Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nú er ég ekki að grínast sorgarfréttir

Hún Ásta Lovísa lést í dag,  hef ekki mikið að skrifa annað en bara blessuð sé minning hennar og meigi allar okkar bænir beinast til barnana hennar þið sjáið þetta nánar á 123.is/crazyfroggy

 

images


Örfáar nýjar myndir.

Hæ dúllurnar mínar,

 

Hér er allt gott að frétta hann Jóhann Otti þroskast með mínútuni,  hann er allavega hálfpartinn farinn að skríða það vantar bara áherslumuninn þá að hann lyftir sér upp á hendurnar aðalega.  Síðan er hann að byrja hjá nýrri dagmömmu á Föstudaginn og þá verður hann frá 8-16 sem í raunini þarf ekki þar sem að ég vinn bara fyrir hádegi allaveg fram í ágúst en okkur bauðst þetta pláss og það vara bara ekki hægt að neita því ég mun þá bara sækja hann fyrr þegar mig langar, síðan verður þetta fínnt í haust þegar ég verð komin í aðra vinnu. ÚÚff þetta verður erfitt sumar ég finn það á mér en aftur á móti á það eftir að líða hratt sem er bara fínnt svo sem ég verð að viðurkenna að mér hlakkar rosaleg til haustsins aðalega út af því að þá kemmst ég í "venjulega" vinnu 8-16 eða 9-17 sem er eitthvað sem ég þarfá að halda ég þarf að komast í smá breik frá þjóninum.  Ég hef starfað við þetta í hátt í 5 ár þar af 3 sem þjónanemi og núna vil ég bara fá smá breik kynnast einhverju nýju og bæta við mig reynslu á fleiri sviðum heldur en að þjóna fólki til borðs, þannig mig hlakkar til að fara og gera eitthvað alveg nýtt.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra ég er eitthvað svo tóm núna en ég skal taka mig á og vera duglegri að blogga og ennþá duglegri að taka myndir. 

NÝJAR MYNDIR Í MÖPPUNI HANS 

 


Sorgarfréttir

Morðóði gullfiskurinn okkar er látinn belssuð sé minning hansPouty

 

 


Morðóður gullfiskur (nýjar myndir líka)

 

 Það eru komnar nýjar myndir í JóhannOtti 6-8manaða möppuna

 

 

Jíbbbííí cola ég vil byrja á því að segja ykkur að skólinn er búinn og ég fékk 7 í prófinu WWWÍÍ hefði alveg vilja fá hærra en þetta var nokkuð gott miðað við aðstæður(löng saga).

 Ég komst að því um daginn að ég á morðóðan gullfisk hann Gus sko fyrst keyptum við 3 fiska Rusla, Davíð og Gus síðan dó rusli og Davíð okei ekkert mál við sögðum fyrst meira í djóki sammt að gus hafði drepið þá síðan um daginn svona sirka 1og1/2 ári eftir að hinir tveir dóu þá ákvað ég að fara og splæsa í einn vin handa Gus og ég fór í Fiskó og fór að ræða við afgreiðslu manninn um Gus og var að segja honum forsöguna og líka það að hvað hann  er ótrúlega lífsseigur  og afgreiðslumaðurinn studdi þá grínkenningu hjá okkur að Gus gæti verið að drepa hina fiskana og ég hugsaði okei látum bara reyna á það og vitit menn þrem dögum efftir að ég keypti nýja gullfiskinn sem fékk nafnið Hemen(borið fram hímen) þá var hann látinn blessuð sé minnig hans. Hann fékk virðulega útför sem fór framm í kyrrþey inn á baði og útfararstjóri var Davíð.  Þar hafið þið það ég á morðóðan gullfisk.

Annars er allt að besta að frétta ég er bara alltaf að vinna og geri allaveg þessa dagana ekkert meira en það allavega eins og er.  Hann Jóhann Otti rifnar lyggur við úr fötunum sínum hann stækkar svo hratt exemið er eiginlega bara farið eftir að við hættum að gefa honum mjólkurvörur sem er frábært ég ætla að hafa hann á rísmjólk þanngað til svona 9-10mánaða og þa ætla ég að fara að gera tilraun til að gefa honum nýmjólk því sammkvæmt lækninum þá þroskast þetta af þeim, ég hef svo sum aldrei látið reyna á nýmjólkina en ætla ekki að byrja á því núna.  Hann situr orðið alveg einn en er sammt voða lega duglegur að henda sér á magann og ég sé það alveg að hann gerir það meðvitað  en hann þarf bara að læra, hann er líka farinn að hálfpartinn að skríða meira sammt svona hermannaskrið og stundum þá fer hann á fjórar fætur en fer ekkert áfram þannig en þetta er allt að þróast í rétta átt.   Tennuranar virðast þó ennþá vera í bakkgír og ég eiginlega svittna við tilhugsunina að hann gæti tekið alveg slatta af tönnum á litlum sem engum tíma og ég veit ekkert hvernig hann á eftir að vera. Hann er orðinn svo duglegur að borða hann er kominn í efsta stigið í öllum barnamat sem er með svona "kögglum" í og át hjá mér um dagin heila brauðsneið með smjöri ohhh það var svo gott.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili ég reyni að blogga aftur eins fljótt og ´ég get.

 

ErlaInLove og Jóhann OttiAlien


Í alvöru

ath þetta en það er MÖST AÐ VERA MEÐ HLJÓÐ

 

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=1&id=3041

 

 


Skólinn búinn og brjálæðið að byrja

 Komnar nokkrar nýjar myndir inn á JóhannOtti6-8mánaða

 

Hæ rjómabollur já ég var í lokprófi í ensku í dag og það gekk bara ótrúlega vel það kom mér á óvart hvað prófið var létt en ég er að vonast til þess að ég sé ekki að ofmetnast og ég hafi bara brillerað en það kemur allt í ljós á morgun þegar ég fæ einkunnina senda í e-maili sem er bara spes fyrir mig af því að ég tók prófið seinna. 

 Já brjálæðið að byrja þýðir eiginlega það að nú hef ég bætt við mig einni vinnunni enn sem sagt nú vinn ég í morgunmatnum á loftleiðum og á Hotel Holti þar sem ég lærði þjóninn jú þetta er doldið mikið en þetta er bara svona tímabundið, þetta er bara til lok ágúst síðan ætla ég að leita mér að bara svona þessari hefðbundnu vinnu 8-4,5 hvað sem það verður.

Annars er allt gott að frétta af okkur mamma bauð mér á Josh Groban í gær þar sem að hún fékk frímiða og ég gat ekki sagt nei þó að ég sé ekki fan number 1, en þetta voru fínir tónleikar og gaman að geta fengið tækifæri á að fara. Enn bólar ekkert á tönnslu hjá Jóhann Otta  en það hlýtur að fara að koma, annars er hann orðinn rosaleg duglegur að sitja sjálfur.  Um daginn þá lá ég á gólfinu hjá Jóhann Otta og hann sat og var að leika sér með dótið og ég virti hann fyrir mér aðeins og ég sá hvað hann hefur þroskast rosaleg mikið og það hálfpartinn fór fram hjá mér ekki miskilja mig en málið er bara það að maður gerir sér stundum enga grein fyrir hvað tíminn flýgur og hvað þau virkilega þroskast HRATT eftir þessa pælingu þá áttaði ég mig á því að maður má aldrei lýta undan þó að það sé ekki nema snöggt því þau þroskast hraðar en maður heldur og ég vil fá að fylgjast með því og vera partur af þeirri þróun með honum skref fyrir skref.  Þar sem að   breyst rosalega síðan maður sjálfur var lítill þá viður kenni ég það að maður er doldið smeykur um að barnið sitt sogist inn í þetta tölvuleikjaveröld barna nei ég meina ég er kannski að mála skrattann á vegginn doldið snemma but you can´t help to wonder,þetta er að breytast krakkar hreyfa sig minna og allt er að verða svo tækjavænt hvað varð um að krakkar fari í sveit á sumrin ég bara spyr.

Það er hægt að pæla í þessu endalaust en þegar á botni er hvolft þá verður maður bara að spila þetta eftir hendi.

 Ég er allavega farinn að tjilla.

ErlaInLoveog Jóhann OttiAlien



Ein þreytt

Hæ dúllurnar mínar já það er allt gott að frétta af okkur ég er ný búin í 4 daga vinnutörn sem hefði átt að vera  3daga  en  ég þurfti að redda  hinum vaktstjóranum og skipta. 

En vegna mikillrar vinnu þá var ekki mikið gert um helgina annað en í gærkvöldi þá bauð mamma okkur í grill partý,þar fengum við dýrindis svínalundir og nammi hvað það var gott kjötið bráðnaði upp í manni. Þetta var geggjað kvöld allir komnir saman sem manni þykir vænt um og mamma með sýna yndisleg gestrisni ég hugsa að það gerist ekki betraGrin Svo að sjálfsögðu fylgdist maður aðeins með Júró og þetta var mjög áhugaverð keppni,  lagið sem vann var allt í lagi en bara allt í lagi það hreif mig ekki það mikið að ég er að syngja það í þessum töluðum, en mér fannst flott að kona með hold og FULLKLÆDD hafi unnið.   Lagið sem ég hefði viljað sjá vinna var frá úkraínu mér fannst það öðrvísi lagið gott og það var skemmtilegur húmor í því.  SúrastaPinch lagið var pottþétt frá Bretlandi mér fannst lagið leiðinlegt og sá sem hefur samið sviðsatriðið hefur án efa verið á einhverju.  

Kosningar búnar sem er fínnt þetta er leiðinlegt tímabil en þó nauðsynlegt,  ég hef aldrei spáð mikið í pólitík fyr en þessar kosningar þá byjaði ég aðeins að opna eyrun og reyna að mynda mér skoðanir.  Ástæðan fyrir því að ég ákvað að opna eyrun var að núna er maður kominn með barn og maður vill fólk á þing sem berst fyrir réttindi barna og foreldra eins og t.d. að lengja fæðingarorlofið.  Ég vil sammt hvetja alla til að byrja að spá í þessu þó að þið eigið ekki börn ekki taka mig allavega til fyrirmyndar.  Nú bý ég í Kópavogi sem er víst ekki gott ef maður á barn eða börn, það er umtalað að það sé verst að vera í kópavogi þegar það kemur að börnonum.  Afhverju???  Par sem er skráð í sambúð á EKKI rétt á niðurgreiðslu fyrir dagmömmu fyr en barnið er orðið 9 mánaða og þá er væntanlega að vera gera ráð fyrir því að það sé tekið fullt fæðingarorlof.  Málið er bara það að það geta ekki allir tekið fullt fæðingarorlof  það er bara ekki alltaf hægt fjárhagslega.  Það að kópavogsbær gerir þetta þýðir það að foreldrar skráðir í sambúð og hafa hugsað sér að sitja barnið sitt til dagmömmu 6 mánaða þarf að borga allt 70000kr á mánuði  það er bara alls ekki í lagi.  

 

Jæja nó um pólitík, hann Jóhann Otti er allur að vaxa og dafna og verður 7 mánaða næsta föstudag,  hann er orðinn svo duglegur að sitja en ekki alveg komið en við höldum bara áfram að æfa.  Rísmjólkurtilraunin virðist vera að virka hann fær ekki lengur svona exem roða og útbrot í vangana en hann klórara sér sammt eitthvað en þó ekki eins mikið og hann gerði þannig að ég er voða sátt ég meira að segja búin að finna ódýra en góða mjólk sem er meira að segja kalk bætt eins og stoðmjólkin eins og börn þurfa oft.  Síðan svona spari þá fær hann  rísmjólk með möndlubragði sem er voða gott.

Jæja nenni ekki meira í bili ég blogga aftur í vikuni og skelli inn nýjum myndum endilega fylgist með og svaraði skoðunarkönnununi.

Takk og blessWink

ErlaInLove Jóhann OttiAlien



Mæðradagurinn

GLEÐILEGANN MÆÐRADAG mæður WinkHeart



Nýjar myndir í nýju albúmi

Hellló  ég stend sko við mitt það eru komnar inn NÝJAR MYNDIR inn í NÝTT ALBÚM.....JÓHANN OTTI 6-8MANAÐA.   

 

Ég vil biðja ykkur um að  minnast á hana Ástu Lovísu í bænum ykkar því hún var að fá sorgrfréttir í sinni baráttu við karbbamein þið getið séð það nánar hér á www.123.is/crazyfroggy

Kveðja Erla og Jóhann Otti 


Grænir fingur ;)

Hæ allir saman ég vil byrja á því að minna alla á að það er skoðunarkönnun hægra megin á síðunni sem ÖLLUM er frjálst að taka þátt í.

Já það sem er að frétta af okkur er að Jóhann Otti fór i fyrsta skipti í næturpössun til ömmu Gunnu og Þorsteins afa síðastliðinn laugardag sem gekk alveg eins og í sögu,  hann og Hnoðri léku sér alveg hellings og já það var bara stuð hjá kallinum.  Á meðan vorum ég og Davíð í afmæli í kópavoginum hjá Gauja vini hans Davíðs og það var bara næs við fáum ekki það mörg tækifæri nú til dags til að fara út að skemmta okkur saman sem er nú enginn dauði en um að gera að grípa gæsina þegar tækifæri gefst.  Á sunnudeginum var nú enginn rosa þynnka en það var samt vottur af henni til staðar það var kannski bara meira þreyta sem plagaði mig þannig við gerðum eiginlega ekki rassgat.

 Nú erum við komin með grill í garðinn okkar sem Erla amma gaf okkur þar sem að hún er hætt að nota það og það er ekkert smá næs oohhh ég elska að fá grillmat, það verður sko notað mikið í sumar mig vantar bara sólbekk og þá er garðurinn vopnaður fyrir sumarið eða svona næstum því það á eftir að ráðast á grasið þar sem að mosi hefur fest rætur sínar á stórum hluta þess og að þarf að tæta hann og setja áburð og eitthvað.  Síðasta sumar þá plantaði ég niður berja tré en ég get bara ekki munað hvaða berjategund það er en aftur á móti þá held ég að hún sé dáinn en eg er samt ekki viss því að það er ekki komi neitt grænt á það ég bara halda í vonina.  Ég hafði nú hugsað mér að sitja niður kannski 2-3 í við bót og líka tvær jarðaberjaplöntur.  Það skondna við þetta er að ég er ekki mikil berja manneskja jú ég get borðað jarðaber en mér finnst samt bara svo gaman að rækta eitthvað,  ég gæti nú gert eitthvað berjamauk fyrir Jóhann Otta.

Það sem er það helsta að frétta af Jóhann Otta er að ég er að gera smá tilraun,  þessa vikuna gef ég honum enga stoðmjólk eða skyr núna fær hann sem sagt rísmjólk sem ég vatns blanda reyndar örlítið, með þessu ætla ég að reyna að sjá hvort að exemið hans skáni eitthvað aðeins og í dag er þriðjudagur og ég segi bara so far so good en þetta varir alveg fram á næsta mánudag og þá veit ég.  En jiiidúdda mía þessi rísmjólk er bara ekki ódýr já og heldur ekki soya sem hann by the way vill ekki við erum að tala um að líter af þessu kosta frá 230kr-320kr sirka úúfff þetta er sko ekkert grín en að sjálfsögðu legg ég þennan pening í þetta ef það þýðir að honum líður betur í húðinni.  

 

Myndavélin er í hleðslu þannig ég set sennilega nýjar myndir inn á morgun.

Farinn að kúra.

 ErlaInLove og Jóhann OttiAlien

strawber


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

120 dagar til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 105260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband