22.1.2009 | 14:00
Fréttir...
Heil og sæl,
mín var byrjuð að blogga og svo eyddist það allt út takk fyrir, þannig að þetta er taka tvö.
Það er margt að gerast þessa dagana og það sem að sjálfsögðu stendur upp úr eru mótmælin, það er ljótt ástand hérna 12.000 mans atvinnulausir. Það er eins og það hafi verið uppi tjald allan tíman á meðan allt lék í lyndi og svo er því svipt niður og ljóti sannleikurinn kemur fram og slær okkur í andlitið. Staðreyndin er sú að nú er hugsunarháttur Íslendinga að fara að breytast FOREVER við látum ekki taka okkur í þurran rassalinginn aftur og aftur. Forsætisráðherra vill meina það að ef að ríkisstjórnin segi af sér að þá verði Ísland stjórnlaust í fleiri vikur eða mánuði, ég verð að segja að því trúi ég tæplega og mér fannst þetta eiginlega fyndin ummæla hjá honum.
Jæja nóg um pólitík og annað. Krakkarnir eru annars hressir ég bætti inn örfáum nýjum myndum í nýja albúmið. Jotta gengur vel að vera með gleraugun þetta angrar hann mjög lítið en hann er afskaplega sætur með þau. Orðaforðinn hans eykst með hverjum degi eins og vanalega og hann verður móttækilegri á að apa upp eftir manni orð já og svo er hann farin að búa til setningar. Það er samt eins og hann heyri ekki allt rétt sama hversu skýrt maður segir orðið eins og t.d. smjör er mös hjá honum og smakka er maksa en þetta kemur hann er sífellt að læra og þroskast.
Emma stækkar og stækkar og nú er hún að verða 7 mánaða vá litla beibíið mitt. Hún rúllar sér um öll gólf hérna og er meira segja aðeins farin að prófa að vera í göngugrind sem hún fýlar vel. Hún er ekki farin að sitja en það styttist í það. svo bíðum við bara eftir að fara sjá tönn það virðist þó ekkert bóla á því en það sést greinilega að henni klæjar í góminn og slefar slatta. Svo núna 2. feb þá verður ekkert mæðgnakúr hérna á daginn því að ég byrja að vinna þá en þá verður Davíð heima í febrúar og hann tekur að sér húsmæðrahlutverkið. Það verður fínt að fara að vinna aftur þó að það sé nú alltaf jafn næs að vera heima en svo er líka bara staðreyndin sú að fæðingarorlofspeningur er hálfgert klink í vasann hjá manni.
Jæja þá er komið smá uppdate af okkur og nú ætla ég að fara kúra eins og mér er einni lagi best.
Erla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.