28.12.2008 | 23:15
FFFuuuuulllt af nýjum myndum í des albúmi og nýtt myndband.
Heil og sæl þá eru jólin að enda(allavega fyrir mér) og áramótin að taka við. Við fjölskyldan höfum haft það fínt núna yfir jólin, við vorum hjá mömmu minni og pabba á aðfanga dag og þar var einnig stóri bróðir minn, kona hans og barn. Kvöldið var yndislegt í alla staði, mamma eldaði kalkúnabringu og sætkartöflurétt sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá fjölskyldunni minni, svo var graflax í forrétt og fullt af meðlæti. Ég tók það að mér að gera eftirrétt sem var frönsk súkkulaðikaka og Toblerone ís með bæði hvítu og venjulegu Toblerone súkkulaði, ég veit að ef þið hefðuð smakkað desertin hjá mér þá hefðuð þið litið á mig öðrum augum hehe.
Það var sko sannkallað pakkaflóð en ég tók það að mér að útdeila þeim og varð pínu æst ef satt skal segja og voru sumir farnir að kvarta þegar þeir voru komnir með 3 pakka í hendurnar óopnaða sko hehe. Þetta pakkaflóð gekk þó allt yfir. Við erum alveg rosalega þakkláta fyrir það sem börnin okkar fengu og við og viljum senda hér með ástarþakkir fyrir okkur og alveg spes ástarþakkir til Svíþjóðar til ömmu og afa þar fyrir okkur. Peysan á strákinn smell passaði og kjóllinn á stelpuna var bara örlítið rúmur en svo lítið að það þýðir varla að tala um það, og voru flíkurnar notaðar á jólaballi frímúrana og þið getið séð mynd af þeim í flíkunum í albúminu sem heitir desember.
Jæja svo var það jóladagur og þá var farið í þetta hefðbundna jólaboð sem er mín megin í fjölskyldunni og það var alltaf jafn kósý. Annar í jólum þá eyddum við eiginlega deginum hjá tengdaforeldrum mínum. Amma Gunna fór með Jotta í sund og það er gaman að segja frá því að þegar þau voru að koma upp úr að og voru að klæða sig að þá hvarf Jóhann Otti allt í einu og amman skildi ekkert í þessu en þá hafði prakkarinn stungið sér inn í einn skáp og sat þar berrasaður alveg graf kyrr að fela sig fyrir ömmu. Svo yfir daginn þá var gripið í púsl hjá þeim, Þorsteinn afi hafði nefnilega unnið púsl með 1000 púslum í möndlugjöf og það var skipts á að púsla það. Amma Gunna eldaði þennan dýrindis hamborgarahrygg og með því sem við hökkuðum í okkur.
Nú er 28.des og næsta mál á dagskrá er að fara til Akureyrar þann 30.des og þar verðum við til 4.jan. Þar munum vera í góðu yfirlæti hjá vin okkar og t.d. borða humar, hreindýr, hrossalundir o.fl. Svo er nú planið að fara í göngutúra, sund kíkja í fjósið hjá frænda hans Bigga o.m.fl. Ég ætla að reyna að blogga á Akureyri um dvöl okkar og svo mun ég búa til spes myndaalbúm sem heitir Akureyri 08-09 eitthvað svoleiðis.
Endilega kíkið í desember albúm og á nýja myndbandið og það verður að vera hljóð þegar þið spilið það.
Næsta blogg verður frá Akureyri.
Kveðja Erla og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 29.12.2008 kl. 11:48 | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.