31.5.2006 | 23:51
Barn sem fæðist í sporðdrekamerkið.
Ég fann hérna litla grein þar sem það er fjallað um börn sem fæðast inn í ákveðið stjörnumerki, þetta er áhugavert fyir þá sem trúa á svona.
24. október- 21. nóvember. Sporðdreki.
Þegar barn í sporðdrekamerkinu lítur dagsins ljós beinast öll augu að því. Og barnið heldur þeirri athygli í langan tíma því það þarf mikla athygli. Foreldrar meiga búast við því að heyja valdabaráttu við litla sporðdrekann því hann ætlast oftar en ekki til þess að pabbi og mamma séu boðin og búin þegar hann þarfnast einhverns(ekki 5 mínútum síðar).
Þetta er kraftmikið barn og foreldrar þurfa að vera á verði því þau eru snillingar í að fá fólk til að snúast í kring um sig og nota til þess alls kyns kænskubrögð. Uppeldi sporðdrekans getur skipst í tvö horn því þó hann sé ráðríkur, skapstór og þrjóskur getur hann einnig verið blíður og elskulegur. Það borgar sig ekki að skipa honum fyrir eða ætla að ráðskast með hann. Þó slíkar uppeldisaðferðir séu óhentugar fyrir öll börn geta afleiðingarnar orðið sérsatklega slæmar þegar sporðdrekinn á í hlut. Hann getur l okað á umhverfið, dregið sig inn í skel og orðið stífur og jafnvel árásargjarn.
Foreldrar þurfa að fylgjast með tilhneiginu litla drekans til að byrgja in reiði. Best er að fá hann til að opna sig með því að tala við hann í ró og næði. Sporðdrekar eru mjög næmir á umhverfið sitt og því er mikilvægt að umgangast þá með varúð og hreinskilni. Sporðdrekanum er illa við yfirborðsmennsku og fals og missir auðveldlega álit á þeim sem ekki koma heiðarlega fram við hann.
Þetta er auðvitað enginn heilagur sannleikur en fyrir þá sem trúa á stjörnumerki þá er þetta svona hlutir sem hægt er að styðjast við. Og skítt með stafsettningar villur ég var að flýta mér var að missa af l Word.
Erla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
249 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.