Guttinn er komin með gleraugu...myndir í nýja albúminu

Kem með fréttir í byrjun næstu viku hvernig gengur, svo er fullt af nújum myndum í nýju albúmi eins og stendur hérna fyrir neðan.

DSC03317


Nýjar myndir í nýju albúmi.

Jæja búin að skella inn örfáum myndum í nýtt albúm endilega kíkið.

DSC03293DSC03292


FRÉTTIR

Jæja þá er komið í ljós það sem allir hafa beðið eftir. Við fórum með Jotta til augnlæknis í dag og eins og vitað var að þá þarf hann að fá gleraugu. Hann er fjarsýnn og hægri augasteinninn rennur inn í áttina að nefinu. Það spurja sig kannski margir núna afhverju hann fær ekki lepp en jú augnlæknirinn sagði að það þyrfti helst að sjónmæla hann til þess að átta sig betur á þörfinni fyrir lepp og það væri bara alger óþarfi að pína hnn með því að láta á hann lepp eins og staðan er núna.  Augasteinninnn rennur inn því að hann sér ekki hlutina í fókus og reynir því að fókusa á hutinn en þegar hann fær gleraugu þá sér hann allt í fókus og þá reynir hann ekki eins mikið á augun. Hann er með 3 í styrk á hægra auga og 2 á vinstri.

Næsta mál á dagskrá er að fara að skoða að kaupa gleraugu og ef satt skal segja þá leyfi ég mér alveg að vera bjartsýn á það að hann muni ekki lýta á þau sem einhver aðskotahlut þetta verður jú samt eitthvað sem hann þarf að venjast en svo hjálpar til að það eru margir í kringum hann með gleraugu. Annars er þessi elska alveg rosalega hress.

Emma fór í ungbarnaeftirlit í síðustu viku og fék alveg toppeinkun hún er orðin 7 kíló og 68 cm. Núna er hún farin að fá tvær máltíðir á dag, ég er sem sagt búin að bæta inn hádeigismat að ráðlegginu hjúkrunarfræðingsins því að hún var orðin latari og latari við að drekka mjólk yfir daginn, hún sgaði reyndar að það mætti prófa að gefa henni smá kjöt og bara mauka það vel. Emma Guðrún  er annars rosalega dugleg að borða. Annars er það sem heitir að gefa börnum að borða í dag enginn hægðarleikur eða þannig.Börn eiga hálfpartinn að lifa á fljótandi fyrsta aldursárið. Áherslur hafa breyst á milli ára t.d. á að reyna að forðast kúamjólk fyrsta árið sem ég er reyndar sjálf pínu hlynt en svo á ekki að gefa þeim fisk fyrsta árið sem mér finnst svooo mikið bull það er verið að segja að fiskur geti verið svo mikill ofnæmisvaldur það má vel vera að svo sé í einhverjum tilfellum en það var nú ekki Þannig í "gamla daga" þá var bara gefið að borða það sem var til og ekki hafa uppkomnar kynslóðir haft meint af. 

En jæja nú ætla ég að fara kenna mömmu á Facebook hún er nefninlega svo hipp og kúl.Tounge


Restin af myndum konar inn í AK albúm...

Jæja þá er ég loksins búin að koma myndunum  inn í albúmið. 

Þetta var frábær ferð í alla staði og virkilega gaman að vera einhverstaðar þar sem maður hefur aldrei verið um áramótin.

En daginn eftir síðustu bloggfærslu( svo ég haldi nú áfram með ferðasöguna) sem var gamlársdagur þá byrjuðum við daginn á því að fara og versla það sem vantaði með gúmmelaðinu sem við ætluðum að hafa um kvöldið. Við vorum í stússi alveg til klukkan að ganga 15 en þá var haldið út úr bænum til þess að fara á Árskógsand þar sem við ætluðum að vera. Á leiðinni þangað voru keypta nokkrar rakettur en þó í algeru lágmarki því að þetta voru einhvernvegin ekki þannig áramót hjá okkur. Hann Jóhann Otti er þó farin að fatta þetta meira og elskar að halda á stjörnuljósi að sjálfsögðu undir eftirliti fullorðan og með hlífðargleraugu. 

Þegar við komum út á Lækjarbakka(sem er nafnið á húsinu sem við gistum í) þá fóru Biggi og Davíð beint í að undirbúa mat það átti eftir að hreinsa humarinn og græja og gera, á meðan þá kom ég okkur fyrir og synti börnunum mínum. svo loksins kom að þessu að maturinn var borinn fram. Við byrjuðum á því að snæða á humar í skel og svo fengum við okkur Hreindýr, kartöflur og meðlæti. Maturinn var algert lostæti. Fljótlega eftir mat var haldið á sveitabrennu sem var rétt hjá okkur og það var ein minnsta brenna sem ég hef farið á en samt voðalega kósý, svo var að sjálfsögðu flugeldasýning og var hún á stærð við brennuna ekki beint eitthvað sem maður er vanur en það var allt í lagi. Eftir brennu var haldið heima á leið og slakað á og horft á skaupið sem var skipta skoðanir á hvort að það var gott eða ekki. Jóhann Otti var alveg búin á því og sofnaði um 23 leytið og Emma 2mín í tólf. Þá tók við smá kósí stund hjá okkur, við gæddum okkur á ostum og fórum í heitapott og spiluðum.

Daginn eftir var eldaður einn rosalegasti morgun/hádegismatur sem er vitað um, það var egg, beikon, beikonvavðar döðlur og ristabrauð. Eftir matinn þá sofnuðu ALLIR. Svo var komið að því að koma sér aftur inn á Akureyri en með smá stoppi á sveitbæ þar sem frænka hans Bigga á heima. Þar voru tveir kettlingar sem hann Jotti fékk að halda á, hann hélt reyndar soldið fast á þeim þannig að ég þurfti að passa hann, þegar við vorum að fara þá fór Jotti að gráta því að hann var svo miður sín yfir því að vera fara frá kisunum og grét kisa kisa kisa og frænka hans fann svo til með honum að hún hefði örugglega gefið okkur einn ef við hefðum spurt, en við þurftum að plata hann og segja að kisa væri að fara að sofa og þá var þetta allt í lagi. Eftir heimsóknina var farið heim til Bigga og við kúrðum þar það sem eftir var af kvöldi.

Til að gera langa sögu stutta þá fórum við meðal annars í sund sem var alveg afskaplega kósí og Jotti lét rennibrautina ekki vanta, það var tekinn göngutúr um bæinn og Glerártorg. Ég fór og hitti Dagbjörtu frænku mína tvisvar sinnum. Svo var bara tekið almenn afslöppun og smá bíltúr um Akureyri.

Þessi ferð fer allavega í sögubækurnar það er alveg á hreinu, og ég vil bara segja hér með takk Biggi fyrir að vera svona góðu gestgjafi og viðhaldspabbiWink, hlökkum til að sjá þig í jan, þá fáum við okkur eitthvað gott að borða saman. Það eru aðrir aðilar sem eiga stórt knús skilið og miklu meira en það og þið vitið alveg hver þið eruð þegar þið lesið þetta KNÚS.

Kíkið á myndirnar og ég er síðan búin að búa til nýtt albúm fyrir nýtt ár sem heitir Jan-feb 09 en myndirnar eru EKKI þar inni en ég mun setja aðrar myndir í nýja albúmið fljótlega og kem með nýtt blogg aftur fljótlega, Emma er nefnilega að fara í skoðum 7.jan og þá verður gaman að sjá hvað hún hefur stækkað.

Knnús í bili...Akureyrafararnir.

DSC03217DSC03260


Komin til Akureyri og fyrstu myndirnar í nýju albúmi sem heitir Akueyri 08-09.

 

JÆJA fyrstu myndirnar frá Akureyri eru konR.

Jæja þá erum við komin til Akureyrar og ferðin gekk eins og svo í sögu eftir langa bið eftir að þessi atburður mundi gerast að þá rann stundin loksins upp. Davíð fékk að hætta fyrr í vinnunni í dag og hann kom heim rétt fyrir 14. Jóhann Otti var sóttur upp úr 14 og þá var haldið heim í smá afslöppun. svo fóru strákarnir og náðu í annan bíl svo að við gætum komið farangrinum fyrir, svo komu þeir og sóttu okkur skvísurnar og við ákváðum að drep tíman meðal annars með að fara til Árna brósa í flugeldasölu Flugbjörgunar sveitirnar. Þar keyptum við eitt lítið gos og sprengdum fyrir Jotta áður en við' fórum á KFC  og fengum okkur kvöldmat. Eftir kvöldmatinn þá tókum við bara rúnt til að drepa tíman. Svo koma að því að skella sér á flugvöllinn og það gekk allt eins og það átti að ganga. Flugið vara yndislegt og Emma Guðrún lét eins og ekkert sé. Jotta fannst þettta svolítið skrítið enn lét sig hafa það. Upp úr miðju flugi þá var hann orðin pínu eirðalaus en það gekk yfir og svo lentum við.

Það tók á móti okkur yndilegsur vinur okkar, hann Biggi. Við vorum boðin velkominn á heimilið hans og þar fengum við sér herbergið(gestaherb). Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og hátta börnin og svæfa þar sem að kl var orðin háttatími. Það gekk vel hjá Jotta að sofna en ekki Emmu Guðrúnu, hún er nú reyndar búin að vera með vesen á kvöldin núna undanfarið. Jotti sofnaði og eftir smá tíma þá hafðist að svæfa dömuna. Börnin sofnuð á þá var komin tími til að opna einn kaldann á mann og tjlla, við byrjuðum að horfa  á planet earth. 

Núna erum við ennþá að horfa á planet earth og ég að blogga, Við vorum að tala um að eyða gamlárskvöldið  upp í bústað sem mamma hans og pabbi eiga.

Jæja ég blogga aftur héðan sem fyrst.

 

Kveðja Erla og.co

DSC03187


FFFuuuuulllt af nýjum myndum í des albúmi og nýtt myndband.

Heil og sæl þá eru jólin að enda(allavega fyrir mér) og áramótin að taka við. Við fjölskyldan höfum haft það fínt núna yfir jólin, við vorum hjá mömmu minni og pabba á aðfanga dag og þar var einnig stóri bróðir minn, kona hans og barn. Kvöldið var yndislegt í alla staði, mamma eldaði kalkúnabringu og sætkartöflurétt sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá fjölskyldunni minni, svo var graflax í forrétt og fullt af meðlæti. Ég tók það að mér að gera eftirrétt sem var frönsk súkkulaðikaka og Toblerone ís með bæði hvítu og venjulegu Toblerone súkkulaði, ég veit að ef þið hefðuð smakkað desertin hjá mér þá hefðuð þið litið á mig öðrum augum heheSmile.

Það var sko sannkallað pakkaflóð en ég tók það að mér að útdeila þeim og varð pínu æst ef satt skal segja og voru sumir farnir að kvarta þegar þeir voru komnir með 3 pakka í hendurnar óopnaða sko heheBlush. Þetta pakkaflóð gekk þó allt yfir. Við erum alveg rosalega þakkláta fyrir það sem börnin okkar fengu og við og viljum senda hér með ástarþakkir fyrir okkur og alveg spes ástarþakkir til Svíþjóðar til ömmu og afa þar fyrir okkur. Peysan á strákinn smell passaði og kjóllinn á stelpuna var bara örlítið rúmur en svo lítið að það þýðir varla að tala um það, og voru flíkurnar notaðar á jólaballi frímúrana og þið getið séð mynd af þeim í flíkunum í albúminu sem heitir desember.

Jæja svo var það jóladagur og þá var farið í þetta hefðbundna jólaboð sem er mín megin í fjölskyldunni og það var alltaf jafn kósý. Annar í jólum þá eyddum við eiginlega deginum hjá tengdaforeldrum mínum. Amma Gunna fór með Jotta í sund og það er gaman að segja frá því að þegar þau voru að koma upp úr að og voru að klæða sig að þá hvarf Jóhann Otti allt í einu og amman skildi ekkert í þessu en þá hafði prakkarinn stungið sér inn í einn skáp og sat þar berrasaður alveg graf kyrr að fela sig fyrir ömmu. Svo yfir daginn þá var gripið í púsl hjá þeim, Þorsteinn afi hafði nefnilega unnið púsl með 1000 púslum í möndlugjöf og það var skipts á að púsla það. Amma Gunna  eldaði þennan dýrindis hamborgarahrygg og með því sem við hökkuðum í okkur. 

Nú er 28.des og næsta mál á dagskrá er að fara til Akureyrar þann 30.des og þar verðum við til 4.jan. Þar munum vera í góðu yfirlæti hjá vin okkar og t.d. borða humar, hreindýr, hrossalundir o.fl. Svo er nú planið að fara í göngutúra, sund kíkja í fjósið hjá frænda hans Bigga o.m.fl. Ég ætla að reyna að blogga á Akureyri um dvöl okkar og svo mun ég búa til spes myndaalbúm sem heitir Akureyri 08-09 eitthvað svoleiðis.

Endilega kíkið í desember albúm og á nýja myndbandið og það verður að vera hljóð þegar þið spilið það.

Næsta blogg verður frá Akureyri.

Kveðja Erla og co.


Enn fleiri myndir í des albúmi

 DSC03061                                                                        DSC03058

Fréttir

Jæja þá er komin tími á smá fréttir.

Það nýjasta nýtt er það að það eru 99% líkur á að Jóhann Otti verði komin með gleraugu í lok jan byrjun feb. Fyrir nokkrum vikum þá byrjaði hægra augað hans að renna inn í áttina að nefinu, ókei þá byrjaði lítið og saklaust og við héldum að þetta væri jafnvel tengt þreytu. Svo var ekki því að þetta versnaði dag frá degi og var og er viðloðandi allann daginn og stundum fara bæði augun í kross. Ég ákvað að hringja í augnlækninn minn sem við familían erum búin að vera hjá í yfir 20 ár og það fyndna við það er að hann er enginn ellismellur.  Ég ákvað að tala við hann af því að hann þekkir alveg fjölskyldusöguna hvað varðar augnvandmál og mína sögu sem skiptir máli þegar það kemur að Jotta því að það lyggur augum uppi að það sem er að honum er algerlega komið frá mér.

Ég reiknaði með því að hann myndi segja að hann ætti að vera með lepp en hann sagði  að það væru nú endilega ekki svarið eða lausnin. Hann vildi meina að hann væri fjarsýnn eins og ég sem þýðir að ég sé illa það sem er langt í burtu en betur þegar það er mjög nálægt mér.  Augnlæknirinn telur að hann þurfi gleraugu sem munu þá hjálpa hægri augasteininum að vera meira á réttum stað. Maður hugsar bara jjee right hvernig eiga gleraugu að tolla á honum, ég miena þetta er bara verkefni sem við þurfum öll að vinna í svo er það nú oft að þetta mun kannski verða léttara en maður heldur þar sem að gleraugun munu hjálpa honum helling og munu örugglega láta honum líða betur.

Emma er annars bara hress hún rúllar sé núna alveg eins og henni væri borgað fyrir það þannig að nú fara hlutirnir að gerast hjá henni. Þegar hún er búin að æfa sig helling yfir jólin þá verður hún farin að sitja í janúar. Svo er skvísan að verða krúttlega pattaraleg, hún er allavega með smá undirhöku, bollukinnar og sæt læri og ég er að fýla það. Ég á svo von á sérprjónuðum eldrauðum jólakjól sem vinkona hennar mömmu var svo góð að taka að sér að prjóna og gavuð hvað mér hlakkar til að sjá hann ég er að segja ykkur hún verður flottust.

Svo er að styttast í jólin og ég verð að segja að mér hlakkar óendalega mikið til tala nú ekki um þar sem að Jotta mun hafa meira vit á pökkunum en hann hafði í fyrra og Það verður athyglisvert að sjá hvernig hann á eftir að bregðast við. En við ætlum samt að geyma einhverja pakka hérna heima og jafnvel opna kannski einhverja á jóladgsmorgun, maður sér til allavega.  Nú eru þau tvö sem þýðir tvöfallt fleiri pakkar og ég man bara í fyrra og í hitti fyrra þá þurfti Davíð að fara sér ferð heim með pakka áður en við fórum heim hehe.Jólin munu samt sem áður snúast bara um að hafa það gott og hugsa jákvætt. 

Jæja er farin að kúra núna.

Kveðja Erla og co.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband