Afmæli...áramót o.fl.

Sæl verið þið, þá er að koma frá sér einhverjum fréttum af fjölskyldunni.

Jóhann Otti er að standa sig þvílíkt vel á leiksólanum á Ugludeildinni sinni lítið hefur orðið af pisserí slysum og bara slysum almennt, það er aðeins að bætast í orðaforðann hans  en það vantar að hann tengi saman orð en það kemur hjá honum. Hann er orðinn alger bílakall og nú er uppáhaldið hans bílarnir úr Cars teiknimyndinni og á hann nú þegar eitthvað af þeim bílum, hann elskar þá svo mikið að stundum er ekki hægt að borða án þess að hafa þá hjá sér og ef hann fengi að ráða ÖLLU þá  færðu þeir með honum hvert sem er meira að segja í baðið en það má víst ekki segja mamma og pabbiErrm. Það fer að styttast í 2 ára afmælið hans óboíj litli strákurinn minn að verða stærri og stærri.

Við ætlum að halda pitsapartý þegar hann á afmæli og það vill svo skemmtilega til að afmælið hans lendir á laugardegi og þá verður bara haldið upp á það þá. Þegar hann var 1 árs þá hafði ég þetta klassíska kökuboð og veistu ég neinni ekki að standa í því aftur ég ætla allavega að fá eina afmælispásu þar sem að ég þarf að baka, þannig að þetta verður einfalt en gott heimabakaðar pitsur a la Erla og Davíð og mér hlakkar ekkert smá til því að ég er viss um að þetta eigi eftir að takast vel.

Emma er bara að verða mannalegri með hverjum degi og um daginn tók hún upp á því að fara að hæja  og Kallí frænka mín er sko vitni af því eða þannig hún heyrði það því ég var að tala  við hana í símann þegar Emma skellti upp úr.  Emma er ennþá á brjósti sem þýðir það að hún er búin að vera lengur á brjósti heldur en bróðir sinn var og ég er rosalega sátt við það en ég er ekkert búin að gera mér í hugarlund hvað ég ætli að hafa hana lengi á brjósti ég tek þetta svona mánuð fyrir mánuð ef það skildi fara að ganga eitthvað illa þá skoðar maður það bara.  

Við vorum að taka á ákvörðun um daginn að setja okkur það markmið að vera norður á Akureyri næstu áramót, málið er nefnilega það að þegar maður er komin með svona familí þá kemur að því að maður haldi sín eigin jól og áramót.  Við ætlum að vera næstu jól hjá mömmu minni og pabba og þá verður stóri bróðir minn líka með litla dúllanum sínum og konunni sinni þannig að þetta verða stór jól í Lindasmáranum og í rauninni fullkomið að enda þetta svona með því að eyða jólunum með allri fjölskyldunni minni þá á ég við foreldrum mínum og bræðrum því að við höfum ekki komi 5 saman á jólum í langan tíma.  En svo er tekin stefnan á Akureyri ég og Davíð eigum nefnilega sameiginlegan vin sem við köllum reyndar viðhaldið sem er svona smá einkahúmor hjá okkur þremTounge. En hann býr þarna á Akureyri og fjölskyldan hans á bústað þarna sem er í 15 min akstur frá bænum og við myndum þá þess vegna fá aðgang að honum.  Það er ég alveg fullviss um að það verði gaman að upplifa áramót einhverstaðar annað staðar en þar sem maður er vanur að vera tala nú ekki um ef maður verður upp í bústað með heitapott og alles, mér lýst allavega þrusu vel á þetta.

 Jæja Emma er orðin þreytt á að bíða eftir að ég knúsi hana aðeins þannig að ég segji góða helgi eða það sem eftir er af henni og ég vil enn og aftur minna á að það er stutt síðan ég setti inn nýjar myndir og nýja skoðunarkönnun.

kv Erla og co.Heart

DSC02509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrannar Stefánsson

Ég lofa einum bestu áramótum ever...

kv.

Viðhaldið

Birgir Hrannar Stefánsson, 21.9.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Kallý

oh, það var svo krúttlegt að heyra hana hlæja  

Kallý, 21.9.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

335 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband