20.5.2009 | 20:46
NÝJAR FRÉTTIR,NÝJAR FRÉTTIR, NÝJAR FRÉTTIR, NÝJAR FRÉTTIR..............
Það er margt búið að gera síðan síðast. Jotti fór í fyrsta skipti í til tannlæknis eða réttara sagt tannlæknanema. Það hefur verið í boðið nokkra laugardaga upp í tanngarði sem er kennsluálma fyrir tannlæknanema. Þeir hafa undir leiðsögn tannlækna verið að bjóða upp á ókeypis þjónustu fyrir börn 2-18 ára. Við ákváðum að nýta okkur þetta þar sem að Jotti hefur aldrei farið til tannlæknis. Við mættum og biðum í 1 1/2 klst og svo fórum við inn og þar skoðaði kona hann og Jotti var nú frekar smeykur en leyfði henni með smá klækjum að skoða upp í hann og vitir menn það var ALLT alveg 100%. Þetta var nú mikið gleðiefni fyrir foreldrana. En það vorum mjög margir sem þurftu á þessari þjónustu að halda. Þetta framlag er mjög flott og ég er afar þakkláta fyrir það.
Jóhann Otti ern annars búin að vera með ljótan hósta undanfarna daga sem er ekki gott því að þá má svo lítið á bera að þá er hann bara slæmur af hósta og verður slappur líka. En okkur finnst þetta vera skána og við erum bara dugleg að púst hann og leikskólinn. Hann er búin að vera kynnast stelpu sem býr í sömu húsa lengju og við og hún heitir Laufey Brá og er fædd í desember sama ár og Jóhann og þeim er að koma saman bara vel sem er æðislegt því þá kannski geta þau leikið saman í örðum hvorum garðinum, svo sakar ekki að eignast vin.
Emma Guðrún megapæja er bara yndisleg eins og alltaf. Þessi stóra skvísa verður eins árs í næsta mánuði sem er ssvvvooo spennandi mér finnst þetta svo skemmtilegur áfangi. Við höfðum hugsað okkur að ef veður leyfir að halda pulsupartý í heiðmörk en svo ef veður leyfir ekki þá erum við með plan b. Það væri samt best ef við gætum átt skemmtilegan dag í heiðmörk grillað pulsur og fengið okkur kökur og spilað fótbolta o.fl. Hún er hvorki meira né minna en komin með 8 tennur og þær eru að koma að góðum notum.Emma er ekki farin að labba enda rétt að verða 11 mánaða en hún stendur upp og labbar með eins og herforingi og það er stutt í að við getum bara leitt hana.
Við erum hress og svolítið ánægð með að Davíð hefur verið ráðinn til Egils Árnasonar aftur en þó bara í mánuð og hann verið ráðinn einn mánuð í einu næstu 6 mánuði sem er bara frábært. Mér finnst þetta tækifæri bara yndisleg. Hann byrjar sennilega á fullu næsta mánudag og þá verður vinnutími sá sami 9-18, en við erum svo heppin að Emma kemst líklega strax inn til dagmömmu sem er bara gott og hún hefði líka bara gott af því að vera ekki aðalprinsessan á heimilinu. Við sjáum hvað setur en núna er sumarið að byrja og við vorum allan síðasta laugardag og sunnudag út í garði að leika,liggja í sólbaði,moka,sparka á milli. Þegar það er gott veður þá er garðurinn alger paradís að þið trúið því varla. Við fengum alveg fullt af gestum í garðinn og það gerði þetta ennþá betra. Af einhverri ástæðu þá er myndavélin í lagi því pabbi komst með puttanna í hana og ýtti á einhverja takka og þá vara bara eins og ekkert hefði gerst sem er frábært og nú bíður fullt af myndum eftir að vera settar hér inn sem verður mmjjöögg fljótlega.
En núna ætla ég að fara kúra smá...untill next time.
Erla og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.