Afmælisveislan á enda......

Jæja þá er afmælisveislan á enda sem var haldin í gær þrátt fyrir að hún eigi ekki afmæli fyrr en á morgun en það var ekki hægt að halda upp á afmælið næstu helgi og því svindluðum við smá. Þetta lukkaðist vel. Öllum var boðið í pulsur,köku og nammi í garðinum og svo var bara leikið, Það var gott veður en þó ekki sól. 

Skvísan var alveg rosalega ánægð alveg fullt af fólki að djöflast með hana og sýna henni athygli,  svo tók hún upp á því að klifra sjálf upp í sandkassan sem hún hefur aldrei gert áður og í öllum sparifötunum. Emma fékk fullt af fínum hlutum en þó var einn hlutur sem kom skemmtilega á óvart og það var Disney pæjuþríhjólið sem hún fékk frá ömmu Ollu og afa Nonna það er svona spes fyrir litlar pæjur. Á því er fótaslá sem hún getur sett lappirnar á á meðan hún er of lítil fyrir petalana, svo er þriggjapunktabelti og foreldrastöng aftan á. Á þessu hjóli sat hún alsæl og rígmontin og lét fullorðna fólkið skiptast á að keyra sig.

Annars vil ég nýta tækifærið og þakka fyrir okkur og stelpuna þá sérstaklega, og amma og afi í Svíþjóð TAKK  kærlega fyrir sendinguna þetta passaði á þau bæði og Jóhann Otti tók sko ekki annað í mál en að fá að fara í peysuna strax hann var það mikið hrifin af henni.

Ég ætla að reyna að vera dugleg í vikunni og dúndra inn myndum og líka fullt af flottum myndum sem ég hef tekið á símann minn þannig að endilega að fylgjast með.

Kv Erla og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband