10.4.2009 | 13:44
Fleiri nýjar myndir í mars-apríl albúmi.....
Sæl verið þið öll sömul.
Ég hef alls ekki verið nógu dugleg hérna á síðunni að mata ykkur á fréttum eða myndum en ég ætla að taka mér tak
Emma Guðrún er búin að taka þvílíkt þroskastökk að það hálfa væri hellingur. Hún er farin að skríða og standa upp við alls kyns hluti svo er hún komin með þrjár tennur og þrjár eða fjórar aðrar á leiðinni en tanntakan virðist ekki angra hana mikið við finnum eiginlega ekkert fyrir þessu. Hún borðar orðið bara það sem er á borstólnum þar að segja allan þann mat sem við borðum nema kannski ef við fáum okkur pizzu eða e-h svoleiðis. Hún er farinn að klappa saman lófunum alveg eins og herforingi.
Jóhann Otti er bara sama músin okkar hann talar orðið mjög mikið og heldur orðið uppi samræðum. Hann er að læra helling í leikskólanum eins og t.d. litina, klæða sig í sjálfur, að klippa með skærum o.m.fl. Jóhann Otti fór út um daginn með pabba sínum og systir að hjóla og það gekk alveg ágætlega hann fattar alveg hvað á að gera við petalana en hann hjólar samt svolítið spes en það er allt í lagi. Við erum búi að fara tvær sundferðir núna með stuttu millibili og þá höfum við farið öll fjölskyldan en við höfum ekki tekið Emmu mikið með í sund því það hefur verið svo kalt en núna er veðrið að skána og þá kemur hún með. Emmu líkar mjjjööggg vel í sundi og buslar með bæði höndum og fótum alveg grimmt. Það þarf nú varla að ræða Jóhann Otta ( fiskinn) hann elskar að vera í sundi og er orðinn alveg svell aldur og það er alveg frábærar framfarir því að fyrir svona einu og hálfu ári síðan þá var hann frekar smeykur og þorði ekki að gera neitt.
Það fer vel á milli þeirra systkynana en lífið er engin smjörklípa að sjálfsögðu þegar skottan er komin á skrið og farinn að tosa í mann og vera stundum soldið fyrir þá er hún ekkert vinsæl og það er bara partur af prógramminu. Við höfum passað okkur að eiga líka bara kósí stundir með Jotta ein og t.d. um daginn þá fór Davíð á skrallið og það var bara ég og krakkarnir og Emma vara farin að sofa en ég og Jotti poppuðum og kúrðum heillengi með sæng í sófanum og hann fékk að vaka til 22:15 bara með mömmu sinni og þessar stundir eru alveg ómetanlegar.
Davíð er því miður búin að missa vinnuna það var öllum sagt upp hjá fyrirtækinu um áramótin með fyrirvara um endurráðningu í mars en því miður var það ekki hægt. Það var reynt að bjarga því en það vara bara því miður ekki hægt. En nú tökum við þetta bara mánuð fyrir mánuð. Ég og við ætlum ekki að leggjast í eitthvað volæði ég sé ekki ástæðu til þess strax en við sjáum hvað gerist þegar líða tekur á árið. Svo eru það gleði fréttir að við fengum úthlutað bústað í viku í sumar 31/7-7/8 og við tælum að sjálfsögðu að grípa það maður verður að taka sér sumarfrí og eiga fjölskyldu stundir. Sá bústaður er í munaðarnesi og hann er með potti sem skiptir höfuðmáli. Okkur hlakkar rosalega til að fara.
En jæja Emma er farinn að garga á mig hún er orðin rosalega þreytt.
Kveðja Erla og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.