14.6.2006 | 00:06
20.vikur
Jæja .á 20.vikur og áður en maður veit af er barnið komið þetta líður svo hratt. Jú ekki á morgun heldur hinn fáum við vonandi að vita kynið það veltur á því hvort lilta krílið okkar verði ekki örugglega í ljósmyndastuði til að sýna okkur the privat parts.
Héðan er allt það besta að frétta Davíð gengur betur og betur með hverjum deginum í vinnuni þá meina ég að hann er farinn að selja meira og meira sem er gott því að sölumannastarfið sem slíkt er nýtt fyrir honum. Ég þarf orðið að panta tíma til að tala við hann það er bara HM öll kvöld(nei grín) en jú þau eru öll kvöld og það er bara allt í lagi ég hef ekkert á móti þessu þetta er nú ekki það oft þennig mér finnst hálf barnalegt ef kvennmenn ætla að fara að skæla mikið út af tímanum sem karlmenn eyða í þessa keppni.
Ég var að vafra um netið um daginn og rakst á þessa skemmtilegu gullkorn sem ég tók níður og það sem ég hef skrifað er bara brot af því sem égfann þannig það kemur meira. Ég hef verið heilsuhraust ég finn þó að mjaðmagrindin er farin að segja til sín þegar maður er t.d. að labba upp stiga eða búin að standa lengi en ekkert alvarlega allt á eðlilegu nótonum. Ég hef samt ákveðið að leggja inn líkamsræktarkortið setja pásu á það því það er orðið lítið sem ekkert sem ég get og orðið má gera þar þannig ég ætla að fara að stunda meira sund og jafnvel seinna kannski júlí ágúst fara í meðgöngujóga við sjáum til, það er allavega heryfingar sem er góðar fyrir mig og barnið og lætur mér líða betur eins og í mjaðmagrindinni.
Hér er fróðleikur um barn á 20.viku
Vöðvar barnsins styrkjast með hverjum deginum. Lappirnar eru í réttum hlutföllum við líkamann frá og með þessum tímapunkti. Hreyfingar barnsins verða nú enn flóknari og líkari fimleikum en áður. Þessar hreyfingar verða líklega daglegt brauð og þá sérstaklega þegar móðirin leggst út af. Barnið vex hratt og er nú um helmingur af þeirri stærð sem það verður í við fæðingu en aðeins um 12% af þeirri þyngd sem þá verður. Nú er barnið um 22,5 cm langt og 380 grömm.
Boðorðin 10 fyrir foeldra.
- Meta skaltu börnin þvín eins og þau eru ekki eins og þú vilt hafa þau.
- Líta skaltu á sérhvert barn sem sjálfstæðan einstakling en ekki sem krakkan"
- Þú skalt sinna þér vel en ekki lifa lífinu í gegnum börnin þín.
- Taka skaltu eftir öllu sem vel er gert, hvort sem það er stórt eða smátt og viðurkendu það.
- Láttu börnonum þínum té óyggjandi upplýsingar af fremsta megni og treystu þeim til að vega þær og meta og draga af þeim eigin ályktanir.
- Þú skalt ekki láta börnin þín nota þig eða misnota þig því slíkt skaðar þau.
- Þú skalt fela börnum þínum ábyrgð hvenær sem færi gefst á svo sjálfstæði verði þeim ekki um megn, því börn eru skammtímalán.
- Gera skaltu börum þínum ljóst að þú elskar þau án þess skilyrða, hvort sem ákvarðanir þeirra falla þér í geð eða ekki.
- Gefðu börnum þínum ráðrúm til að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna í stað þess að halda yfir þeim hlífskildi endalaust.
- Þú skalt gleðjast innilega þegar forsjár þinnar er ekki lengur þörf því þá og aðeins þá hefurðu haft árangur sem erfiði.
Jú þar hafið það , okkur hlakkar ROSALEGA til á fimmtudaginn en eins og ég segji það er sá möguleiki til staðar að krílið vilji ekki sína okkur the thing" en við gerum ekki ráð fyrir því þannig ég mun skrifa ltinn pistil á fimmtudaginn sem segir hvort við vitum eða ekki en ég mun ekki skrifa inn hvort kynið það er af virðingu fyrir þá sem vilja ekki vita en það eru til símar þannig ykkur er frjálst að senda sms eða hringja ef þið eruð spennt, nú vitið þið ekki síman hjá mér eða Davíð greyið þið
Amma var að koma frá Kanarí og kom heim færandi hendi með smá pakka fyrir krílið sem ég mun taka mynd af og sitja inn á síðuna en það eru örlitlir tæknilegir örðuleika í gangi þannig það kemur ekki inn strax og heldur ekki bumbumynd. Bumbumynd gæti komið inn eftir viku síðastalagi 2.vikur.
Ég heurði skemmtilega kenningu um daginn að ég vissi að þetta væri stelpa því síðan heitir kleopatra7 NEI ekki satt nafnið á síðnu var slys því það var svo óljóst hvar ætti að fylla út nafnið á síðnu og ég hélt að þetta yrði svona notendanafn til að skrá sig inn til að geta bloggað. Svo vet maður aldrei hvað fimmtudagurinn leiðir í ljós.
Ég læt fylga með sýnishornamynd af barni á 20.viku
Love you all
Erla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
143 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.