Fréttir

Jæja þá er komin tími á smá update. Við erum öll hress ný komin úr sumarfríi nem krakkarnir, já þið heyrðuð rétt við erum byrjuð að vinna en börnin ekki farin í sína "vinnu". Leiksólinn byrjar ekki fyrr en í næstu viku og dagmamman í þar næstu. Það vill þannig til ég ég á yndislega foreldra og  tengdaforeldra sem eru já við skulum segja í fríi og þau eru með litlu gullin okkar, mér finnst ég vera afskaplega heppin að eiga svona góða að sem geta bjargað manni á ótrúlegustu tímum. Lov you.

Það var fínnt að byrja vinna aftur komast í smá rútínu og reglu. Annars er það að frétta að Jóhann Otti er að fara í háls og nefkirtlatöku núna 28.ágúst því við fórum til læknis með hann því mig var farið að grúna þetta (móðureðlið ;) og það reyndist rétt að hann er með of stóra hálskirtla. Læknirinn sagði þó að hann mundi taka nefkirtla í leiðinni því það væri orðin hálfgerð regla. Ég er rosalega spennt fyrir þessari aðgerð því hann er orðin frekar erfiður á að borða og skýringin er sennilega of stórir hálskirtlar. þessi aðgerð mún sennilag hjálpa honum að hóstin sem hann er vanur að fá annaðslagið verði kannki ekki alltaf svo ljótur.

Emma er hress og er alger púkí,eiginlega meira en bróðir hennar. Hún fattaði það um dagin að hún getur klifrað upp í sófa og hlaupa um í honum án þess að gera sér grein fyrir hættunni. Svo finnst henni ægilega gaman þegar við sitjum við matarborð að lyfta annari löpp upp á borð, það eina leiðinlega er að þá fer bróðir hennar strax að apa eftir henni, en að sjálfsögðu bönnum við þeim bæði að gera þetta.

Annar vorum við að koma úr bústað núna um daginn, viku dvöl. Það var yndislegt frí í alla staði. Fyrstu helgina sem var verslunarmannahelgin þá voru vinir hans Davíðs hjá okkur svo komu mama, pabbi og árni á afmælisdeginum hans pabba 3.ágúst. Þau voru hjá okkur til föstudags þegar við öll fórum heim. En á meðan dvöl þeirra stó þá keyrðum við saman allt snæfellsnesið og stoppuðum á mörgum stöðum, fórum í sund í Borgarnesi og á Hvanneyri. Við komum allavega öll sátt eftir sumarfríið og ástfangari en áður :Þ

Þeir sem eru með davíð á facebook geta séð myndir úr sumarbústaður, en annars ætla ég að reyna skella inn myndum fljótlega.

Knús í bíli...erla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

241 dagur til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 104847

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband