19.11.2008 | 22:25
Næstum því 5 mánaða skvísa..
Jæja þá er komi tími á fréttir.
Hún Emma er búin að velta sér skvísan og ég varð vitni af því en pabbi misti af því. Hún er búin að vera stækka svo hratt núna og persónuleikinn með og nýjasta nýtt er að láta heyra í sér hún er búin að komast því að það er rosalega gaman að gera það sem við köllum stundum píkuskræki, annars er hún bara róleg og góð en heldur engu aftur ef það er eitthvað að.
Hún er byrjuð í ungbarnasundi og er búin að fara í tvo tíma og í næsta tíma þá mun hún kafa í fyrsta skipti, ég er rosalega ánægð með sundið ég sé að hún nýtur sín vel og spriklar mikið með löppunum. Jóhann otti var á sama náskeiði og hún en það var soldið öðrvísi með hann, honum líkaði ágætlega en við þurftum alveg að hafa soldið fyrir því en hún virðist njóta sín mjög vel. Það eru bara sum börn sem hreinlega líkar þetta ekki, þegar við vorum með Jóhann Otta á fyrsta sundnámskeiðinu þá var eitt par með stelpu og þau þurftu að hætta á miðju námskeiði því að hún grét alla tímana og allan tímann .
Jóhann Otti er bara sama dúllan okkar, hann er svo yndislegur ég er svo ástfanginn af honum (og Emmu líka auðvitað) . Það er alltaf að bætast ný og ný orð t.d banani, kanína og svo kom SÆLL(eins og í Dagvaktinni) um daginn það var frekar skondið. Við fengum mynd úr leiksólanum þar sem að það var hópmyndataka af deildinni hans um daginn og við létum okkur ekki vanta og pöntuðu eina mynd og þetta eru nú meiri dúllurnar.
Hlaupin ganga vel hjá mér og nú reyni ég að hlaupa í 30 mín þegar ég fer út en inn á milli er ég á dansnámskeiði og ég hleyp líka alveg styttra, en þetta gengur vel.
Ég er eitthvað svo tóm núna þannig að ég ætla ekki að skrifa meira í bili.
Erla og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.