15.6.2006 | 17:45
VIÐ VITUM KYNIÐ
OHHH þetta var yndisleg stund að sjá litla krílið okkar í sónar í morgun. Jú við vitum kynið en eins og ég hef áður sagt þá mun ég ekki skrifa það hér niður þannig að þeir sem vita það taka tillit til þess ef þeir skrifa inn athugasemdir
Þetta var rosa munur frá því í síðasta sónar þvílíkt búið að stækka og fylgjan liggur aftaná sem þýðir það að auðvelt er að finna fyrir spörkum og hreyfingum fyrir mig allavega í bili það er smá í að aðrir geta fundið fyrir því. Barnið mitt er nú orðið 25 cm og á þessum tímapunkti er talið að það sé helmingur stærðar sem það á eftir að fæðast.
Áætlaður fæðingar dagur stenst en 31.október jeij. Síðan næsta miðvikudag fer ég í aðra mæðraskoðun þá fæ ég að hlusta á litla hjartað aftur jeij.
Vá samt ég veit það allt í einu, kynið, ég sé ALLS EKKI eftir því að fá að vita ég er bara búin að vera að bíða í 8 vikur eftir því og síðan PÚFFFF ég veit það bara sí sona það er skondin tilfining en góð.+
Persónulega fyrir mig mundi ég núna segja að meðgangan sé að byrja kúlan stækkar ört og hreyfingar og spörk verða sterkari með hverri viku.
jæja ekki meira í bili ég er farin á mínu "bleika" skýji þanngað til næst.
Kveðja Erla og litla kríli
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
76 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.