Fréttir

Jæja þá er komin tími á smá fréttir.

Það nýjasta nýtt er það að það eru 99% líkur á að Jóhann Otti verði komin með gleraugu í lok jan byrjun feb. Fyrir nokkrum vikum þá byrjaði hægra augað hans að renna inn í áttina að nefinu, ókei þá byrjaði lítið og saklaust og við héldum að þetta væri jafnvel tengt þreytu. Svo var ekki því að þetta versnaði dag frá degi og var og er viðloðandi allann daginn og stundum fara bæði augun í kross. Ég ákvað að hringja í augnlækninn minn sem við familían erum búin að vera hjá í yfir 20 ár og það fyndna við það er að hann er enginn ellismellur.  Ég ákvað að tala við hann af því að hann þekkir alveg fjölskyldusöguna hvað varðar augnvandmál og mína sögu sem skiptir máli þegar það kemur að Jotta því að það lyggur augum uppi að það sem er að honum er algerlega komið frá mér.

Ég reiknaði með því að hann myndi segja að hann ætti að vera með lepp en hann sagði  að það væru nú endilega ekki svarið eða lausnin. Hann vildi meina að hann væri fjarsýnn eins og ég sem þýðir að ég sé illa það sem er langt í burtu en betur þegar það er mjög nálægt mér.  Augnlæknirinn telur að hann þurfi gleraugu sem munu þá hjálpa hægri augasteininum að vera meira á réttum stað. Maður hugsar bara jjee right hvernig eiga gleraugu að tolla á honum, ég miena þetta er bara verkefni sem við þurfum öll að vinna í svo er það nú oft að þetta mun kannski verða léttara en maður heldur þar sem að gleraugun munu hjálpa honum helling og munu örugglega láta honum líða betur.

Emma er annars bara hress hún rúllar sé núna alveg eins og henni væri borgað fyrir það þannig að nú fara hlutirnir að gerast hjá henni. Þegar hún er búin að æfa sig helling yfir jólin þá verður hún farin að sitja í janúar. Svo er skvísan að verða krúttlega pattaraleg, hún er allavega með smá undirhöku, bollukinnar og sæt læri og ég er að fýla það. Ég á svo von á sérprjónuðum eldrauðum jólakjól sem vinkona hennar mömmu var svo góð að taka að sér að prjóna og gavuð hvað mér hlakkar til að sjá hann ég er að segja ykkur hún verður flottust.

Svo er að styttast í jólin og ég verð að segja að mér hlakkar óendalega mikið til tala nú ekki um þar sem að Jotta mun hafa meira vit á pökkunum en hann hafði í fyrra og Það verður athyglisvert að sjá hvernig hann á eftir að bregðast við. En við ætlum samt að geyma einhverja pakka hérna heima og jafnvel opna kannski einhverja á jóladgsmorgun, maður sér til allavega.  Nú eru þau tvö sem þýðir tvöfallt fleiri pakkar og ég man bara í fyrra og í hitti fyrra þá þurfti Davíð að fara sér ferð heim með pakka áður en við fórum heim hehe.Jólin munu samt sem áður snúast bara um að hafa það gott og hugsa jákvætt. 

Jæja er farin að kúra núna.

Kveðja Erla og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

54 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband