Bloggleti hmmm

 NÝJAR MYNDIR Í JÓHANNOTTI6-8MANAÐA MÖPPUNI

 

 Já maður er búinað vera í einhverju bloggleti hérna undanfarið. 

 Það er allt gott að frétta af okkur Jóhann Otti er ennþá með smá kvef og kominn með hósta líka sem hefur valdið því að við höfum lítið sofið síðustu tvær nætur en þetta líður hjá (vonandi; ) hann er líka búin að vera í aðlögun hjá nýju dagmömmuni og só far só gúd en á morgun verður hann í fyrsta skipti fullann dag sem sagt 8-16 og það verður gaman að sjá hvernig gengur.  Hann er farinn að skríða á fullu og ef þið skoðið nýju myndirnar þá sjáið þið það betur og núna er allskonar svona ó ó dót orðið mjjöögg spennandi þannig maður þarf sko að passa upp á litla putta. í næstu viku fer hann síðan í ungbarnaeftirlit og það verður gaman að sjá hvað hann er orðinn langur því hann er nýbúin eð er að taka vaxtakipp hann er allavega að lengjast og það er spurning hvort það haldi svoa rösklega áfram.  

Jóhann Otti var í pössun hjá ólöf ömmu og Nonna afa um daginn og það er gaman að segja frá því að hann fór með þeim á skólaslit hjá Árna Snæ sem var nú ekki vandamálið nema þegar það kom að hópsöngi þá byrjar minn bara að "syngja" með  ohh ég hefði vilja sjá þetta.   

Já það eru sko ekki allir búnir að eiga sjö dagana sæla Ásta Lovísa lést og Lóa blómarós og fyrir þá sem ekki vita hver Lóa er þá er hún stelpa sem ég  held að var 86 módel og hún var búin að vera að berjast við  krabbamein.Lífið getur verið svo ósangjarnt, þegar svona gerist þá minnir það mann á hvað maður hefur það gott  sem er að sjálsögðu leiðinlegt því að maður á alltaf að þakka fyrir hvern einasta dag sem maður lifur og getur deilt því lífi með þeim sem maður elskar mest.  

Af okkur Davíð er annars allt það besta að frétta við erum bara að vinna á fullu og rækta litlu fjölskylduna okkar við fórum t.d. niður í bæ öll 3 í labbi túr á sjómannadaginn og það var bara klikkað fjör Jóhann Otti sofnaði reyndar síðustu 10 mín sem við vorum  niður í bæ síðan um kvöldið þá fórum við familían út að borða á Loftleiði þar sem ég vinn og það vara bara virkilega huggulegt.  Loksins er ég búina að panta tíma í litun og klippingu fyr má nú aldeilis vera ég hreinlega gleymi því að fara í klippingu síðast þegar ég fór í klippingu og litun þá var það fyrir 6 mánuðum síðan úff allt of lengi.  Núna ætla ég að láta gera eitthvað geggjað ég er  dökkhærð í augnablikinu og ég ætla eki að segja ykkur hvað ég ætla að gera don´t worry ég er ekki að fara lita mig platínum ljósa eða svarthærða eða eitthvað álíka en ég skal sita inn myndir á mánudagskvöld.

 Jæja þar sem að ég á að mæta í vinnu kl 5:30 þá er kominn tími á að fara að sofa.

Fer að taka mig á í blogginu; )

ErlaInLove og Jóhann Otti Alien



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

120 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 105260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband