15. vikur

fyrsta_teppi_mitt_sem_mamma_er_a_hekla.jpg

Þá eruð það komnar 15.vikur og 5. vikur þangað til næsta sónar ég hefði nú ekkert á móti því að það

væru bara 5 dagar  Þögull sem gröfin.  En hér hefur allt verið rólegt sumarið að byrja ohh hva það er næææsss en kannski það leiðinlega er ég hef heyrt að það sé ekkert sniðugt að vera mikið í sólbaði þegar maður er óléttur ekki nema setja handklæði yfir bumbuna.   Ææææ ég veit það ekki þó það myndi nú ekki sjást þá þætti mér það ekki kúl að vera eins og einhver sebrahestur þannig að mig langar að prufa að fara í spray tan það er spurning um að splæsa á sig soleiðis eða hvað!!!!  Þetta er ekki eins dýrt og ég hélt en svo er spurning hvað þetta endist.  

Svona ykkur til fróðleiks ætla ég að fara að setja tengla inn á síðuna,  tengla inn á alls konar blogg og ýmsar skemmtilegar heimsíður og einnig ætla ég að hlaða inn allskonar uppskriftum meðal annar uppskrift af besta kartöflu rétt eða gratín (veit ekki hvort ég get kallað) í HEIMINUM eða þessum frægar sætkartöflurétti sem var í fermingunni hjá litla bróðir mínum.  Ég þarf einnig að fara tæma úr minni myndavél inn á síðuna því á henni er myndir síðan úr Danmerkurferðinni í nóvember afmælisferðinni sjálfri sem var sú ein GEGGJAÐASTA    og varð líka til þess að ég er ástfangin af Köben.

OHHH að hugsa sér jú þetta er nú "stórborg" miðað við Ísland en þeir hafa svo margt t.d. metróið er mesta snild í heimi eitt stykki svoleiðis á Ísland TAKK.  Þetta er lestarkerfi sem gengur um alla köben alla nóttina  þú kaupir þér klippi kort sem kostar skíð og ingen og ferð framm og til baka á no time,  sumir kjósa líka að borga ekki fyrir að fara með lestinni en þú getur verði gripinn því það eru komnir verðir sem fara á milli lesta og athuga svo minnir mig að það lengsta sem við biðum voru tjah 3-5 mín halló ef þú missir af strætó þá þarftu að bíða í 20mín svo held ég að fargjaldið í strætó sé næstum janf dýrt og eitt skipti í metróinu.  Svo er það gatan sem allir þekkja Strikið ég ætla nú ekki að byrja á því ég hefði getað grenjað þegar ég steig fæti á það þegar við komum til köben hvaða Íslendingur gæti ekki orðið gjaldþrota á Strikinu ég meina 3 H&M en engin eins og það er bara dropi í hafið. 

En ég verð að segja ykkur frá búðini sem ég vogaði mér að fara inn í Louis Vutton,  ég er notla töskufrík og þarna varð ég bara ástfanginn aftur þetta var GEGGJAÐ ég þorði ekki að spyrja havð töskurnar kostuðu en ég gerði smá internet rannsókn á því síðar og komst að því að ég á ALDREI eftir að eignast ekta svona tösku það næsta sem ég kemst er að kaupa eftirlíkingu.   Við erum að tala um að það þarf að snarhækka yfirdrátt eða taka skuldabréfalán til að eignast svona grip HALELÚJA.

www.louisvuitton.com

jæja meira um ferðina síðar.

Ég ákvað í dag í vinnuni að fara út í göngutúr um bæin ég nennti ekki að hanga inni og tík vinnufélaga minn með mér og við fórum að tala um ófrískar konur ég semsagt var að segja honum það að nú þegar ég er sjálf ólétt að þá kviknar á svona radar hvert sem þú lítur að þá sérðu bara óléttubumbur.  Hann svona jájá æ ég skil það nú ekki mér finnst þetta vera meira tíska,  ha tíska ,  já vera með bumbuna út í loftið og sína hana svona mikið gera hana sem sagt meiri áberandi.

Þá fór ég að hugsa í den þegar mamma mín var ólétt af mér þá höfðu konur svo sem ekkert val um annað en að fela bumbuna það var bara  gengið í tjöldumBrosandi ég meina þær löbbuðu ekkert inn í fatabúð sem sérhæfði sig í meðgöngu fatnaði en núna er úrvalið orði tíu sinnum meira og það er farin að skapast tíska í kring um þau föt hvort sem hún er glennuleg fyrir bumbuna eða ekki þá er hún til staðar.

Ég held ég sé að segja satt þegar ég segji að TvöLíf séu 1 árs og það var núna á þessu ári sem Vera Moda og Topshop byrjuðu að flytja inn meðgöngufatnað fyrr má nú aldeilis vera og það þýðir ekkert að bölva þið "eldri" mæður svona er nú þróunin hæg.

 Hér er fróðleikur um barn á 15.viku

Nú byrjar barnið að heyra. Vökvinn sem umlykur barnið gerir það að verkur að hljóð berast auðveldlega að eyrum barnsins.HlæjandiBarnið heyrir í hjarta móðirinnar, maga og rödd.  Hljóð utan frá heyrist einnig að einhverju marki.  Hins vegar er heilinn ekki nógu þroskaður til að greina og meta hljóðin eðlilega.  Fyrsta hárið kemur venjulega á þessum tíma og ljósar augabrúnir myndast. Mjög ljós laga hár  myndast og gerir barninu kleift að halda jöfnum líkamshita.  Í flestum tilvikum er þetta laga hár  horfið þegar kemur að fæðingu.  Barnið er  nú 16 cm langt og 135gr að þyngd.

 Ef það heyrir í hjartanu mínu að þá veit það nú þegar alla ástina og umhyggjuna sem það á von á þegar það kemur í heiminn.

Jæja þetta verður ekki lengra að sinni en meðfylgjandi mynd er af tappi sem ég er byrjuð að hekla fyrir barnið sem verðu fyrsta teppið hennar eða hans nemma það verður ekki sömu litir og er á myndini það verðu hvítur, baby gulur, baby græn, baby fjólublár.

 

Au revoir Erla 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

240 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 104853

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband