15.10.2008 | 10:21
Bráðum 2.ára......
Þá er að styttast í að gæjinn minn verður 2.ára. Næsta laugardag 18.október eru sem sagt tvö ár síðan að gullmolinn minn kom í heiminn. Við ætlum að halda smá pizzupartý hérna heima fyrir vini og vandamenn og það verður rosalegt stuð. Annars er allta það besta af frétta af okkur Jóhann Otti nýtur sýn í botn á leiksólanum og ef þíð ýtið á þennann http://kopahvoll.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=view&id=78&Itemid=31 link þá sjáið þið myndir frá deildinni hans og þar af eru tvær myndir af honum önnur þar sem hann er að mála og hin er þegar hann er að borða. Orðaforðinn hans er að taka rosa kipp núna maður heyrir nýtt orð á hverjum degi og svo er hann farinn að apa meira upp eftir manni, það var t.d. nýtt orð í gær hann sat á klósettinu og ég var að eitthvað að gera og græja á meðan og kíkti svona annað slagið á hann og svo heyri ég að hann byrjar allt í einu að kalla KODDU KODDU ég átti sem sagt að koma. Ég gat nú eki annað en hlegið því hann hafði aldrei sagt þetta áður.
Emma Guðrún er alltaf bara sama bjútíbollan, hún er orðin rosa stór og sterk líka en það vantar stundum svo lítið upp á að hún velti sér af bakinu og yfir á magann en það fer alveg að koma hjá henni. Alltaf er sami systkynakærleikurinn á milli þeirra Emma lá á gólfinu að leika sér eitt kvöldið og svo var hún eitthvað ósátt og var byrjuð að kvarta aðeins og hvað haldiði að stóri bróðir hafi gert hann fór og náði í snuðið hennar fór til hennar og gaf henni það og hún róaðist hann passar sko upp á systir sína það er alveg á hreinu.
Ég hafði nú hugsað mér að skrifa aðeins meira en é er með einhverja ritstíflu en ég reyni að vera dugleg að taka myndir í afmælinu og skelli þeim kannski inn á sunnud ásamt bloggi þannig að fylgist með.
Kveðja Erla og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.