8.6.2009 | 20:02
Fréttir fréttir
Jæja góðir hálsar það er fréttatími. Emma Guðrún er byrjuð hjá dagmömmuog það gengur alveg rosalega vel. Dagmamman er gamall kunningi forelra minna og hefur verið dagmamma í ein 15-20 ár. Hún er með 3 stelpur,Emmu og tvær aðrar og það er rosalega huggulegt heimilið hennar. Við erum afskaplega sátt með hana og maður sér það á henni Emmu að henni líður vel þarna. Ekki skemmir að hún er dugleg að fara með þau út. Emma er farin að sleppa sér og taka 2-4 skref en stundum er hún svolítið æst og spennir sig alla og missir jafnvægið en að örðu leyti gengur þetta vel hjá skuttluni og það er ekki langt í að hún fari að labba. Hún er afskaplega dugleg að borða og bróðir hennar mætti alveg taka hana til fyrirmyndar han er nefninlega stundum ekkert duglegur.
Það var verið að færa Jóhann Otta á stærri deild innan leiskólan og þegar ég segji stærri þá meina ég stærri í aldri. Jóhann Otti er semsagt farinn af litlubarnadeidinni(af ugludeild og yfir á Spóadeild). Það verður hann líklegast þangað til að hann útskrifast og fer í skóla.Þar er börnin látin vera sjálfstæðari eins og t.d. látin ganga frá diskinum sínum(og hann er ekki úr plasti) og glasi á svona lítinn vagn. Vinur hans Jotta hann Haukur Máni sem var með honum á ugludeildinni var færður líka á Spóadeild því að þeir hafa verið að leika sér svo mikið saman þannig að það vara bara ánægjuefni.
Við erum annars hress ég fer ekki í sumarfrí fyrr en miðjan júlí og Davíð sennilega ekki neitt nema viku i kringum verslunarmannhelgina því að þá eigum við pantaðan bústað og það ríkir ífurleg spenna eftir að fara í hann. Þá mun þetta vera fyrsta skipti sem við fórum sjálf í bústað sem við höfum leigt sjálf, við reiknum með því að fá einhverja gesti og það verður bara gaman. GET EKKI BEÐIÐ.
Jæja nú tæla ég að koma gríslingunum mínum í bóloð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.