FRÉTTIR

Jæja þá er komið í ljós það sem allir hafa beðið eftir. Við fórum með Jotta til augnlæknis í dag og eins og vitað var að þá þarf hann að fá gleraugu. Hann er fjarsýnn og hægri augasteinninn rennur inn í áttina að nefinu. Það spurja sig kannski margir núna afhverju hann fær ekki lepp en jú augnlæknirinn sagði að það þyrfti helst að sjónmæla hann til þess að átta sig betur á þörfinni fyrir lepp og það væri bara alger óþarfi að pína hnn með því að láta á hann lepp eins og staðan er núna.  Augasteinninnn rennur inn því að hann sér ekki hlutina í fókus og reynir því að fókusa á hutinn en þegar hann fær gleraugu þá sér hann allt í fókus og þá reynir hann ekki eins mikið á augun. Hann er með 3 í styrk á hægra auga og 2 á vinstri.

Næsta mál á dagskrá er að fara að skoða að kaupa gleraugu og ef satt skal segja þá leyfi ég mér alveg að vera bjartsýn á það að hann muni ekki lýta á þau sem einhver aðskotahlut þetta verður jú samt eitthvað sem hann þarf að venjast en svo hjálpar til að það eru margir í kringum hann með gleraugu. Annars er þessi elska alveg rosalega hress.

Emma fór í ungbarnaeftirlit í síðustu viku og fék alveg toppeinkun hún er orðin 7 kíló og 68 cm. Núna er hún farin að fá tvær máltíðir á dag, ég er sem sagt búin að bæta inn hádeigismat að ráðlegginu hjúkrunarfræðingsins því að hún var orðin latari og latari við að drekka mjólk yfir daginn, hún sgaði reyndar að það mætti prófa að gefa henni smá kjöt og bara mauka það vel. Emma Guðrún  er annars rosalega dugleg að borða. Annars er það sem heitir að gefa börnum að borða í dag enginn hægðarleikur eða þannig.Börn eiga hálfpartinn að lifa á fljótandi fyrsta aldursárið. Áherslur hafa breyst á milli ára t.d. á að reyna að forðast kúamjólk fyrsta árið sem ég er reyndar sjálf pínu hlynt en svo á ekki að gefa þeim fisk fyrsta árið sem mér finnst svooo mikið bull það er verið að segja að fiskur geti verið svo mikill ofnæmisvaldur það má vel vera að svo sé í einhverjum tilfellum en það var nú ekki Þannig í "gamla daga" þá var bara gefið að borða það sem var til og ekki hafa uppkomnar kynslóðir haft meint af. 

En jæja nú ætla ég að fara kenna mömmu á Facebook hún er nefninlega svo hipp og kúl.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

54 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband