Litli lasarus og það er ekki Jotti í þetta sinn

Já skvísan hún Emma er orðin lasinn ekkert alvarlegt svo sum bara þessi klassíska flensa en það getur fylgt vetrinum, annars er hún bara hress hún stækkar og stækkar  og það vantar enn bara herslumunninn á að hún sé farinn að geta velt sér af baki og yfir á magann en það kemur. Tóta frænka fötinn pössuðu á hana og hún var ekkert SMÁ FLOTT. Tounge

 

Jotti er hress að vanda hann er loksins farinn að segja nafnið sitt en hann hefur ekki þorað því fyrr en núna en fyrst sagði hann alltaf Notti og nú segir hann Sotti og vonandi verður það Jotti næst. Það er fínnt að hann læri fyrst bara Jotti og svo kemur það að hann segi Jóhann Otti. Orðaforðinn hans er að aukast alveg rosalega og maður heyrir nýtt orð næstum því daglega og þó það sé ekki alltaf rétt sagt að þá er hann að reyna en hann er síðan farinn að telja og svo syngur hann alveg helling en þó aðalega með afa Nonna sem er að kenna honum afi minn og amma mín og fleiri lög. Það er alltaf jafn gaman hjá honum í leikskólanum nema kannski í dagBlush hann var nefninlega klóraður af stelpu og ég veit ekki almennilega hvað gerðist því að ég sótti hann ekki því ég var með stelpuna hjá lækni en mér datt í huga að hann hafi verið að knúsa hana því að tvisvar þegar ég hef verið að sækja hann þá hef ég séð hann labba upp að stelpu og knúsað hana og þær hafa ekki svarað í sömu mynd úbbsBlush.

Jiii hann er svo mikill kvennabósi en hann vill vel. Hann er alltaf jafn góður við systur sína það klikkar ekki og það er enginn afbrýðissemi í gangi. 

Annars erum ég og Davíð bara hress Davíð fékk nýjar brillur í gær og hann er að sjálfsögðu bara HOT. Við vorum að ákveða það að í næsta Reykjavíkurmaraþoni ætlum við að hlaupa 10km, ég hleyp nú þegar svona 4x í viku en hleyp þá 2 1/2  km  en fer nú létt með það þannig að ég þarf bara að æfa mig þegar nær dregur en ég er rosa spennt fyrir þessu.  Það væri líka grand ef maður heldur þessu áfram að hlaupa og fær ekki ógeð af þessu að hlaupa þá kannski einhvertíman hálfmaraþonGrin

Svo fer að líða að því að ég eigi afmæli og þá verð ég 23 jiidúddamíja ég er svo mikið unglambHalo afmælið mitt lendir á föstudegi og þá ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í rjúkandi heitt lasagne,gos og kannski rauðvínstár fyrir þá sem vilja þannig að það verður bara svona kósýkvöld.

Ég og Davíð vorum aðeins að ræða næsta sumarfrí og annað, okkur langaði nefninlega að fara eitthvað með krakkana og þá helst ekki til eitthvað af norðurlöndunum heldur til kanarí eða Spánar eða eitthvað svona sólarland, þar sem að hvorug okkar hefur farið í svoleiðis ferð í fleiri fleiri ár en svo setur maður nú spurningarmerki við það miðað við ástandið hér á klakanum.  Það kom upp sú hugmynd að við mundum keyra hringinn í kringum Ísland sem ég held að gæti verið rosalega gaman  maður getur aldrei ferðast of mikið hérna á Íslandi. En maður sér til hvernig þetta þróast.

En jæja nú ætla að að tjilla aðeins.. ég er búin að færa ykkur allavega einhverjar smá fréttir.

Kveðja Erla og co.

MUNA AÐ ÞAÐ ER KOMIÐ OKT ALBÚM MEÐ FULLT AF MYNDUM Í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt að fötinn pössuðu, var svoldið hrædd um að þau voru of lítill.  Vonandi er Emma ekki of veik af flensuni en flensan er að grúska hérna úti líka en vonandi sleppur maður við hana. Allt gott að frétta annars af okkur, var skorin upp í fyrradag og gekk allt vel og kom heim í gær og er heima þá næstu 2-3 vikur. Anders, Lady og ég sendum ykkur öllum kærar kveðjur  

Tóta frænka í svíaríkinu (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:09

2 identicon

dúllu nafni minn, gaman að heyra hvað hann er fljótur að læra orðin, svo alltí einu er þetta full-talandi og alltí einu með skoðanir hvað maður á að kaupa í matinn

Ég beilaði ródtrippið með davíð í fyrra þegar ég fór til Ítalíu, ég væri mikið til að við myndum rúlla hring með babís næsta sumar

Jóhann F. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

336 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband