24.7.2007 | 14:40
ÚÚUÚFF ekki gott
Já litla músin okkar hann Jóhann Otti er kominn með lungabólgu, hann er búin að vera með hita í þrjá daga og mjög háan hefur lítið sem ekkert borðað nema í morgun þá koma ég slatta ofan í hann en nei þá ældi hann því öllu og þá stóð mér nú ekki á sama og dreif mig með hann til læknis. Við vorum send í myndatöku og það fannst lungnabólga í hægra lunganu í efri hlutanum á því.
Það var nú ekki á planinu hjá Jotta og okkur að hann fengi lungnabólgu svona snemma en maður ræður því miður ekki öllu, svo er líka talað um að fái maður lungnabólgu einu sinni að þá sé maður mjög næmur á að fá hana aftur. Það á reyndar ekki við mig því eftir að ég fékk lungnabólgu fyrir nokkrum árum síðan þá hef ég eiginlega ekki verið veik síðan en ég er smeik um að þetta muni eiga við Jotta. Maður á nú kannski ekki að vera svartsýnn á svona en hann er bara svo lítill, svo lítill til að fá lungnabólgu.
Jæja ætlaði bara að segja ykkur.
Kveðja Jotti lasarus, Dave and Erla the nurses.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Færsluflokkar
120 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 105260
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æjjj :/ vonandi að litli lasarus nái sér sem allra fyrst..... ekki gott að vera með lugnabólgu þegar maður er svona pínuponsu lítill eikkað.
hafið það gott krúttin :* ....láttu þér batna Jotti litli .....
kv. Dagbjört frænka *RISAKNÚS*
Dagbjört Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.