Nýjar myndir í nýju albúmi september09

Jæja loksins loksins loksins kem ég með nýjar myndir. Ég veit að ég er búin að vera afskaplega löt undanfarið að sinna síðunni en það hefur orsakast að annríki og tölvuleysi en nú er það komið í lag.

Ég kem með blogg í næstu vikur en læt myndirnar duga í bili.

Myndir sumar 2008 009Myndir sumar 2008 005Myndir sumar 2008 011


Fréttir

Jæja þá er komin tími á smá update. Við erum öll hress ný komin úr sumarfríi nem krakkarnir, já þið heyrðuð rétt við erum byrjuð að vinna en börnin ekki farin í sína "vinnu". Leiksólinn byrjar ekki fyrr en í næstu viku og dagmamman í þar næstu. Það vill þannig til ég ég á yndislega foreldra og  tengdaforeldra sem eru já við skulum segja í fríi og þau eru með litlu gullin okkar, mér finnst ég vera afskaplega heppin að eiga svona góða að sem geta bjargað manni á ótrúlegustu tímum. Lov you.

Það var fínnt að byrja vinna aftur komast í smá rútínu og reglu. Annars er það að frétta að Jóhann Otti er að fara í háls og nefkirtlatöku núna 28.ágúst því við fórum til læknis með hann því mig var farið að grúna þetta (móðureðlið ;) og það reyndist rétt að hann er með of stóra hálskirtla. Læknirinn sagði þó að hann mundi taka nefkirtla í leiðinni því það væri orðin hálfgerð regla. Ég er rosalega spennt fyrir þessari aðgerð því hann er orðin frekar erfiður á að borða og skýringin er sennilega of stórir hálskirtlar. þessi aðgerð mún sennilag hjálpa honum að hóstin sem hann er vanur að fá annaðslagið verði kannki ekki alltaf svo ljótur.

Emma er hress og er alger púkí,eiginlega meira en bróðir hennar. Hún fattaði það um dagin að hún getur klifrað upp í sófa og hlaupa um í honum án þess að gera sér grein fyrir hættunni. Svo finnst henni ægilega gaman þegar við sitjum við matarborð að lyfta annari löpp upp á borð, það eina leiðinlega er að þá fer bróðir hennar strax að apa eftir henni, en að sjálfsögðu bönnum við þeim bæði að gera þetta.

Annar vorum við að koma úr bústað núna um daginn, viku dvöl. Það var yndislegt frí í alla staði. Fyrstu helgina sem var verslunarmannahelgin þá voru vinir hans Davíðs hjá okkur svo komu mama, pabbi og árni á afmælisdeginum hans pabba 3.ágúst. Þau voru hjá okkur til föstudags þegar við öll fórum heim. En á meðan dvöl þeirra stó þá keyrðum við saman allt snæfellsnesið og stoppuðum á mörgum stöðum, fórum í sund í Borgarnesi og á Hvanneyri. Við komum allavega öll sátt eftir sumarfríið og ástfangari en áður :Þ

Þeir sem eru með davíð á facebook geta séð myndir úr sumarbústaður, en annars ætla ég að reyna skella inn myndum fljótlega.

Knús í bíli...erla


Fréttir......

Þá er komin tími á að dúndra á ykkur smá fréttum af fjölskyldunni í Vallatröð 8. Nú er frí hjá dagmömmuni og leikskólanum hjá krökkunum þannig að þau eru bara heima hjá mér þar sem að ég er í sumarfríi. Emma Guðrún er hress og kát að vanda en er nýlega búin að jafna sig á smá veikindum, það gerðist um daginn að hún rauk upp með hita og var mjög hita há í þrjá daga svo eftir ferð nr 2 til læknis þá fannst loksins hvað var að angra hana sem var eyrnabólga. Emma fékk pensilín og hún var ekki lengi að taka við sér og hressast. Hún er rosalega dugleg að labba og er farin að mynda ein 2-3 orð en ekkert mjög skýrt en þetta kemur.

Jóhann Otti er litli glókollurinn okkar hárið á honum hefur lýsts mikið í sólinni og hann er orðinn kakóbrúnn í framan. Hann hefur aðeins verið að fara á róló á meðan sumarfríinu stendur og lýkar það mjög vel. Annar er að styttast í sumarfrí fjölskyldunnar sem hefst næsta föstudag og þá förum við í munaðarnes í sumarbústað og það rýkir mikil spenna og eftirvænting fyrir þá ferð. Þetta er mun vera eina sameiginlega sumarfrí okkar allra þar sem að Davíð fær ekki mikið meira, hann er það nýbyrjaður hjá nýja Agli Árnasyni að hann fær ekki fullt frí en það er allt í lagi við lifum það af. 

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta sinn en ég við minna á það að ég er búin að bæta við myndum í júlí-ágúst albúm og svo verð ég hörkudugleg að skella inn myndum í sumarbústaðinum:Þ


HÚN Á AFMÆLI Í DAG.......Emma Guðrún Davíðsdóttir 1.árs.

Í dag fyrir nákvæmlega ári síðan kl 20:53 kom í heim gullfallega dóttir okkar og hann Jóhann otti varð stóri bróðir.

DSC01917öll krumpuð og fín ný komin í heiminn

DSC01928  DSC02005

wEmma_280609p_JON4013 og núna í dag stóra stelpan okkar.

DSC03476

 

 


Afmælisveislan á enda......

Jæja þá er afmælisveislan á enda sem var haldin í gær þrátt fyrir að hún eigi ekki afmæli fyrr en á morgun en það var ekki hægt að halda upp á afmælið næstu helgi og því svindluðum við smá. Þetta lukkaðist vel. Öllum var boðið í pulsur,köku og nammi í garðinum og svo var bara leikið, Það var gott veður en þó ekki sól. 

Skvísan var alveg rosalega ánægð alveg fullt af fólki að djöflast með hana og sýna henni athygli,  svo tók hún upp á því að klifra sjálf upp í sandkassan sem hún hefur aldrei gert áður og í öllum sparifötunum. Emma fékk fullt af fínum hlutum en þó var einn hlutur sem kom skemmtilega á óvart og það var Disney pæjuþríhjólið sem hún fékk frá ömmu Ollu og afa Nonna það er svona spes fyrir litlar pæjur. Á því er fótaslá sem hún getur sett lappirnar á á meðan hún er of lítil fyrir petalana, svo er þriggjapunktabelti og foreldrastöng aftan á. Á þessu hjóli sat hún alsæl og rígmontin og lét fullorðna fólkið skiptast á að keyra sig.

Annars vil ég nýta tækifærið og þakka fyrir okkur og stelpuna þá sérstaklega, og amma og afi í Svíþjóð TAKK  kærlega fyrir sendinguna þetta passaði á þau bæði og Jóhann Otti tók sko ekki annað í mál en að fá að fara í peysuna strax hann var það mikið hrifin af henni.

Ég ætla að reyna að vera dugleg í vikunni og dúndra inn myndum og líka fullt af flottum myndum sem ég hef tekið á símann minn þannig að endilega að fylgjast með.

Kv Erla og co.


1.árs afmælisgjöf frá mömmu,pabba og stóra bróðir

Photo 169  Emma fékk bleika strigaskó í smá fyrirframm afmælisgjöf frá okkur og Jotta. Þið verðið að afsaka lélega mynd en myndavélin okkar er eitthvað biluð aftur.

 

smellið á myndina til að sjá hana stærri þá sjáið þið skóna betur.


Fréttir fréttir

Jæja góðir hálsar það er fréttatími. Emma Guðrún er byrjuð hjá dagmömmuog það gengur alveg rosalega vel. Dagmamman er gamall kunningi forelra minna og hefur verið dagmamma í ein 15-20 ár. Hún er með 3 stelpur,Emmu og tvær aðrar og það er rosalega huggulegt heimilið hennar. Við erum afskaplega sátt með hana og maður sér það á henni Emmu að henni líður vel þarna. Ekki skemmir að hún er dugleg að fara með þau út. Emma er farin að sleppa sér og taka 2-4 skref en stundum er hún svolítið æst og spennir sig alla og missir jafnvægið en að örðu leyti gengur þetta vel hjá skuttluni og það er ekki langt í að hún fari að labba. Hún er afskaplega dugleg að borða og bróðir hennar mætti alveg taka hana til fyrirmyndar han er nefninlega stundum ekkert duglegur.

Það var verið að færa Jóhann Otta á stærri deild innan leiskólan og þegar ég segji stærri þá meina ég stærri í aldri. Jóhann Otti er semsagt farinn af litlubarnadeidinni(af ugludeild og yfir á Spóadeild). Það verður hann líklegast þangað til að hann útskrifast og fer í skóla.Þar er börnin látin vera sjálfstæðari eins og t.d. látin ganga frá diskinum sínum(og hann er ekki úr plasti) og glasi á svona lítinn vagn. Vinur hans Jotta hann Haukur Máni sem var með honum á ugludeildinni var færður líka á Spóadeild því að þeir hafa verið að leika sér svo mikið saman þannig að það vara bara ánægjuefni. 

Við erum annars hress ég fer ekki í sumarfrí fyrr en miðjan júlí og Davíð sennilega ekki neitt nema viku i kringum verslunarmannhelgina því að þá eigum við pantaðan bústað og það ríkir ífurleg spenna eftir að fara í hann. Þá mun þetta vera fyrsta skipti sem við fórum sjálf í bústað sem við höfum leigt sjálf, við reiknum með því að fá einhverja gesti og það verður bara gaman. GET EKKI BEÐIÐ.

Jæja nú tæla ég að koma gríslingunum mínum í bóloð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Erla Júlía Jónsdóttir
Erla Júlía Jónsdóttir

Færsluflokkar

271 dagur til jóla

Spurt er

Hverjum líkist Emma
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 4580
  • IMG 4576
  • IMG 4575
  • IMG 4572
  • IMG 4571

Nýjustu myndböndin

Emma Guðrún í göngugrind

Samtal við Jotta

Enginn titill

Emma að hæja

Emma að skríkja

Bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband