20.5.2006 | 01:00
Hvar er sumarið?
Ég hef allavega ekki séð það!!! Það er skíta kuldi úti þó það sé sól tippical gluggaveður
Ég lofaði bloggi í dag og blogg skuluð þið fá það lítið að frétta við þrjú erum öll hress höfum engu yfir að kvarta. Ég pantaði af netinu Baby Sam vörulista og alla malla það var svo margt flott þarna en dýrt líka jú þetta kostar allt saman en summt finnst mér sammt ekki meika sens eins og t.d. skiptiborðskommóða einföld, flott, rúmgóð o. fl. á 35000kr HA? Ég get fengið svipaða kommóðu í IKEA þó það sé ekki endilega skiptiborðsk helmingi ódýrari uh jæja maður getur víst endalaust kvartað og kveinað yfir verðlagi en eitt er víst að það kostar að lifa.
Ég, mamma og Sæunn eru að spá í að stinga af til Galtalækjar fyrstu helgina í Júní með krakkakrumpurnar með okkur og hafa það bara næs, það verður geggjað að komast aðeins út úr bænum og hlaða batteríin fyrir sumarið og það er auðvitað búið að leggja inn pöntunn um sól, steikjandi hita og logn þessa helgi er það ekki annars!!! Þetta er líka svo kósí staður að það er ekki hægt annað en að líða vel þarna.
Eins og þið öll vitið (held ég) reykti ég áður en ég varð ólétt en snar hætti þegar ég komst að því og vitið hvað ég hef ekki einu sinni haft löngun og ég sver mér hefur ekki og mun ekki detta það í hug að stelast og vititð hvað ég er nokkuð stolt af mér þó ég segji nú sjálf frá, mér finnst nú sammt skondið að mér hefur tvisvar sinnum dreymt að ég væri að stelast í sígó.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lang í dag en hér ætla ég að láta fylgja nokkrar uppskriftir af salat dressingum með blogginu til gangs og gamans.
Salatdressing 1
1/2 hvitlauksgeiri, 1 teskeið sjávarsalt, 3 matskeiðar extra-virgin ólífuolía, 1 matskeið nýkreistur sítrónusafi.
Salatdressing 2 með balsam ediki
Ferskt oregano, ferskt timjan, 1 bolli ólífuolía, 1/4 bolli balsamic edik, salt og pipar
Salatdressing 3 með hunangi
1/2 bolli balsamic edik, 2 teskeiðar hunang, 1 teskeið dijon sinnep, 4 teskeiðar kalt vatn 6-8 teskeiðar ólífuoæía, salt og pipar, 1/2 dill eða basil.
Þessar dressingar eru líka tilvaldar til að útbúa í litlar flöskur sem er haægt að kaupa í IKEA t.d. og gefa sem tækifærisgjafir fyrir þá sem nenna að dunda sér.
Næsta blog er á þriðjudaginn og þá eru 17.vikur JEIJJJJ
Hastala vista Erla
Færsluflokkar
249 dagar til jóla
Spurt er
Bloggvinir
Myndaalbúm
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að kvitta fyrir innlitið.
kv.Sæunn
Sæunn (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 12:45
Takk : )Erla
Erla (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.