17. Vikur

addidas-sk.gif

Jæj þá er það 17. vika sem er  að byrja þetta fer að líða hraðar og hraðar og heilsan er góð. Það er annríkur ménuður að byrja 3 giftingar,  1 sónar,  1 mæðraskoðun, 1 lýðveldisdagur, 1 afmæli o.fl já það verður nó að gera.

Þessi engill sem vex í mallanum mínum hefur lítið sem ekkert haft fyrir sér heilsan hjá mér hefur verið 99,9% síðan ég komst að þessu að undanskildu ég fæ stundum hausverki en ljósan sagði að ég ætti að vera duglegri við að drekka djús, vatn og borða ávexti milli mála því það væri lítill einstaklingur að taka mikið af efnum sem ég fæ úr matnum til sín og hausverkirni stöfuðu af því að mig vatnaði þessi efni skondið hah.

Bumban mín er ennþá voða nett þannig þið fáið ekkert bumbumynd fyr en á 19. eða 20. viku ég ætla ekkert að strippa neitt að óþörfu.Ullandi

 Nú eru stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að hringja í mann á hverjum degi liggu við allt fyrir atkvæðið oohhhh þetta fer í pirrurnar það eru 2 ár síðan ég fékk kosningar rétt og það er verið að þröngva upp á mann að manni er hollast að kjósa þennan stjórnmálaflokk en ekki hinn þið þessi ætlar að gera allt fyrir mann.

Æji prump ég er ekki þessi týpa sem pælir mikið í þessu en ég vil bara fá að velja í friði hvort ég ætla að taka pólitíkska afstöðu eða ekki. 

Update á íbúðarmálum við erum að fara gera kaupsamning á morgun jeij.

Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka þeim sem eru duglegir að kíkja á síðuna mína það er mér mikils virði að vita að ykkur langi að fylgast með þróun mála hjá bumbubúanum okkarBrosandi

Hér er fróðleikur um barn á 17. viku 

Húð barnsins þroskast frekar en er ennþá frekar gegnsæ.  Dúnmjúkt lag hára tekur að þekja líkama barsins og gegnir því hlutverki að vernda húðina í vexti sínum. Kynfæri barnsins hafa nú þroskast nægilega mikið svo hægt sé að sjá í skanna hvers kyns barnið er(úúúúhhh spennó). Barnið hér er 19 cm langt og 200 gr 

Ég ætla ekki að hafa það lengra í bili ég er með ritstíflu en reyni að bloga næsta laugd eða sunnud,

ég vil líka benda ykkur á að í næstu viku (18) fara margir skemmtilegir hlutir að gerast í þroska barnsins og ég vildi láta ykkur vita ég er ekki enn farinn að finna fyrir hreyfingu sem er ekkert óeðlilegt en ég mun láta ykkur vita um leið og það gerist.

 Myndin sem ég læt fylgja með er mynd af skóm sem Davíð langar að babyið eignast annað hvort bleika eða bláa hann er svo mikið merkjafreak hehehe.

Adios amigos Erla 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Júlía Jónsdóttir

Ég má alveg vera merkjafrík

Erla Júlía Jónsdóttir, 24.5.2006 kl. 12:40

2 Smámynd: Erla Júlía Jónsdóttir

þetta er Davíð

Erla Júlía Jónsdóttir, 24.5.2006 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

223 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104898

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband