska í kring um þau föt hvort sem hún er glennuleg fyrir bumbuna eða ekki þá er hún til staðar.

Ég held ég sé að segja satt þegar ég segji að TvöLíf séu 1 árs og það var núna á þessu ári sem Vera Moda og Topshop byrjuðu að flytja inn meðgöngufatnað fyrr má nú aldeilis vera og það þýðir ekkert að bölva þið "eldri" mæður svona er nú þróunin hæg.

 Hér er fróðleikur um barn á 15.viku

Nú byrjar barnið að heyra. Vökvinn sem umlykur barnið gerir það að verkur að hljóð berast auðveldlega að eyrum barnsins.HlæjandiBarnið heyrir í hjarta móðirinnar, maga og rödd.  Hljóð utan frá heyrist einnig að einhverju marki.  Hins vegar er heilinn ekki nógu þroskaður til að greina og meta hljóðin eðlilega.  Fyrsta hárið kemur venjulega á þessum tíma og ljósar augabrúnir myndast. Mjög ljós laga hár  myndast og gerir barninu kleift að halda jöfnum líkamshita.  Í flestum tilvikum er þetta laga hár  horfið þegar kemur að fæðingu.  Barnið er  nú 16 cm langt og 135gr að þyngd.

 Ef það heyrir í hjartanu mínu að þá veit það nú þegar alla ástina og umhyggjuna sem það á von á þegar það kemur í heiminn.

Jæja þetta verður ekki lengra að sinni en meðfylgjandi mynd er af tappi sem ég er byrjuð að hekla fyrir barnið sem verðu fyrsta teppið hennar eða hans nemma það verður ekki sömu litir og er á myndini það verðu hvítur, baby gulur, baby græn, baby fjólublár.

 

Au revoir Erla 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


14.vikur

myndir_038.jpg

Jæja þá er ég komin 14. vikur á leið ég og Davíð fórum saman í fyrstu mæðraskoðun í dag og kom allt svona líka vel út.  Við fengum að heyra hjartsláttinn en hann var sterkur og góður og slær núna tvöfalt hraðar en minn.  Ég hef verið heilsuhraust en þó farin að finna fyrir að orkan hjá mér er farin að minnka en þó ekki óeðlilega en í þeirri merkingu að loksins sé maður farinn að sofa á skikkanlegum tíma á kvöldinKoss

Síðan var ég að fá grænt ljós á það að 1. Júní verð ég færð í vinnunni frá veitingastaðnum yfir í lobbýið, ég ákvað semsagt að  óska eftir þessum flutningi þar sem líkamlegt álag á veitingastaðnum verður mikið þegar bumban fer að standa út í loftið og þá sleppi ég líka við þessi löngu vinnukvöld tala nú ekki um reynsluna sem mun bætast við mig.

 

Ég og Davíð fórum í heimsókn til vinar hans í gær kvöldi sem er nýbakaður pabbi oh þetta var rosa kjút hamingjan sem var þarnaBrosandi Hann tók upp hluta af fæðingunni á video cameru og síndi okkur en mínus klobbamyndir æji þið vitið hausinn koma út og það,  en það sem ég sá var SVO dúlló það var semsagt vinur hans HÁGRENJANDIGráta að rembast við að klippa naflastrenginn þessa stóri töffarastrákur.

Hann kom líka með mjög góðan punkt hann sagði að það væri ekkert sem gæti undirbúið mann undir þessa lífsreynslu sem ég held að sé doldið mikið satt sérstaklega ef þetta er fyrtsa barn.

Ég get ekki ímyndað mér tilfininguna þegar móðir og faðir eru búin að horfa,finna og sjá líf eða barnið sitt þroskast í 9 mánuði og síðan einn daginn er manni "rétt" það í hendurnar það hlýtur að vera MAGNAÐ.

Hér smá um þroska barns á 14.viku 

 Næstu 3 mánuði mun barnið vaxa og vaxa.  Flest kerfi líkamans eru nú komin í gang og þurfa nú aðein að þroskast og stækka.  Líffæri eru einnig orðin þroskuð á þessum tíma .

Hjartsláttur barsins er nú tvöfaldur á við þinn. Hendurnar halda nú áfram á þroskast og getur nú barnið beygt fingur og krept hnefann.  Í þessari viku tvöfaldar barnið stærð sína.  Barnið er nú 14cm langt og 110gr.

 

Þar hafið þið það annars er allt gott að frétta lítið en allt gott það eru búnar að vera smá hormónasveiflur í skapinu en allt að klárast eða allavega fara í lægð og svo það sé á hreina Davið á skilið Nóbelsverlaun fyrir að umbera sveiflurnar heheheheSaklaus

Annars er lítið en gott að frétta af okkur við fórum út að borða um daginn á Caruso mmmm nammi við fórum og ætluðum bara að fá okkur desert en sáum svo girnilegt salat og JEREMÍAS hvað það var gott einfalt en gott í því var eitthvað grænt salat sem ég man ekki hvað heitir og kjúllabitar, furuhnetur og himnesk sinnepsdressing.

Síðan var komið að desertnum ég fékk krapís sem var góður svo sem einfalt en þó góður en Davíð pantaði sér epla köku og þar hélt himnasælan áfram sko mér finnst eplakökur ekki góðar út af eplabitunum en þessi var með svona hálfgerðumauk hlaupi jahérna hér.

Ég mæli allaveg með þessu ef ykkur langar að gera eitthvað rómó með ykkar maka skellið ykkur út farið á einhvern veitingastað þarf ekki að vera 5stjörnu frekar en eitthvað annað skellið ykkur á sitthvorn desertinn eða einn og deilið tvo kaffi eða eitthvað, þetta þarf ekki kostað en getur verið rómó og special stund.

 

Jæja lengra verður það ekki í bili ég vil minna ykkur á að það er ekki bannað að skrifa í athugasemdir ef þið hafið eitthvað að segja og heldur ekki bannað að kvitta í gestabókina hafið þið ekki gert það,  annars vil ég þakka fyrir hlíjar kveðjur sem þegar eru komnar í gestabókina.

Síðan ætla ég að fara að byrja að taka bumbumyndir og fyrsta ætti að birtast hér fyrir ofan og fleiri seinna  endilega kíkiði líka í mynda almbúmið því ég reyni að setja allsskonar myndir inn á næstuni.

 

Verið hress ekkert stress, bless blessSvalur

 

 

 

 


Litla baunin

picture_024.jpg

Jæja þið verðið að afsaka þessa byrjunarörðuleika hjá mér en núna er allt komið í lag þökk sé Davíð.

Fyrir c.a. 7 vikum komst ég að því að það væri lítil baun inn í mér  sem ætti eftir að stækka og verða barnið okkar Davíðs,  spenningurinn var og er alveg rosalegur  mammma og pabbi að verða amma og afi enda viðeigandi þar sem pabbi er orðin svo andskotið gráhærðurBrosandi

Síðan tók biðin við,  biðin eftir fyrsta sónar og loksins rann hún upp,  24.apríl fengum við að sjá baunina sem var orðin að barni.

þá á sama tíma fórum við í hnakkaþykkta mælingu sem er frekar nýtt hér.  Það má segja að þetta sé skoðun á fóstrinu,  það er til dæmis vera að athuga hvort það gæti verið með Downs einkenni og fleira.Við komum mjög vel út úr skoðuninni.

 Ég hef verið mjög heppin ég hef alveg sloppið við eitt af því leiðinlegasta sem getur fylgt þessu ógleði ohhh ég er mjög fegin.  Ég hef þó fengið örfáa þreytudaga  en það er bara smátteríKoss

Síðan 15.júní fáum við að vita hvort kynið það er. JÁ við ætlum að opna pakkann við  höfum ákveðið það í sameiningu að opna pakkan ætli það sé ekki undir ykkur komið hvort þið viljið vita líka eða ekki.

 Hér er smá fróðleikur um þroska barnsins á 13. viku.

 Barn: Mismunandi líffæri halda áfram að stækka

raddböndin eru við það að þroskast, andlitið líkist æ meiri manneskju með hverjum deginum sem líður og eyrun færast nær eðlilegri stöðu á höfðin.  Augun færast líka nær hvor öðru.

 Innsúlín og gall fer að myndast í viðkomandi líffærum hjá barninu.

Það er líka komin dagsettning á fæðinguna 31. október en ath hún gæti breyst 15. júní

Þar hafið þið það,  annars höfum við  það bara gott við erum að fara að passa hjá mömmu og pabba um helgina þau eru að fara til Ísafjarðar þannig að það verður stuð í Lindasmára 5.

 endilega verið dugleg að skrifa í athugasemdir.

Ég kveð að sinni Svalur

 

 


Jæja þá er þetta að komast í gang: )

Þetta er nýja blog síðan hjá mér, Davíð og bumbubúans þessi síða gerir ykkur kleift að fylgjast með okkur og minni meðgöngu.   Við munum reyna að vera dugleg að bloga og setja myndir inn á síðuna.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skipti.

Kveðja Erla 


Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

270 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 104809

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband