Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bráðum 2.ára......

Þá er að styttast í að gæjinn minn verður 2.ára. Næsta laugardag 18.október eru sem sagt tvö ár síðan að gullmolinn minn kom í heiminn. Við ætlum að halda smá pizzupartý hérna heima fyrir vini og vandamenn og það verður rosalegt stuð. Annars er allta það besta af frétta af okkur Jóhann Otti nýtur sýn í botn á leiksólanum og ef þíð ýtið á þennann http://kopahvoll.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=view&id=78&Itemid=31   link þá sjáið þið myndir frá deildinni hans og þar af eru tvær myndir af honum önnur þar sem hann er að mála og hin er þegar hann er að borða. Orðaforðinn hans er að taka rosa kipp núna maður heyrir nýtt orð á hverjum degi og svo er hann farinn að apa meira upp eftir manni, það var t.d. nýtt orð í gær  hann sat á klósettinu og ég var að eitthvað að gera og græja á meðan og kíkti svona annað slagið á hann og svo heyri ég að hann byrjar allt í einu að kalla KODDU KODDU ég átti sem sagt að koma. Ég gat nú eki annað en hlegið því hann hafði aldrei sagt þetta áður. 

Emma Guðrún er alltaf bara sama bjútíbollan,  hún er orðin rosa stór og sterk líka en það vantar stundum svo lítið upp á að hún velti sér af bakinu og yfir á magann en það fer alveg að koma hjá henni. Alltaf er sami systkynakærleikurinn á milli þeirra Emma lá á gólfinu að leika sér eitt kvöldið og svo var hún eitthvað ósátt og var byrjuð að kvarta aðeins og hvað haldiði að stóri bróðir hafi gert hann fór og náði í snuðið hennar fór til hennar og gaf henni það og hún róaðist hann passar sko upp á systir sína það er alveg á hreinu.

Ég hafði nú hugsað mér að skrifa aðeins meira en é er með einhverja ritstífluWink en ég reyni að vera dugleg að taka myndir í afmælinu og skelli þeim kannski inn á sunnud ásamt bloggi þannig að fylgist með.

Kveðja Erla og co.

photo_164.jpg


Nýjar myndir og nýtt myndband......

Jæja þá er ég búin að skella nokkrum myndum inn á september albúmið og nýju myndbandi af Emmu hjala og leika sér, það snýr því miður á hlið og það er ekki hægt að laga þaðFrown.

 

DSC02612 DSC02631


Afmæli...áramót o.fl.

Sæl verið þið, þá er að koma frá sér einhverjum fréttum af fjölskyldunni.

Jóhann Otti er að standa sig þvílíkt vel á leiksólanum á Ugludeildinni sinni lítið hefur orðið af pisserí slysum og bara slysum almennt, það er aðeins að bætast í orðaforðann hans  en það vantar að hann tengi saman orð en það kemur hjá honum. Hann er orðinn alger bílakall og nú er uppáhaldið hans bílarnir úr Cars teiknimyndinni og á hann nú þegar eitthvað af þeim bílum, hann elskar þá svo mikið að stundum er ekki hægt að borða án þess að hafa þá hjá sér og ef hann fengi að ráða ÖLLU þá  færðu þeir með honum hvert sem er meira að segja í baðið en það má víst ekki segja mamma og pabbiErrm. Það fer að styttast í 2 ára afmælið hans óboíj litli strákurinn minn að verða stærri og stærri.

Við ætlum að halda pitsapartý þegar hann á afmæli og það vill svo skemmtilega til að afmælið hans lendir á laugardegi og þá verður bara haldið upp á það þá. Þegar hann var 1 árs þá hafði ég þetta klassíska kökuboð og veistu ég neinni ekki að standa í því aftur ég ætla allavega að fá eina afmælispásu þar sem að ég þarf að baka, þannig að þetta verður einfalt en gott heimabakaðar pitsur a la Erla og Davíð og mér hlakkar ekkert smá til því að ég er viss um að þetta eigi eftir að takast vel.

Emma er bara að verða mannalegri með hverjum degi og um daginn tók hún upp á því að fara að hæja  og Kallí frænka mín er sko vitni af því eða þannig hún heyrði það því ég var að tala  við hana í símann þegar Emma skellti upp úr.  Emma er ennþá á brjósti sem þýðir það að hún er búin að vera lengur á brjósti heldur en bróðir sinn var og ég er rosalega sátt við það en ég er ekkert búin að gera mér í hugarlund hvað ég ætli að hafa hana lengi á brjósti ég tek þetta svona mánuð fyrir mánuð ef það skildi fara að ganga eitthvað illa þá skoðar maður það bara.  

Við vorum að taka á ákvörðun um daginn að setja okkur það markmið að vera norður á Akureyri næstu áramót, málið er nefnilega það að þegar maður er komin með svona familí þá kemur að því að maður haldi sín eigin jól og áramót.  Við ætlum að vera næstu jól hjá mömmu minni og pabba og þá verður stóri bróðir minn líka með litla dúllanum sínum og konunni sinni þannig að þetta verða stór jól í Lindasmáranum og í rauninni fullkomið að enda þetta svona með því að eyða jólunum með allri fjölskyldunni minni þá á ég við foreldrum mínum og bræðrum því að við höfum ekki komi 5 saman á jólum í langan tíma.  En svo er tekin stefnan á Akureyri ég og Davíð eigum nefnilega sameiginlegan vin sem við köllum reyndar viðhaldið sem er svona smá einkahúmor hjá okkur þremTounge. En hann býr þarna á Akureyri og fjölskyldan hans á bústað þarna sem er í 15 min akstur frá bænum og við myndum þá þess vegna fá aðgang að honum.  Það er ég alveg fullviss um að það verði gaman að upplifa áramót einhverstaðar annað staðar en þar sem maður er vanur að vera tala nú ekki um ef maður verður upp í bústað með heitapott og alles, mér lýst allavega þrusu vel á þetta.

 Jæja Emma er orðin þreytt á að bíða eftir að ég knúsi hana aðeins þannig að ég segji góða helgi eða það sem eftir er af henni og ég vil enn og aftur minna á að það er stutt síðan ég setti inn nýjar myndir og nýja skoðunarkönnun.

kv Erla og co.Heart

DSC02509


Nýtt myndband

Hérna er myndband af Jóhann Otta vera að tala við afa Nonna í símann, hann þrufti að spjalla aðeins við afa og segja honum frá krökkunum og róló en þegar að átti að fá síman tilbaka þá var hann sko eki til í að afhenda hann. SVO MINNI ÉG Á NÝJAR MYNDIR Ú NÝJU ALBÚMI.


Nýjar myndir í nýju albúmi

Jæja þá er ég búin að skella nýjum myndum inn í nýtt albúm sem heitir september, nú er ég hætt að flokka í albúm spes fyrir Jotta og spes fyrir Emmu því það tekur allt og langann tíma þannig að nú eru bara albúm fyrir hvern mánuð.

 

DSC02498  DSC02599


Ó MÆ GÚDNES

fann alveg rosalega sniðugt tæki á netinu og ég sá fyrir mér mig með þetta næsta sumar þar sem að ég er LAFHRÆDD við geitunga

 Smellið á linkinn.

 

http://www.femin.is/shop_products.asp?id=5747

Jæja...

Þá er sko kominn tími til að mata ykkur á smá fréttum...

Hann Jóhann Otti er byrjaður á leikskóla og í dag er þriðji dagurinn hans í aðlögun og svo fer hann aftur á morgun í aðlögun svo á miðvikudaginn byrjar hann frá 8:30-14:30 og verður á þessum tíma þanngað til að ég fer að vinna aftur og þá verður  hann væntanlega  frá 8-16. Aðlögunin hefur gengið rosa vel reyndar þegar ég fór með hann í morgun þá steig hann aðeins á bremsuna þegar ég var að labba með hann inn á deildina sína sem heitir Ugludeild en það var nú bara feimni í honum og ekkert annað en ég held að hann eigi eftir að fýla sig í botn þarna og fóstrunar virðast vera rosalega yndislegar. 

Hann Jotti minn er svo gott sem hættur með bleyju og það hefur bara gengið vonum framar nema hvað hann er með bleyju bara þegar hann sefur. Hann segir reyndar sjaldan þegar hann þarf að pissa en gerir það þó stundum en við höfum bara farið reglulega með hann á klósettið og hann það kemur alltaf eitthvað, hann er meira að segja það duglegur að hann pissar standandi í klósettið.  Ég er reyndar smá smeyk með allt þetta að vera ekki með bleyju núna þegar hann er að byrja á leikskóla því að þær þekkja ekkert inn á hann, en það kemur vonandi fljótt. Ég ætla allavega að vona að það verði ekki mikið af slysum þó að maður megi alltaf búast við einhverjum slysum. Jóhann Otti er annars alltaf jafn kátur en það er búið að vera soldið skondið núna undanfarna daga þá hefur hann verið á einhverju mótþróaskeiði sem lýsir sér að það má ekki hver sem er tala við hann og þá segir hann bara hátt EKKI en æj hann er svo mikið krútt og bara alger strákurWink en þó alltaf jafn góður við systur sína.

Emma vex og dafnar eins og henni ber að gera og var hún í skoðun fyrir nokkrum dögum síðan og fékk bara gæðastimpil á rassinnTounge þeim leist allavega voðalega vel á hana. Hún hefur þroskast mikið og maður sér það næstum því bara frá degi til dags. Emma er farin að hjala á fullu og brosir alveg eftir pöntunum, hún heldur haus þó að það komi fyrir að hann sé soldið þungurJoyful svo veltir hún sér af maganum og yfir á bakið, ég get svo svarið fyrir það að það er stundum eins og hún vilji sitja því að þegar maður heldur á hann t.d. að þá finnst henni best að láta halda á sér uppréttri og svo er oft þegar hún liggur að ef maður strýkur á henni magann að þá er eins og hún reyni að reisa sig svið, soldið erfitt að lýsa þessu vona að þið skiljið mig.

Í gær héldum við síðbúna skírnarveislu handa henni, veislan var haldinn heima hjá tengdaforeldrum mínum sem voru svo elskuleg að lána okkur húsnæðið sitt þar sem að plássið hjá okkur er takmarkað. Veislan heppnaðist rosalega vel í alla staði, við buðum upp á rosalega góða gúllassúpu og brauð með henni og svo var það bara kaka og kaffi í eftirrétt. Takk allir sem komu í veisluna það var virkilega gaman að sjá hvað margir gátu komið og takk fyrir stelpunaGrin

Núna er bara komið haust og brátt fer vetur að ganga í garð sem þýðir það að litli bróðir minn á afmæli næst og svo Jotti(18.okt) sem lendir á föstudegi og ég er að spá í að hafa smá pizza partý á föstudeginum ekki þetta týpíska kökupartý á sunnudegi kl 15 aðeins að breyta til.  Svo á gamla gamla moi afmæli  7.nóv og þá verður gert eitthvað skemmtilegt þó að það sé nú ekkert merkilegt en mér finnst bara gaman að gera eitthvað á afmælinu mínu þó að maður eigi ekki stórafmæli á hverju ári þá á maður nú samt afmæliWizard, mamma og Óli litli krúsíndúllu frændi minn eiga afmæli 26.nóv og þá verður Óli 1 árs JEIJ.  Svo er mín að byrja á dansnámskeiði 16.sept sem verður 2x í viku þetta er svona freestyle hipp hopp námskeið svipað og í JSB þar sem ég var einu sinni í Jazzballet en mér hlakkar ekkert smá til þetta verður geggjað.

Jæja nú ætla ég að fara og gera eitthvað af viti hérna heima.

MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER NÝ SKOÐUNARKÖNNUN.

Adios amigos...kveðja Erla og co.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

248 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband