Fréttir

Sæl verið þið, það er nú búið að vera meiri leti í manni. Lítið búið að blogga og ekkert verið að setja myndir inn, en ég ætla nú að vera búin að setja inn myndir áður en vikan er á enda og eitt video þannig að það er bara að fylgjast með.

Héðan er bara allt gott að frétta fyrir utan það að Jóhann Otti er núna heima með hita og hálsbólgu sem hann fékk á sunnud. Hann er nú samt hress að öðru leyti. Ég ætlaði að slá í gegn hjá honum og keypti handa honum súkkulaðidagatal og svo 1.des náði ég í það og opnaði nema hvað að hann vildi ekki sjá þetta honum var eiginlega alveg samaPinch en jæja ég reyndi þó.

Svo ætlum við að gefa honum í skóinn og það verður gaman að sjá hvernig hann bregst við því. Svo förum við að sjálfsögðu á jólaball í desember og þá verður farið á Frímúrarajólaball eins og við fórum á líka í fyrra. Það var rosa stuð í fyrra en honum leyst ekkert rosalega vel á jólasveininn  og þá var hann heldur ekki farinn að labba þannig að hann gat ekki gengið í kringum jólatréð sjálfur, en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir á þessu balli.

Hún Emma er alltaf jafn mikil rúsína og hún er að þroskast alveg helling, ég var með hana í síðustu viku í ungbarna eftirliti og hjúkkunni leyst alveg rosalega vel á hana, hún hafði þyngst vel eða um sirka eitt kíló og stækkað um tæpa 4cm.

Þau systkynin fóru til ömmu Gunnu og afa Þorsteins í sína fyrstu næturpössun saman síðastliðinn laugardag og gekk það alveg eins og í söguSmile, þau sváfu meira segja bæði upp í hjá ömmu sinni og afa en upphaflega átti Emma að sofa í ferðarúmmi en skvísan neitaði. Þetta var víst voða kósí hjá þeim og að vanda þá sá Jotti um að vekja afa sinn annað slagið, Jotti er nefnilega oft á fleygiferð þegar hann er sofandi og á það til að dreyma alveg rosalega mikið en það er bara skondið. Á meðan þá skelltum við okkur skötuhjúin á jólahlaðborð með vinnunni hans Davíðs og við fórum á stað sem heitir Café central og er niður í bæ nema hvað að þetta er kaffihús sem launagjaldkerinn í vinunni hans á og því var bara breytt í veitingastað fyrir okkur. Þetta var alveg frábært kvöld og ég skemmti mér alveg rosalega vel og Davíð líka reyndar og það var mjög gaman að fara út bara við tvö og áhyggjulaus gagnvart börnunum.

En jæja nú ætla ég að fara og horfa á litla Kjúlla með syni mínum, en eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá koma helling af nýjum myndum og eitt myndband í vikunni so stay tunedTounge.

Erla og co.

dsc02913.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband