Hei allíjúbba

Já við stungum okkur til svía landsins,  við vorum löngu búin að plana það en ættingjar okkar úti höfðu ekki hugmynd um það þannig að það var mjög gaman að koma þeim á óvart og svipurinn á ömmu þegar hún sá okkur eftir að við höfðum kæruleysislega dinglað á bjöllunni hennar og hún kemur til dyra haldandi að þetta sé bara "einhver",  úúfff það var mjög skemmtilegur svipur á ömmu og afa, andlitið á ömmu ljómaði en fraus í alveg nokkrar sek.  Ástæðan fyrir því að við vorum að stinga okkur út er sú að amma hún var 35 Wink þið vitið yngist með árunum og síðan var Kjartan fændi 40, nema hvað þessu var slegið saman í eina veislu og síðan var rosaelgt surprise í veislunni, Kjartan og Anett giftu sig þannig að þetta var heldur betur viðburðarík helgi.  Það var að sjálfsögðu hægt að versla þarna við fórum í Välja(held að það sé skrifað svona)  sem er verslunar miðstöð sem var í svona 10-15 hin akstursfjarlægð frá okkur, síðan á mánudeginum þá fórum við í dagsferð til Köben og þar var mér sleppt lausri ein, ma, pa, Jotti, Árni, Linda og Eyjó fóru í sædýrasafn Danmerkur og ég tók lestina til köben til að hitta hana Dísu vinkonu mína við þrömmuðum strikið alveg upp og niður og haldið  að það hafi bara ekki komið þessi úr hellis rigning og við ekki með svo mikið sem eina regnhlíf en jæja það má segja að við blotnuðum all rækilega en regnhlífunum voru síðan reddað þökk sé Dísu.

Dísa var ekkert smá almennileg og fór með mér í þær búðir sem ég vildi kíkja í og við spjölluðum alveg helling og slúðruðum, settumst á kaffihús og fengum okkur klúbbsamloku og öl og þar fram eftir götunum. Síðan Komu ma og pa, Jotti og rest og hittu mig þá voru þau nú búin að eyða smá tíma sjálf á strikinu og þegar é hitti þau þá var Jotti  sofandi í kerruni sinni með hákarla bangsa sem amma ólöf hafði gefið honum í sædýrasafninu búin að fá að smakka franskt criossant og það var víst algert bíó að horfa á hann borða það því þetta var svvvoooo gott.  Jæja síðan héldum við blaut og þreytt heim til ömmu og afa í þurr föt og kvöld mat. Þriðjudag og miðvikud vorum við svo sum bara að dúlla okkur sem var líka bara fínnt þetta var ekkert það langur tími að ég hefði ekki nennt einhverju stífu prógrammi.

Gestrisnin hjá ömmu og afa var sko ekki af verri endanum og fór alveg rosalega vel um okkur hjá þeim,  ég vil líka þakki bara fyrir allar gjafirnar sem hann Jóhann Otti fékk bangsana, stígvélin og fötin, TAKK ÆÐISLEGA KOSS OG KNÚS Á LÍNUNAGrin.

Jóhann Otti var alveg að plumma sig í stóru flugvélini, þegar við vorum að fara út þá sátum við þrjú saman ég,Árni og pabbi síðan skiptumst ég og pabbi á að halda á honum og það var rosa stuð, í flugtakinu þá sat hann í fanginu hjá mér og þegar vélin vara að gefa í þá kom pínu skelfingar sviður á hann en mamma og afi brostu til hann og voru rosa glöð til að hann geri sér grein fyrir því að það væri nú ekkert slæmt að gerast en þegar nefið á vélini lyftist þá gerðist að krúttlegasta í HEIMINUM þá snýr hann sér og vefur handleggjunum um hálsinn á mér og knúsar mig, smá óöryggi í gangi.  Síðan þá var þetta nú í lagi hann sofnaði og svaf í fanginu hjá afa,  allan tíman úti þá var hann alveg rosalegur mömmustrákur enda kannski ekki skrítið veit ekkert hvar hann er og bara nýtt fólk í kringum hann fyrir utan mig mömmu,pabba og Árna, þannig að hann hékk mikið á handleggnum mínum sem var ekki mikið mál hann gat alveg verið hjá mömmu og pabba en hann mátti helst ekki sjá mig labba úr herberginu.  

En þetta gekk eins og í sögu með hann þarna úti og flugferðin heim var meira að segja auðveldari þá vorum ég og mamma með eina þriggja sæta sætaröð þannig að þegar Jotti sofnaði stuttu eftir flugtak þá lagði ég hann í sætið á milli okkar og hann svaf bara restina af fluginu.

Aftur á móti núna í dag þá erum við að fara i vigtun með hann til að ath stöðu mála og ég skal láta ykkur vita sem fyrst hvernig gekk. Núna er hann að fara yfir á Soya mjólk því að hún er miklu feitari en Rísmjólk og er miklu betri fyrir hann.

En ég er farin að skipta um föt jú sjáið til ég er enn þá í vinnufötunum og það er ein klst síðan ég var búin að vinna úbbsBlush.

MINNI YKKUR Á NÝJAR MYNDIR Í ALBÚMINU HANS 

Heidó,  Erla og co



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjj æðislegt að heyra hvað þið skemmtuð ykkur vel !! :) ..og æðislegar myndir :)

..og Jotti litli svona svaka duglegur í flugvélinni hehe :)

hafið þið gott :)     *knús*

Dagbjört (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

172 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband