Nýjar myndir í Nýju albúmi.

Þá er komið nýtt albúm sem heitir mar-apríl ég er búin að skella inn myndum þar.

Af okkur er allt gott að frétta, Emma situr orðið aðlveg og næstum því skríður það vantar ekki mikið upp á. Hún er að taka sína fyrstu tönn og það virðist ekki hafa mikil áhrif á hana annað það að henni klæjar í góminn. Tönnin er frammtönn í neðri góm. Hún er að þroskast mikið og nú er hennar persónuleiki að koma meiri framm. Emma fór í ungbarnaeftirlit um daginn og því miður kom í ljós að hún hafði ekki þyngst nóg frá síðustu skoðun, en það líðu tveir mánuðir á milli skoðana og hún hafði ekki þyngst um nema 250 gr sem er alveg í það minnsta.  Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Þetta er samt soldið skondið því að hún er farin að borða oft á dag og bara flest allan mat þá meina ég mannamat ekki krukkumat. En við tökum smá rispu á hana og gefum henni  smá rjóma út á skyrið sitt, brauð með lifrakæfu og það er bara hið besta mál.

Jóhann Otti er sprækur að vanda hann er farinn að syngja alveg heilann helling og það þykir afa Nonna ekki leiðinlegt þar sem að þeoir hafa einstaklega gaman af því að raula lög saman. Við fórum í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólanum um daginn og hann fékk mjög góðar umsagnir hjá fóstrunum og bara allt til fyrirmyndar. Það var þó sérstalega talað um hvað hann hefði breyst til hins góðs eftir að hann fékk gleraugun sem er bara frábaært.

Svo fer að líða að páskum og það er svo sem ekkert sérstakt á prjónunum annað en að elda kannski góðan mat hérna heima og hvort sem það verður á páskadag eða ekki kemur í ljós en núna ætlum við að reyna að halda upp á hátiðarnar sjálf sem fjölskylda eins og t.d. næstu jól verðum við heima hjá okkur og eldum sjálf.Svona breytast tímarnir og hefðir sem er bara flott og gaman að upplíifa eitthvað nýt eins og t.d. síðustu áramót á Akureyri. 

Jæja reyni að vera duglegri að skella inn myndum og fréttum.

Erla og co.

DSC03436DSC03445


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband