30.5.2006 | 00:04
18.vikur
Jæja þá er komið að 18.viku, vikurnar þjóta burt frá manni jahérna.
Ég og Davíð erum búin að ganga frá kaupsamningnum á íbúðinni þannig nú er ekkert eftir nema bið og síðan að flytja, núverandi eigendur sögðu að þau væru að stefna að fara út ú íbúðinni í júlí þannig nú bíðum við bara og sjáum.
VÁÁÁÁ það er ekkert smá vesen að kaupa íbúð common ég geri mér nú grein fyrir því að það sé ekkert eins og að hlaupa út í 10-11 og kaupa sér kókómjólk en VÁÁ. Sko við fórum upp á fasteignasölu til að gera kaupsamninginn með núverandi eiganda og lögfræðingi fasteignasölunar og kaupsamningur er plagg sem lögfræðingur þarf að lesa yfir til að passa upp á að allt sé í lagi svo það klikki ekkert okei.
Hann rétti okkur A4 blað sem stóð á hitt og þetta og hann las hvern bókstaf og tölustaf fyrir sig okei, síðan segir hann jæja síðan snúum blaðinu við......Ó MÆ GOD sú blaðsíða var þakinn ýmsum ákvæðum sem hann þurfti að lesa yfir og letrið var svona stórt þannig ég hallaði mér aftur því ég sá framm á að sitja þarna í 1 klst í viðbót úúfff þegar við loksins fórum voru komin rassaför í stólana.
Annars er allt gott að frétta Davíð byrjar í nýju vinnunni 1. Júní og það þýðir Erla Þarf að fara taka strætó takk fyrir okei málin eru þannig mér finnst ekki kvöð að taka strætó, sitja í strætó hlusta á útvarpið, stara út um gluggan, velta fyrir sér vitleysingunum sem taka strætó þar á meðal ég tíhíhíh nei án gríns það getur verið margt furðuleg fólk sem tekur strætó. Ég lenti t.d. einu sinni í því að ég var að taka strætó búin að borga ætla að skunda inn í vagninn en þá sat ein manneskja í öllum 2 manna sætunum og nú var bara að velja, þannig ég valdi sæti við hliðina á heldri konu ég hefði betur geta sleppt því, greyið konana hún vissi greinilega ekki hvað sápa er því það var bara sterk vond lykt af henni ÚÚÚFFFFFF þetta var hrikaleg lífsreynsla leiðinlegt en satt.
En svo er annað mál leiðarkerfin eru kominn í f*c* það er nú doldiið síðan ég þurfti að taka strætó reglulega en þetta er rosalega lélegt miðað við þá ég get ekki tekið strætó frá Fagrahjalla út í Mjóddina né upp í hamraborg og þaðan út í Mjódd ekki sjens ég veit að það er ekki langt út í Mjódd en ég hafði nú hugsað mér að hjóla þangað en síðan eins og í Ágúst þegar ég er komin með duglega bumbu þá er ég ekkert viss um að ég vilji á annað borð vera að hjóla HVAÐ EF ég skildi nú detta allt getur gerst þá vil ég ekker vera taka einhveja rosa sjensa.
Þangað til verður þetta víst að vera seinni tíma hauverkur
Jæja hér er smá fróleikur um barn á 18. viku
Barnið getur nú heyrt hljóð sem koma utan frá í gegnum móðurkvið. Hljóðin er þó dempuð og líkjast því þegar talað er í gegnum kodda. Ef hávært hljóð heyrist þá lyfti barnið höndum sínum til að verja eyrum gegn hávaðanum. Barnið jafnvel spyrnir við fótum eða grefur sig í legiðtil að fela sig fyir hávaðanum. Barnið hreyfist nú mikiðog er farin að sparka og kýla í magann(hef ekki fundið fyrir því en tel mig vera farin að finna fyrir örlitlum hreyfingum: ) Nokkuð öruggt er að móðirin finnur nú fyrir hreyfingum barnsins hafi hún ekki fundið þær nú þegar. Vöðvar við lungu þroskast nú frekar sem síðar er notaðir við öndun. Litlu holrúmin sem verða að lungum þroskast nú með meiri hraða en áður. Barnið er nú 20cm langt og 250 gr.
Þar hafið þið það þannig ef það verðu slökkt á símunum okkar þá finniði Davíð ligja upp í rúmmi með mér að tala við magan minn..............................................GRÍN
Jæja meira fáið þið ekki upp úr mér að sinni næsta blog er næsta sunnudag þegar ég kem heim úr cill ferð frá Galtalæk JEIJ
þanngað til næst
Auf wiedersehen Erla
Myndin sem fylgir er mynd af útsýninu sem við höfðum á hótelinu þegar við vourm í Danmörk nóv 05
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
249 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.