Litla baunin

picture_024.jpg

Jæja þið verðið að afsaka þessa byrjunarörðuleika hjá mér en núna er allt komið í lag þökk sé Davíð.

Fyrir c.a. 7 vikum komst ég að því að það væri lítil baun inn í mér  sem ætti eftir að stækka og verða barnið okkar Davíðs,  spenningurinn var og er alveg rosalegur  mammma og pabbi að verða amma og afi enda viðeigandi þar sem pabbi er orðin svo andskotið gráhærðurBrosandi

Síðan tók biðin við,  biðin eftir fyrsta sónar og loksins rann hún upp,  24.apríl fengum við að sjá baunina sem var orðin að barni.

þá á sama tíma fórum við í hnakkaþykkta mælingu sem er frekar nýtt hér.  Það má segja að þetta sé skoðun á fóstrinu,  það er til dæmis vera að athuga hvort það gæti verið með Downs einkenni og fleira.Við komum mjög vel út úr skoðuninni.

 Ég hef verið mjög heppin ég hef alveg sloppið við eitt af því leiðinlegasta sem getur fylgt þessu ógleði ohhh ég er mjög fegin.  Ég hef þó fengið örfáa þreytudaga  en það er bara smátteríKoss

Síðan 15.júní fáum við að vita hvort kynið það er. JÁ við ætlum að opna pakkann við  höfum ákveðið það í sameiningu að opna pakkan ætli það sé ekki undir ykkur komið hvort þið viljið vita líka eða ekki.

 Hér er smá fróðleikur um þroska barnsins á 13. viku.

 Barn: Mismunandi líffæri halda áfram að stækka

raddböndin eru við það að þroskast, andlitið líkist æ meiri manneskju með hverjum deginum sem líður og eyrun færast nær eðlilegri stöðu á höfðin.  Augun færast líka nær hvor öðru.

 Innsúlín og gall fer að myndast í viðkomandi líffærum hjá barninu.

Það er líka komin dagsettning á fæðinguna 31. október en ath hún gæti breyst 15. júní

Þar hafið þið það,  annars höfum við  það bara gott við erum að fara að passa hjá mömmu og pabba um helgina þau eru að fara til Ísafjarðar þannig að það verður stuð í Lindasmára 5.

 endilega verið dugleg að skrifa í athugasemdir.

Ég kveð að sinni Svalur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

239 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband