Næstum því 14 daga gamall.....

Jæja þá er hann næstum orðin 14 daga gamall og það gengur allt eins og í sögu það er svo sem ekki mikið sem hann hefur að gera annað en að drekka,  sofa og gera í brækurnar.  Við þrjú eru öll með mjög góða samvinnu hann fær vel að borða rétt áður en við förum að sofa síðan vaknar hann 1-2 á nóttuni til að drekka og síðan skiptir Davíð á honum síðan fer hann a sofa þannig so far hefur þetta bara verið allt í góðu. 

Á morgun kemur hjúkrunarfræðingur til að vigta og mæla hvort hann hafi stækkað mikið og það verður nú aldeilis gaman að sjá tölurnar sem koma úr því. Síðan erum við komin með nettengingu heim JJJEEIIJJJ þannig að nú verður ægt að gera eitthvað annað en að horfa á Mi gorda bella á daginn sem er frekar súr spænsk sápu þáttur en því miður er oft ekkert annaðGráta.

Okkur þykir gaman að upplifa þessa lífsbreytingu sem gerðist 18.október það spurja mann margir "hvernig er síðan að vera orðin foreldri" þetta er spurning sem er auðvelt að svara fyrir það fyrsta er það að eins og ég nefndi áður þá er það eina sem hann gerir er að borða, sofa og gera í brækurnar þannig það er svo sem ekkert "uppeldi" sem slíkt byrjað en tilfiningin hjá sjálfum manni kemur ekkert bara um leið og þú færð barnið í hendurnar þetta tekur smá tíma og síast inn í hausinn að maður sé kominn með gullið mans í hendurnar og þetta beri maður ábyrgð á næstu árin síðan þegar maður er búin að átta sig á þessu(sem kemur voða fljótt) þá er þetta besta tilfining í heimi.

Síðan veit ég ekki alveg hvernig ég á að orða þetta en sumir eru rosa fljótir að mynda sé skoðanir á hvernig maður á og á ekki að gera hlutina þegar það kemur að Jóhanni Otta eins og maður sé ekki fullfær um að leita ráða eða spurja réttu aðila ef þess þarf.  Jú það meina allir vel og sumir halda að þeir séu að gefa manni "ráð" en stundum en þau eru vel þegin þegar það er/verður leitað eftir þeim þar hafið þið þaðBrosandiEkki misskilja mig en svona er þetta bara stundum og ég vil þá bara hafa þetta á hreinu hvar hugur minn liggur gagnvart þessu.

Svo ég hætti þessu nöldri þá er gaman að segja ykkur frá að núna síðastliðinn sunnudag þá komu ömmurnar frá útlöndum,  Gunna skvísa frá Köben og Ólöf skutla frá Glasgow.  Þær komu færand hendi með pakka til Jóhans Otta sem dæmi kom Gunna með húfu og vettlinga sem er MÖST í vetrarkuldanum,  samfellur með dýramyndum og geggajaðar buxur og peysu í stíl við.  Hin amman kom aftur á móti með hermanna buxur mér til mikillar ánægju þar sem ég er mikill aðdáandi af þessu munstri og síðan var það punkturinn yfir i-ið SKOTAPILS á Jóhann Otta hann á reyndar ekki eftir að passa í það fyr en hann er orðinn sirka 1 árs en sammt það er ekkert smá flott og hann fékk líka töskuna eða "kiltbag" þannig að hann verður flottur að ári,  pabbi hans varð líka svo lánsamur og fékk líka "kiltag" þannig haldiði að feðgarnir veri ekki flottir saman.  Ég skal taka mynd af því og setja það inn á síðuna við fyrsta tækifæri.

Næsta sunnudag verður síðan skírnarveislan hún verður reyndar haldin hjá tengdó þar sem að við teystum okkur ekki alveg til þess að bjóða sirka 50 mans í 60 fm íbúðina okkar æji þð skiljið þar er ekkert voða spennandi.  Ég ætla reyndar að hafa þetta líka sem hálfpartinn afmælisveislu líka þar sem ég á AFMÆLIHlæjandi7.nóvember og á ekki eftir að nenna að fara troða ofan í mig kökum þá líka og standa í einhverjum bakstri þá.  En já ma ma ma verður bara 21 öösss ekki yngist maður.

Einnig vil ég benda á að Heiða skutlan hans Jóa frænda á afmæli 8.nóv og þar er sko stórafmæli 30+20 þannig það má ekki gleyma að knúsa hana.

Jæja ég er komin með blöðrur á puttana og komin tími á breik ég þar að fara að hringja og bjóða í veislu og knúsa son minn.

Lov you all

Kveðja ErlaSvalurog Jóhann OttiUllandi  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æj hvað hann er mikill engill.... ekkert smá sætur ! :) maður trúir því varla ennþá að þú sért barasta orðin mamma.. :) vonandi gengur alltaf ofsalega vel hjá ykkur, litlu fjölskyldunni.. hlakka svo til að koma og sjá ykkur ;*

hafið það sem allra best..

 knús og kossar ***  

      Dagbjört frænka :)

Dagbjört Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 11:55

2 Smámynd: Erla Júlía Jónsdóttir

Þú verður endilega að drífa þig í bæinn og koma og knúsa litlaSmile

Knús frá okkur. 

Erla Júlía Jónsdóttir, 31.10.2006 kl. 15:25

3 identicon

<img src="http://www.gringo.is/hjallarnir/johannotti1.jpg"/>

<img src="http://www.gringo.is/hjallarnir/johannotti.jpg"/>

kveðja,

Biggi

Biggi Gringo (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

163 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband