Restin af myndum konar inn í AK albúm...

Jæja þá er ég loksins búin að koma myndunum  inn í albúmið. 

Þetta var frábær ferð í alla staði og virkilega gaman að vera einhverstaðar þar sem maður hefur aldrei verið um áramótin.

En daginn eftir síðustu bloggfærslu( svo ég haldi nú áfram með ferðasöguna) sem var gamlársdagur þá byrjuðum við daginn á því að fara og versla það sem vantaði með gúmmelaðinu sem við ætluðum að hafa um kvöldið. Við vorum í stússi alveg til klukkan að ganga 15 en þá var haldið út úr bænum til þess að fara á Árskógsand þar sem við ætluðum að vera. Á leiðinni þangað voru keypta nokkrar rakettur en þó í algeru lágmarki því að þetta voru einhvernvegin ekki þannig áramót hjá okkur. Hann Jóhann Otti er þó farin að fatta þetta meira og elskar að halda á stjörnuljósi að sjálfsögðu undir eftirliti fullorðan og með hlífðargleraugu. 

Þegar við komum út á Lækjarbakka(sem er nafnið á húsinu sem við gistum í) þá fóru Biggi og Davíð beint í að undirbúa mat það átti eftir að hreinsa humarinn og græja og gera, á meðan þá kom ég okkur fyrir og synti börnunum mínum. svo loksins kom að þessu að maturinn var borinn fram. Við byrjuðum á því að snæða á humar í skel og svo fengum við okkur Hreindýr, kartöflur og meðlæti. Maturinn var algert lostæti. Fljótlega eftir mat var haldið á sveitabrennu sem var rétt hjá okkur og það var ein minnsta brenna sem ég hef farið á en samt voðalega kósý, svo var að sjálfsögðu flugeldasýning og var hún á stærð við brennuna ekki beint eitthvað sem maður er vanur en það var allt í lagi. Eftir brennu var haldið heima á leið og slakað á og horft á skaupið sem var skipta skoðanir á hvort að það var gott eða ekki. Jóhann Otti var alveg búin á því og sofnaði um 23 leytið og Emma 2mín í tólf. Þá tók við smá kósí stund hjá okkur, við gæddum okkur á ostum og fórum í heitapott og spiluðum.

Daginn eftir var eldaður einn rosalegasti morgun/hádegismatur sem er vitað um, það var egg, beikon, beikonvavðar döðlur og ristabrauð. Eftir matinn þá sofnuðu ALLIR. Svo var komið að því að koma sér aftur inn á Akureyri en með smá stoppi á sveitbæ þar sem frænka hans Bigga á heima. Þar voru tveir kettlingar sem hann Jotti fékk að halda á, hann hélt reyndar soldið fast á þeim þannig að ég þurfti að passa hann, þegar við vorum að fara þá fór Jotti að gráta því að hann var svo miður sín yfir því að vera fara frá kisunum og grét kisa kisa kisa og frænka hans fann svo til með honum að hún hefði örugglega gefið okkur einn ef við hefðum spurt, en við þurftum að plata hann og segja að kisa væri að fara að sofa og þá var þetta allt í lagi. Eftir heimsóknina var farið heim til Bigga og við kúrðum þar það sem eftir var af kvöldi.

Til að gera langa sögu stutta þá fórum við meðal annars í sund sem var alveg afskaplega kósí og Jotti lét rennibrautina ekki vanta, það var tekinn göngutúr um bæinn og Glerártorg. Ég fór og hitti Dagbjörtu frænku mína tvisvar sinnum. Svo var bara tekið almenn afslöppun og smá bíltúr um Akureyri.

Þessi ferð fer allavega í sögubækurnar það er alveg á hreinu, og ég vil bara segja hér með takk Biggi fyrir að vera svona góðu gestgjafi og viðhaldspabbiWink, hlökkum til að sjá þig í jan, þá fáum við okkur eitthvað gott að borða saman. Það eru aðrir aðilar sem eiga stórt knús skilið og miklu meira en það og þið vitið alveg hver þið eruð þegar þið lesið þetta KNÚS.

Kíkið á myndirnar og ég er síðan búin að búa til nýtt albúm fyrir nýtt ár sem heitir Jan-feb 09 en myndirnar eru EKKI þar inni en ég mun setja aðrar myndir í nýja albúmið fljótlega og kem með nýtt blogg aftur fljótlega, Emma er nefnilega að fara í skoðum 7.jan og þá verður gaman að sjá hvað hún hefur stækkað.

Knnús í bili...Akureyrafararnir.

DSC03217DSC03260


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrannar Stefánsson

Takk fyrir mig sömuleiðis, yndislegt að fá ykkur í heimsókn

Birgir Hrannar Stefánsson, 5.1.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

249 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband