Sæll

Jæja hvað segið þið lömbin mín?  Hér er allt gott að frétta, ég átti yndislegan afmælisdag á föstudaginn. Um 19 leytið þá kom familían mín og meirihluti af familíunni hans Davíðs í lasagna til okkar og það var ekkert smá kósí, ég mundi segja að þetta hafi verið fullkominn afmælisdagur og ég verð bara að segja TAKK FYRIR MIG.  Á laugardagskvöldið fór ég með litla brósa á James Bond og ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér fannst hún æði, hún var soldið hröð og maður þurfti að fylgjast vel með til að fylgja sögunni. Daniel Craig sá sem leikur James Bond bara flottur úúfff það var sko ekki þurt sæti í bíósalnum, hann gæti brætt mann eins og smjörlíki í öbba.

Allavega svo ég hætti að tala um flottan karlmann, þá erum við hress það verður slatti að gera hjá okkur á næstunni en þannig er það bara stundum. Það sem er á dagskrá er jólaboð, brúðkaup, afmæli og jólahlaðborð allt á 2 vikum og svo á mamma og litli frændi minn afmæli á 26.nóv. Þannig að við sitjum ekki auðum höndum í nóvember en það er bara fjör. 

Ég stend ennþá við mitt að ég ÆTLA að hlaupa 10 km í næsta maraþoni og planið er að þegar það fer að vora á næsta ári þá byrja ég að þjálfa mig á fullu. Að öðru leyti þá held ég bara mínu striki hleyp alla daga nema þriðjud og fimmtud því þá er ég á dansnámskeiði.  Núna þegar ég hleyp þá hugsa ég um mig í rásmarki í maraþoninu og endamarki og það hvetur mig rosalega áfram. Ég veit að ég er að tala um maraþon sem er í ágúst á næsta ári en ég er bara svo spennt því að ég er búin að setja mér markmið sem ég er ákveðin í að reyna að ná. Ég ætla að reyna að láta veður ekki hafa áhrif á mín hlaup í vetur ég hugsa að ég fari út sama hvernig veðrið verður, ég lít á það þannig að ef það verður rok og mótvindur að það sé að vissuleiti betra því að þá er áreynslan meiri. 

Það fer að líða að næstu skoðun hjá Emmu skvísu og það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út. Jotti elskar leikskólann og það er æðislegt hvað hann stendur sig vel þar og hefur þroskast og stækkað núna undan farið en hann hefur tekið smá vaxtarkipp engan rosalegan en samt smá. Hann er svo yndislegur þetta litla rassgat.  Við höfum soldið rekist á það að í margmenni eins og t.d. afmælum er hann mmjjöögg snöggur að tjúnast upp og þegar mamma eða pabbi vilja að maður slaki á. Þá er minn maður ekki sáttur, ég hef soldið verið að hugsa þetta og ég verð bara að segja eins og er að hann Jóhann Otti minn hann er rosalega aktívur drengur ef hann ætlar sé að vera það og ég hef tekið eftir því að þetta eru bara utanaðkomandi áhrif hann er ekki ærsladrengur í eðli sínu. Ég hef fengið athugasemdir út af þessu og ég verð að segja eins og er að sem betur fer erum jafn misjöfn eins og við erum mörg, mér þætti verra ef barnið mitt sæti einhver staðar út í horni ein að leika sér og segði varla neitt. Almennt finnst mér eðlilegt að barn sem er ávalt til í leik er æst upp og það verður kannski smá hamagangur sé upptjúnað sama hvaða barn það er þá er að sjálfsögðu leiðinlegt að þurfa að slaka allt í einu á bara eins og það sé kveikt á rofa. 

Ég fór að hugsa að þrátt fyrir kreppu og ves að þá  er roslaga þakklátt fyrir það að ég er við hestaheilsu, börnin mín eru ÆÐI og líka við hestaheilsu og umfram allt er ég ástfangin af makanum mínum og börnum líka. Ég þori sko alveg að veðja það að það séu ekki margir sem geta sagt það og meint það að þau séu ástfangin. Mín kenning er sú að í auknum hraða í þjóðfélaginu séu ansi margir að gleyma að rækta samböndin sín.  Ég vil meina það að ef maður ræktar sjálfan sig og samband sitt við makann sinn að þá sé maður aldrei betri foreldri en þá, því að ef manni líður illa í hjartanu þá gefum við ekki af okkur það sama og við gefum ef að sé maður sáttur við sjálfan sig og samband sitt við makann.

En jæja nú er ég búinn að hella úr mínum brunni heheheTounge ég er farin að kúra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband