3.12.2008 | 22:05
FULLT af nýjum myndum í desember albúmi og nýtt myndband.
Jæja þá er ég loksins búin að græja þetta og ég skellti bara öllu í nýtt albúm undir desember þó að hellingur hafi verið tekin í nóvember.
Svo er nýtt myndband af Emmu. Það er MÖST að hafa hljóð þegar það er horft á það.
2.12.2008 | 11:29
Fréttir
Sæl verið þið, það er nú búið að vera meiri leti í manni. Lítið búið að blogga og ekkert verið að setja myndir inn, en ég ætla nú að vera búin að setja inn myndir áður en vikan er á enda og eitt video þannig að það er bara að fylgjast með.
Héðan er bara allt gott að frétta fyrir utan það að Jóhann Otti er núna heima með hita og hálsbólgu sem hann fékk á sunnud. Hann er nú samt hress að öðru leyti. Ég ætlaði að slá í gegn hjá honum og keypti handa honum súkkulaðidagatal og svo 1.des náði ég í það og opnaði nema hvað að hann vildi ekki sjá þetta honum var eiginlega alveg sama en jæja ég reyndi þó.
Svo ætlum við að gefa honum í skóinn og það verður gaman að sjá hvernig hann bregst við því. Svo förum við að sjálfsögðu á jólaball í desember og þá verður farið á Frímúrarajólaball eins og við fórum á líka í fyrra. Það var rosa stuð í fyrra en honum leyst ekkert rosalega vel á jólasveininn og þá var hann heldur ekki farinn að labba þannig að hann gat ekki gengið í kringum jólatréð sjálfur, en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir á þessu balli.
Hún Emma er alltaf jafn mikil rúsína og hún er að þroskast alveg helling, ég var með hana í síðustu viku í ungbarna eftirliti og hjúkkunni leyst alveg rosalega vel á hana, hún hafði þyngst vel eða um sirka eitt kíló og stækkað um tæpa 4cm.
Þau systkynin fóru til ömmu Gunnu og afa Þorsteins í sína fyrstu næturpössun saman síðastliðinn laugardag og gekk það alveg eins og í sögu, þau sváfu meira segja bæði upp í hjá ömmu sinni og afa en upphaflega átti Emma að sofa í ferðarúmmi en skvísan neitaði. Þetta var víst voða kósí hjá þeim og að vanda þá sá Jotti um að vekja afa sinn annað slagið, Jotti er nefnilega oft á fleygiferð þegar hann er sofandi og á það til að dreyma alveg rosalega mikið en það er bara skondið. Á meðan þá skelltum við okkur skötuhjúin á jólahlaðborð með vinnunni hans Davíðs og við fórum á stað sem heitir Café central og er niður í bæ nema hvað að þetta er kaffihús sem launagjaldkerinn í vinunni hans á og því var bara breytt í veitingastað fyrir okkur. Þetta var alveg frábært kvöld og ég skemmti mér alveg rosalega vel og Davíð líka reyndar og það var mjög gaman að fara út bara við tvö og áhyggjulaus gagnvart börnunum.
En jæja nú ætla ég að fara og horfa á litla Kjúlla með syni mínum, en eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá koma helling af nýjum myndum og eitt myndband í vikunni so stay tuned.
Erla og co.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 22:25
Næstum því 5 mánaða skvísa..
Jæja þá er komi tími á fréttir.
Hún Emma er búin að velta sér skvísan og ég varð vitni af því en pabbi misti af því. Hún er búin að vera stækka svo hratt núna og persónuleikinn með og nýjasta nýtt er að láta heyra í sér hún er búin að komast því að það er rosalega gaman að gera það sem við köllum stundum píkuskræki, annars er hún bara róleg og góð en heldur engu aftur ef það er eitthvað að.
Hún er byrjuð í ungbarnasundi og er búin að fara í tvo tíma og í næsta tíma þá mun hún kafa í fyrsta skipti, ég er rosalega ánægð með sundið ég sé að hún nýtur sín vel og spriklar mikið með löppunum. Jóhann otti var á sama náskeiði og hún en það var soldið öðrvísi með hann, honum líkaði ágætlega en við þurftum alveg að hafa soldið fyrir því en hún virðist njóta sín mjög vel. Það eru bara sum börn sem hreinlega líkar þetta ekki, þegar við vorum með Jóhann Otta á fyrsta sundnámskeiðinu þá var eitt par með stelpu og þau þurftu að hætta á miðju námskeiði því að hún grét alla tímana og allan tímann .
Jóhann Otti er bara sama dúllan okkar, hann er svo yndislegur ég er svo ástfanginn af honum (og Emmu líka auðvitað) . Það er alltaf að bætast ný og ný orð t.d banani, kanína og svo kom SÆLL(eins og í Dagvaktinni) um daginn það var frekar skondið. Við fengum mynd úr leiksólanum þar sem að það var hópmyndataka af deildinni hans um daginn og við létum okkur ekki vanta og pöntuðu eina mynd og þetta eru nú meiri dúllurnar.
Hlaupin ganga vel hjá mér og nú reyni ég að hlaupa í 30 mín þegar ég fer út en inn á milli er ég á dansnámskeiði og ég hleyp líka alveg styttra, en þetta gengur vel.
Ég er eitthvað svo tóm núna þannig að ég ætla ekki að skrifa meira í bili.
Erla og co.
12.11.2008 | 08:03
Nóvember albúm.......NÝTT ALBÚM
það eru nokkrara myndir inn í nóvermber albúmi, ég hef verið að reyna að setja inn myndir á fullu en það hefur eitthvað gengið erfiðlega en það kemur.
12.11.2008 | 00:32
Sæll
Jæja hvað segið þið lömbin mín? Hér er allt gott að frétta, ég átti yndislegan afmælisdag á föstudaginn. Um 19 leytið þá kom familían mín og meirihluti af familíunni hans Davíðs í lasagna til okkar og það var ekkert smá kósí, ég mundi segja að þetta hafi verið fullkominn afmælisdagur og ég verð bara að segja TAKK FYRIR MIG. Á laugardagskvöldið fór ég með litla brósa á James Bond og ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér fannst hún æði, hún var soldið hröð og maður þurfti að fylgjast vel með til að fylgja sögunni. Daniel Craig sá sem leikur James Bond bara flottur úúfff það var sko ekki þurt sæti í bíósalnum, hann gæti brætt mann eins og smjörlíki í öbba.
Allavega svo ég hætti að tala um flottan karlmann, þá erum við hress það verður slatti að gera hjá okkur á næstunni en þannig er það bara stundum. Það sem er á dagskrá er jólaboð, brúðkaup, afmæli og jólahlaðborð allt á 2 vikum og svo á mamma og litli frændi minn afmæli á 26.nóv. Þannig að við sitjum ekki auðum höndum í nóvember en það er bara fjör.
Ég stend ennþá við mitt að ég ÆTLA að hlaupa 10 km í næsta maraþoni og planið er að þegar það fer að vora á næsta ári þá byrja ég að þjálfa mig á fullu. Að öðru leyti þá held ég bara mínu striki hleyp alla daga nema þriðjud og fimmtud því þá er ég á dansnámskeiði. Núna þegar ég hleyp þá hugsa ég um mig í rásmarki í maraþoninu og endamarki og það hvetur mig rosalega áfram. Ég veit að ég er að tala um maraþon sem er í ágúst á næsta ári en ég er bara svo spennt því að ég er búin að setja mér markmið sem ég er ákveðin í að reyna að ná. Ég ætla að reyna að láta veður ekki hafa áhrif á mín hlaup í vetur ég hugsa að ég fari út sama hvernig veðrið verður, ég lít á það þannig að ef það verður rok og mótvindur að það sé að vissuleiti betra því að þá er áreynslan meiri.
Það fer að líða að næstu skoðun hjá Emmu skvísu og það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út. Jotti elskar leikskólann og það er æðislegt hvað hann stendur sig vel þar og hefur þroskast og stækkað núna undan farið en hann hefur tekið smá vaxtarkipp engan rosalegan en samt smá. Hann er svo yndislegur þetta litla rassgat. Við höfum soldið rekist á það að í margmenni eins og t.d. afmælum er hann mmjjöögg snöggur að tjúnast upp og þegar mamma eða pabbi vilja að maður slaki á. Þá er minn maður ekki sáttur, ég hef soldið verið að hugsa þetta og ég verð bara að segja eins og er að hann Jóhann Otti minn hann er rosalega aktívur drengur ef hann ætlar sé að vera það og ég hef tekið eftir því að þetta eru bara utanaðkomandi áhrif hann er ekki ærsladrengur í eðli sínu. Ég hef fengið athugasemdir út af þessu og ég verð að segja eins og er að sem betur fer erum jafn misjöfn eins og við erum mörg, mér þætti verra ef barnið mitt sæti einhver staðar út í horni ein að leika sér og segði varla neitt. Almennt finnst mér eðlilegt að barn sem er ávalt til í leik er æst upp og það verður kannski smá hamagangur sé upptjúnað sama hvaða barn það er þá er að sjálfsögðu leiðinlegt að þurfa að slaka allt í einu á bara eins og það sé kveikt á rofa.
Ég fór að hugsa að þrátt fyrir kreppu og ves að þá er roslaga þakklátt fyrir það að ég er við hestaheilsu, börnin mín eru ÆÐI og líka við hestaheilsu og umfram allt er ég ástfangin af makanum mínum og börnum líka. Ég þori sko alveg að veðja það að það séu ekki margir sem geta sagt það og meint það að þau séu ástfangin. Mín kenning er sú að í auknum hraða í þjóðfélaginu séu ansi margir að gleyma að rækta samböndin sín. Ég vil meina það að ef maður ræktar sjálfan sig og samband sitt við makann sinn að þá sé maður aldrei betri foreldri en þá, því að ef manni líður illa í hjartanu þá gefum við ekki af okkur það sama og við gefum ef að sé maður sáttur við sjálfan sig og samband sitt við makann.
En jæja nú er ég búinn að hella úr mínum brunni hehehe ég er farin að kúra.
7.11.2008 | 10:47
Sagan segir.......
að það sé einhver skutla í kópavoginum árinu eldri í dag hhmmm.
Annars er allt gott að frétta af okkur Emma stækkar og stækkar og er farin að fá graut á kvöldin svona með familíunni og líkar henni það vel en hún er ekki enn farinn að velta sér enda er svo gott bara að lyggja á bakinu og leika sér en við erum búin að vera dugleg að setja hana á magann líka svo að hún styrkist en þetta kemur. Jóhann Otti er farinn að segja tvö orð saman og það bætist nýtt orð á hverjum degi og nú þarf maður líka að passa sig rosalega vel hvað maður lætur út úr sér því hann apar það eftir manni, ég lenti í því um daginn að missa út úr mér orðið shitt af því að mér brá svo og svo heyri ég allt í einu í honum shit shitt shitt þannig að nú verður sko að passa sig extra vel.
Núna undan farið hefur komið fyrir að hann hefur vaknað soldið snemma um 7 leytið og þá hefur hann skriðið upp til okkar og hann er rosalega sætur, hann skríður upp í og tekur úr sér snuðið sitt og gríður um hnakkann á manni og gefur manni rembingskoss og það er ekkert smá kósý en þetta má líka bara á morgnana því að við viljum ekki lenda í sama farinu aftur að hann vilji fara að sofa upp í á næturnar, persónulega er ég ekki hrifinn af því en svo er fólk sem fýlar það.
En eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá er ég víst árinu eldri í dag og eg ætla bjóðu familíunni í rjúkandi lasagne í kvöld og ég er nokkuð viss um að þau verða ekki svikin af því að Davíð eldar og hann er ekki slæmur kokkur ég get vottað fyrir það, það er ég sem tek það að mér að vera ekki góður kokkur.
By the way ég verð að monta mig af því að litli brósi minn er að fara bjóða mér á nýju James Bond á morgun Í LÚXSUSSAL VHÚHÚ get ekki beðið, en ég á líka svo góða bræður.
En jæja nú er ég farinn að græja og gera...
Erla og co.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 23:18
Nýjar myndir í okt albúmi...
24.10.2008 | 22:57
Litli lasarus og það er ekki Jotti í þetta sinn
Já skvísan hún Emma er orðin lasinn ekkert alvarlegt svo sum bara þessi klassíska flensa en það getur fylgt vetrinum, annars er hún bara hress hún stækkar og stækkar og það vantar enn bara herslumunninn á að hún sé farinn að geta velt sér af baki og yfir á magann en það kemur. Tóta frænka fötinn pössuðu á hana og hún var ekkert SMÁ FLOTT.
Jotti er hress að vanda hann er loksins farinn að segja nafnið sitt en hann hefur ekki þorað því fyrr en núna en fyrst sagði hann alltaf Notti og nú segir hann Sotti og vonandi verður það Jotti næst. Það er fínnt að hann læri fyrst bara Jotti og svo kemur það að hann segi Jóhann Otti. Orðaforðinn hans er að aukast alveg rosalega og maður heyrir nýtt orð næstum því daglega og þó það sé ekki alltaf rétt sagt að þá er hann að reyna en hann er síðan farinn að telja og svo syngur hann alveg helling en þó aðalega með afa Nonna sem er að kenna honum afi minn og amma mín og fleiri lög. Það er alltaf jafn gaman hjá honum í leikskólanum nema kannski í dag hann var nefninlega klóraður af stelpu og ég veit ekki almennilega hvað gerðist því að ég sótti hann ekki því ég var með stelpuna hjá lækni en mér datt í huga að hann hafi verið að knúsa hana því að tvisvar þegar ég hef verið að sækja hann þá hef ég séð hann labba upp að stelpu og knúsað hana og þær hafa ekki svarað í sömu mynd úbbs.
Jiii hann er svo mikill kvennabósi en hann vill vel. Hann er alltaf jafn góður við systur sína það klikkar ekki og það er enginn afbrýðissemi í gangi.
Annars erum ég og Davíð bara hress Davíð fékk nýjar brillur í gær og hann er að sjálfsögðu bara HOT. Við vorum að ákveða það að í næsta Reykjavíkurmaraþoni ætlum við að hlaupa 10km, ég hleyp nú þegar svona 4x í viku en hleyp þá 2 1/2 km en fer nú létt með það þannig að ég þarf bara að æfa mig þegar nær dregur en ég er rosa spennt fyrir þessu. Það væri líka grand ef maður heldur þessu áfram að hlaupa og fær ekki ógeð af þessu að hlaupa þá kannski einhvertíman hálfmaraþon
Svo fer að líða að því að ég eigi afmæli og þá verð ég 23 jiidúddamíja ég er svo mikið unglamb afmælið mitt lendir á föstudegi og þá ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í rjúkandi heitt lasagne,gos og kannski rauðvínstár fyrir þá sem vilja þannig að það verður bara svona kósýkvöld.
Ég og Davíð vorum aðeins að ræða næsta sumarfrí og annað, okkur langaði nefninlega að fara eitthvað með krakkana og þá helst ekki til eitthvað af norðurlöndunum heldur til kanarí eða Spánar eða eitthvað svona sólarland, þar sem að hvorug okkar hefur farið í svoleiðis ferð í fleiri fleiri ár en svo setur maður nú spurningarmerki við það miðað við ástandið hér á klakanum. Það kom upp sú hugmynd að við mundum keyra hringinn í kringum Ísland sem ég held að gæti verið rosalega gaman maður getur aldrei ferðast of mikið hérna á Íslandi. En maður sér til hvernig þetta þróast.
En jæja nú ætla að að tjilla aðeins.. ég er búin að færa ykkur allavega einhverjar smá fréttir.
Kveðja Erla og co.
MUNA AÐ ÞAÐ ER KOMIÐ OKT ALBÚM MEÐ FULLT AF MYNDUM Í.
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.10.2008 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 22:41
Myndir úr afmælinu..og fleiri myndir...
Jæja þá eru komnar myndir úr afmælinu og fleiri myndir.
Afmælið var rosalega skemmtilegt og heppnaðist bara vel, ég vil bara segja takk allir sem komu og takk fyrir strákinn. Tóta frænkabílarnir slógu heldur betur í geng takk fyrir þá.
Hann skemmti sér roslega vel og næstum allt of vel, litli gæjinn var allaveg rosa upptjúnaður enda fullt af fólki, krökkum og nýju dóti, en hann fékk fullt af fallegum hlutum og fötum.
Annars erum við öll alveg rosalega hamingjusöm þrátt fyrir kreppu og vesen ég meina það þýðir ekkert annað ég veit allavega að lygga í einhverju volæði hjálpar ekki til.
Jæja ég er farinn að kúra.
Kveðja Erla og co.
18.10.2008 | 00:11
2. ÁRA GULLMOLINN OKKAR Í DAG : )
Fyrir nákvæmlega tvem árum þá gerðist þetta
Þetta er hann á eins árs afmælinu sínu
Þetta er hann núna
Við erum alveg rosalega stoltir forledrar en í dag erum við extra mkið stolt. Alveg eins og systir hans þá á hann okkar hjarta. Ég hef aldrei kynnst jafn fallegri ást og umhyggju fyrr en ég eignaðist fallegu börnin mín.
ÉG MINNI Á NÝTT MYNDBAND HÉRNA FYRIR NEÐAN OG FLEIRI MYNDIR Í OKTÓBER ALBÚM.
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar